Réttur


Réttur - 01.08.1985, Page 2

Réttur - 01.08.1985, Page 2
hers. En þar aö auki fjölgar í sífellu þeim verkamönnum, sem vinna hjá „ís- lenskum" verktökum í þágu Kanans, og munu brátt nema 1000 og fjölga síö- an í sambandi viö hina gegndarlausu útþenslu manndrápstækja og mannvirkja í sambandi viö þau, sem hernámsvaldiö nú lætur vinna aö. í þriðja lagi er bandaríkjavaldið orðið stærsti lánardrottinn íslend- inga, okrar á oss sem hverjum öörum nýlenduþjóöum og lætur þjóna sína sökkva íslandi æ dýpra í skuldafenið, til þess aö ná einnig því kverkataki á íslensku efnahagslífi og frelsi þjóöarinnar. Og síst af ölltj má gleymast að þetta bandaríkjavald hefur með of- beldi, loforðum, svikum og blekkingum hernumið land vort og heldur því enn ólöglega hernumdu. Baráttan gegn auð- og hervaldi Bandaríkjanna verður því frelsisbar- átta jafnt íslenskrar alþýðu sem þjóðar vorrar í heild. Og síst má þetta illa vald ná því takmarki að hernema svo hugi íslendinga að þeir sjái ekki hver hættulegasti og skæðasti óvinur þjóðarinnar er: sá sem mútar yfirstétt hennar, rænir alþýöu hennar, spillir menningu hennar og stofnar lífi hennar í bráöa hættu í eigin þágu. Þaö er sótt að menningu, þjóðarmeövitund og sjálfstæöistilfinningu vor ís- lendinga meö skæöustu vopnum voldugra fjölmiöla til þess að fá oss til þess aö líta á kúgara vora og hættulegustu fjandmenn sem „verndara" íslands. Það á að kenna íslendingum að kyssa á vöndinn og knékrjúpa fyrir böðlunum frá Hiroshima, Nagasaki og Víetnam.; Þaö verður þyngst þolraunin fyrir (slendingseöliö í 1000 ár — en við verö- um aö standast þá eldraun: kyssa ekki á vöndinn. En vér stöndum ekki einir í sjálfstæðisbaráttu vorri. Bandaríkjaauövaldið ætlaði sér eftir 1945 aö leggja undir sig allan heiminn. Ofmetnaðurinn og ein- okun atómsprengjunnar blindaði yfirstétt þess. Henni tókst að vísu að gera Suöur- og Mið-Ameríku-þjóðirnar aö skulda- þrælum sínum, en þær eru nú aö rísa upp gegn okinu. En fyrst og fremst strönduöu heimsvaldaáform þessa auðvalds á Sovétríkj- unum. Þau höföu að vísu misst 20 milljónir manna við að sigrast á fasisman- um, — meðan auövald Bandaríkjanna græddi of fjár. — En samt hafa stríðs- óöir auðdrottnar Bandaríkjanna ekki þorað í hildarleikinn gegn Sovétríkjun- um enn — þeir óttast hann gæti orðiö sá síöasti — fyrir mannkyniö allt. Það er mál að vér íslendingar losum okkur við hernámsrisann banda- ríska, segjum upp öllum kúgunarsamningum við hann, rekum her hans á brott, förum úr hernaðarbandaiagi Nato — og gerum ísland aftur frjálst.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.