Réttur


Réttur - 01.08.1985, Blaðsíða 10

Réttur - 01.08.1985, Blaðsíða 10
ið. í samanburði við ógnina sem af því stendur, þá er munurinn á auðræði Ron- alds Reagans og alræði Kremlarklíkunnar varla umtalsverður. Þess vegna ber okkur að láta ganga fyrir að benda á ógnina og berjast á móti auknum vígbúnaði stór- veldanna. Raddir íslendinga þurfa að heyrast í sérhverjum kór sem hrópar á frið og andmælir atómstríði. Hver sem er getur látið til sín heyra. Það sönnuðu Langnesingar um daginn. Raunhæfast og líklegast til að bera árangur er að reyna að hafa áhrif á risa- veldin. Skora á þau að semja um að fækka atómvopnum. Gera þeim báðum jafn hátt undir höfði, senda þeim sam- hljóða ávörp. Sú afstaða er gæfulegri en að gefa sig á vald vígbúnaðaræsingnum. í þá veru var friðarkeðjan mikla í Reykjavík, þegar fólk hópaðist hönd í hönd og myndaði lif- andi band milli aðsetra sendiráða stór- veldanna. Ámóta táknrænir atburðir þyrftu að vera árlegir, helst oftar, eða í hvert sinn sem kveikja finnst að fjær eða nær. Viðbót árið 1985 Komið var nýtt sumar, 1985,'þegar góðkunningi minn sá þetta ávarp. Þótti honum það bera aldurinn ekki illa og vildi greiða götu þess. Síðan það var samið hefur komið á daginn að æðstu valds- menn Bandaríkjanna hafa haft í gildi standandi heimild til að flytja 48 kjarn- orku-djúpsprengjur til íslands, án beinn- ar vitundar hvað þá samþykkis stjórnar íslands. Þegar William Arkin sýndi þessi skjöl hér, reyndi á hvernig menn brugð- ust við. Geir Hallgrímsson Bilderberg fé- lagi sagði bara: „Eg trúi því ansann ekki á hann Ríkan minn (Reagan) að hann svíki VAR.NARSAMNINGINN. “!!! Þar með var hann búinn að gefa utanríkisráð- herra Reagans tóninn, fékk enda það svar sem hann vildi helst heyra. Bágt er til þess að vita, að ekki skyldi vera ögn hærra risið á utanríkisráðherra íslands, en þá reyndist á honum Geiri Hallgríms- syni. Öðruvísi tóku þeir á málum Kan- adamenn, þegar William Arkin færði þeim heirn sanninn um samskonar atferli Bandaríkjaforseta gagnvart Kanada- stjórn. Síðan þessu var Ijóstrað upp um atóm- djúpsprengjurnar, liggur í augum uppi, að ameríska hugsjónin hér er tilbúin að taka við þeim hvenær sem er. Eins liggur í augum uppi hver ógn voflr yflr lífínu í sjónum, ekki síður en á landi. William Arkin hefur staðfest til hlítar hvers eðlis herstöðvar Bandaríkjamanna hér eru, að ísland er hertekið. Feluslæður „VARN- ARSAMN1NGSINS“, urðu gagnsæjar með öllu fyrir atbeina hans. Þetta kom okkur herstöðvaandstæð- ingum ekki á óvart. Þetta var viðbúið eft- ir eðli málsins. En línurnar hafa skýrst stórum og ekki er unnt að loka augunum lengur. 138

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.