Réttur


Réttur - 01.08.1985, Blaðsíða 41

Réttur - 01.08.1985, Blaðsíða 41
Frá opnum fundi Kvennafylkingarinnur í Reykjavík sl. maí. — kona er ekki sú eina. Við sætum uppi með ranglátt þjóðfélag þótt láglaunastétt- ir væru samsettar af nákvæmlega jafn mörgum körlum og konum og sömuleiðis liópur stóreignafólks og arðræningja. Markmið sósíalista er að byggja þjóðfé- lag þar sem möguleikar fólks til að njóta lífsins gæða, efnahagslega, félagslega og hvað varðar alhliða þroska eru svipaöir. Konur á vinnumarkaði voru mikið til umræðu á Kvennastefnu sem Alþýðu- bandalagskonur héldu í Ölfusborgum í mars síðastliðnum. Þetta var nýjung í flokksstarfinu, sannarlega tímabær, því krafan um að slíkar stefnur verði árlegur viðburður var kröftug og einróma frá þeim 60 konum sem stefnuna sóttu. Við- fangseíni Kvennastefnunnar voru auk ofan- greinds: Verkalýðsbaráttan, atvinnuþró- un, staða heimavinnandi fólks, hug- myndafræði kvennabaráttunnar og störl' kvenna í flokknum. Fluttar voru 8 fram- söguræður, unnið í starfshópum og niður- stöður reifaðar á sameiginlegum fundum. I ályktun stefnunnar um atvinnuþróun er lögð áhersla á að nýir þættir i atvinnulífi íslendinga, svo sem hátækni, byggi á og samfléttist hefðbundnum atvinnugreinum okkar. Sérstaklega er bent á þá mögu- leika sem felast í sjávarútvegi. Stóriðju er hafnað sem valkosti í atvinnumálum við núverandi aðstæður, ekki síst í ljósi er- lendra skulda þjóðarinnar. Lokaorð álykt- unarinnar eru: „Alþýðubandalagið vinn- ur ekki að markmiðum sínum í atvinnu- málum til að safna fé á fárra hendur, en leggur áherslu á að arður sé nýttur til betra mannlífs í landinu, til aö stytta 169

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.