Réttur


Réttur - 01.08.1985, Síða 28

Réttur - 01.08.1985, Síða 28
ur. Kommúnistaflokkurinn, sem yfirleitt var lýstur ólöglegur, starfaði í skjóli sam- fylkingarhreyfingarinnar, Þjóðlega lýð- ræðisbandalagsins, sem fylkti landbúnað- ar- og iðnaðarverkamönnum um umbóta- kröfur. Kosningarnar árin 1972 og 1974 ein- kenndust af kosningasvindli. Fulltrúi stjórnarandstöðunnar árið 1972 var tek- inn höndum, þegar hann hafði sigrað í kosningunum, og vísað úr landi. Endurnýjun á vinstri væng Byltingin á Kúbu varð hvati nýrra vinstri- hreyfinga, sem töldu að valdastéttin léti aldrei völd sín af hendi ótilneydd, og að þar með væri sú umbótasinnaða sam- vinna, sem hinir gömlu róttæku flokkar ástunduðu, röng leið. Árið 1969 kom til hins svokallaða „knattspyrnustríðs" gegn Hondúras. Landsleikur í knattspyrnu milli landanna hleypti stríðinu af stað, en að baki lá allt annað en sá „suðræni blóðhiti“ sem heims- pressan gaf sem skýringu á átökunum. Iðnvæðingin í E1 Salvador hafði í för með sér að grannríkið varð mikilvægur út- flutningsmarkaður, en það hafði svo aftur í för með sér að innlend framleiðsla í Hondúras fór halloka í samkeppninni. Fjöldi fátækra landbúnaðarverkamanna hafði einnig flutt úr landi til óræktaðra svæða í Hondúras. Þegar ríkisstjórn Hondúras ákvað að stöðva fólksstraum- inn frá E1 Salvador og koma á innflutn- ingshöftum, skarst í odda milli landanna og stríðið braust út. í stríðinu studdu kommúnistaflokkarn- ir í E1 Salvador og Hondúras hvor um sig „sína“ ríkisstjórn. Við þetta skerptust andstæðurnar í kommúnistaflokki E1 Sal- vador, róttækur minni hluti klauf sig út úr flokknum árið 1970 og stofnaði FPL (Frelsissveitir alþýðu). Tveim árum síðar stofnuðu róttækir hópar, einkum úr kristilegum demókrötum ERP (Bylting- arher alþýðu). Árið 1975 bættist svo RN (Þjóðarandspyrnan), klofningsarmur úr ERP, í hópinn, og árið 1976 PRTC (Bylt- ingarflokkur verkamanna Mið-Ameríku). Öll þessi samtök sökuðu kommúnista- flokkinn um að hafa svikið byltingarhug- sjónina, en hann sakaði þau á móti um „vinstri“-ævintýramennsku. Harðar deil- ur áttu sér einnig stað innan einstakra samtaka og á milli þeirra og öfgar og ævintýramennska lét vissulega á sér kræla, og leiddi þetta jafnvel til vopnaðra átaka milli þeirra. í forustu allra þessara samtaka voru stúdentar og menntamenn, sem voru undir miklum áhrifum frá þeim straumum, sem þá gengu yfir Evrópu. Alþýðufylgi Vegna hinnar vaxandi kúgunar á 8. ára- tugnum náðu þessi samtök verulegum ítökum meðal alþýðu. Þetta kom einkum fram í þeim fjöldahreyfingum sem sam- tökin, hver um sig, mynduðu. Auk vopn- aðra sveita og fjöldahreyfinga höfðu þær pólitíska og hernaðarlega arma sem stjórnuðu starfi þeirra. Byltingarsigurinn í Nícaragúa í júlí 1979 hafði í för með sér örari þróun í E1 Salvador. í október það ár var einræðis- herranum Humberto Romero steypt af stóli og hópur ungra herforingja undir forustu Adolfo Majano greip völdin. í herforingjastjórninni var að finna ýmis framsækin öfl, en einnig arm úr hernum og annan frá iðnaðarauðvaldinu, sem gerðu sér grein fyrir nauðsyn umbóta til að fyrirbyggja byltingu. Bæði sósíaldemó- kratar og kommúnistar samþykktu þessa nýju stjórn, kratarnir.áttu meira að segja sæti í henni. 156

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.