Réttur


Réttur - 01.08.1985, Blaðsíða 37

Réttur - 01.08.1985, Blaðsíða 37
 Síðan hefja þeir Baldvin Einarsson og Jón Sigurðsson þá frelsisbaráttu, er eigi linnti fyrr en fullur sigur vannst á danska veldinu 1944. Allar frönsku byltingarnar vekja frelsis- baráttu á íslandi: Júlíbyltingin 1830: Baldvin Einarsson: „Ármann á Alþingi“. — „Fjölnir“ 1835 og áfram. Febrúarbyltingin 1848: Jón Sigurðsson: „Flugvekja til íslendinga“ 1848. — Gísli Brynjólfsson: Norðurfari 1848-49. — Norðurreið Skagfirðinga 1849. — Þjóð- fundurinn 1951. Jón Sigurðsson fór ekki dult með hve lítt væri á yfirstéttina að treysta í þeirri baráttu. í bréfinu til Gísla Hjálmarssonar ó. sept. 1856 segir hann berum orðum: Eigi sé hægt að reiða sig á embættis- mennina „síst þá sem eru í æðri stöðum. Þeir álíta sig selda og eru það.“ — „Þeir eru góðir að vaka yfir anncienniteti sjálfra sín, en ekki yfir réttindum þjóðar- innar.“ — „Mér finnst nú allt benda til þess, að alþýðan á íslandi sé það eina, sem megi fá vit úr og kenna vit.“ Og það sýndi sig, er í harðbakkann sló '908 undir forustu Skúla og Björns að það var alþýðan, sem bjargaði málstaðn- um og felldi „uppkastið“ í fyrsta skipti er hún naut leynilegs, almenns kosningarétt- ar og hafði kjörstað í hverjum hrepp. Þarmeð var mögulegt að stíga stóru sporin til endanlegs afnáms danska valds- 'ns 1918 og 1944. En það má aldrei gleymast hvað yfir- stéttarsvikin við sjálfstæði lansins kost- uðu þjóðina í fórnum og þjáningum öldum saman og harðri frelsisbaráttu. Síst má það gleymast nú, er yfirstéttar- svikin við sjálfstæði þjóðarinnar endur- 'aka sig á miklu hærra og hættulegra stigi. '^ísL Wntift iiii liibitssljiivii' ; iM isni/l*. : i\i ilni'tí i’áiiiimtiiiiio „Lifí þjóðfrelsið, lifí félagsskapur og samtök, og drepist kúgunarvaldið.“ „Skagfírskir bændur hrópa við amtmannssetrið á Möðruvöllum 1849“ SKÝRINGAR: 1 hcim, sem vilja lesa nánar um þessi atriði, skal bent á greinina „Átök aldanna um félaga Jesús og frumkristninnar boðskap" í „Rétti" 1979, bls. 9-42. 2 Tilvitnanirnar eru út „íslands glaðværð" 1795. „Lúðra" merkir að ganga sneypulegur, — og „borgir" merkir hér „kastalar". 165

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.