Réttur


Réttur - 01.08.1985, Blaðsíða 48

Réttur - 01.08.1985, Blaðsíða 48
W NEISTAR Viðvörun Þorsteins „Og opnirðu’ ei sjálf þínum óvinum frið, er alt þeirra vindgjálfur búið. Og alirðu sjálf ekki svikara lið, er sverðið úr hendi þeim snúið. Það greinir þér reynsla þín gömul og ný, ef gjörvöll þín saga er ei lýgi. Þú verður að standast í stríðinu því, — þú stendur svo Ijómandi að vígi.“ Þorsteinn Erlingsson 1888. ★ Von Halldórs „En andi hins fátæka alþýðu- skálds, sem hinir lærðu höfðu að eingu og stórskáldin fyrirlitu, hefur búið með íslensku þjóðinni í þús- und ár, í fastilju afdalakotsins, í snauðri verbúð undir Jökli, á há- karlaskipi fyrir Norðurlandi eftir að öll mið voru týnd í miðsvetrar- svartnætti Dumbshafsins, í tötrum flakkarans sem blundar við hlið fjallasauðarins á víðikjörrum heið- anna, í hlekkjum þrælkunarfang- ans á Brimarhólmi; þessi andi var kvikan í lífi þjóðarinnar gegnum alla söguna, og það er hann sem hefur gert þetta fátæka eyland hér vestur í hafinu að stórþjóð og heimsveldi og ósigrandi jaðri heimsins." Halldór Laxness: Ljós heimsins Gegn hernáminu „íslendingar! Örlagaríkustu atburðir í sögu þjóðar vorrar kalla oss til varð- stöðu um malstað lands vors. Hernám það, sem ameríska auðvaldið hefur nú framið, á að þess hyggju að verða langvar- andi og leiða tii fullkominnar undirokunar vor íslendinga undir Bandaríkin. Mætið þessu hernámi með þeirri mótspyrnu einni, sem vér fámennir og vopnlausir, frið- samir og frelsisunnandi, getum veitt. Standið órofa vörð um tungu vora, þjóöerni og menningu gegn þeirri skrílmenningu amer- íska mammonsríkisins, sem nú gerir innrás í land vort. Standið vörð gegn þvi her- námi hugans og hjartans, gegn forheimskuninni og þýlyndinu, sem leppblöðin og leppflokkar amerísks auðvalds boða, — því það hernám er öllu öðru hættulegra. Aldrei að víkja frá algerum rétti vor íslendinga einna til að ráða þessu landi og byggja það einir og frjálsir!" Ur „Ávarpi til íslendinga“ frá miðstjórn Sósíalista- flokksins 8. maí 1951 (daginn eftir síðara her- nám bandaríkjahers). ★ Heyrt út á götu: Hvað eru þeir að gera í stjórn, Grímur og Geir? Þeir eru að bisa við að smækka Islendinga niður í eigin smæð. Skyldi þeim takast það? Kannski með Kanans hjálp. Til íhugunar í Japan hafa Bandaríkin 119 herstöðvar og meir en 50.000 hermenn. ★ i Bandaríkjunum eru þjóðartekj- urnar 100.000 dollarar á mann á ári. í Suður-Ameriku eru þær 1500 dollarar á mann á ári. í Mið-Amer- íku eru þessar tölur undir 500 doll- urum. í sumum landshlutum Mið-Amer- íku deyja 200 af hverjum 1000 börnum á unga aldri, í Bandaríkj- unum 13. — í Mið-Ameríku er meðalaldurinn 50 ár, i Bandaríkj- unum 73 ár. ★ Bandaríkjaher réðst á Grenada 1983 og hertók eyjuna. íbúar eyj- arinnar eru 100.000. Reagan kvað þessa eyjaskeggja vera ógnun við Bandaríkin með sínum 230 millj- ónum íbúa, voldugasta herveldi heims. — Engin „lýðræðisstjórn" Nato mótmælti. ★ Tomas Borge, einn af foringjum Sandinista, hafði kynnst bæði fangelsisvist og útlegð í frelsisbar- áttunni. Eftir sigurinn 1979, varð hann innanríkisráðherra. Einn daginn fór hann í fangelsið, þar sem pyntingaherrarnir nú sátu og sagði við þá: „ Refsing mín á ykk- ur verður sú að sleppa ykkur, hefnd mín sú að sjá um að börn ykkar gangi á skóla." ★ 176

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.