Réttur


Réttur - 01.08.1985, Blaðsíða 38

Réttur - 01.08.1985, Blaðsíða 38
KVENNASTARF í ALPÝÐUBANDALAGINU: „Bæði konur og sósíalistar“ „Það markaði straumhvörf í starti kvenna í Alþýðubandalaginu þegar konur á flokksráðsfundi fyrir nokkrum árum ákváðu að „taka að sér“ málin, sem karl- ar vanræktu. Þetta voru hin klassísku kvenlegu: Dagvistun, launamisrétti, fæð- ingarorlof, tvöfalt vinnuálag kvenna... Fram að þessu höfðum við talið óeðlilegt að verkaskipting heimilanna og vinnu- markaðarins endurspeglaðist í stjórnmála- störfum á þann hátt, að konur bæru ábyrgð á ákveðnum málum meðan karlar tjölluðu um önnur og við stofnun tlokks- ins var talið, að sérstakt kvennastarf eða kvenfélag innan hans vébanda væri tíma- skekkja, enda fullt jafnrétti félaganna ríkjandi. Hér með var hinsvegar viður- kennt, að kvennapólitísk barátta innan llokks sem utan væri nauðsyn. Þessi niðurstaða endurspeglaði vaknandi vit- und kvenna í Hokknum um að staða þeirra væri ekki alveg sú sama og karl- anna, þótt í sósíalískum llokki væri. Ekki aðeins að því levti, að þau málefni, sem þær margar bæru mest fyrir brjósti væru ekki höfð á oddinum hjá körlum, heldur einnig, að til kvenna væri ekki borið nægilegt traust í raun, ekki heldur til að herjast fyrir öðrum, — sameiginlegum — málum, né í álirifastöður yfirleitt. Um þessar mundir áttu sér stað á vett- vangi AB miklar umræður um kvenfrelsi og stöðu kvenna. Stuttu seinna voru Kvennaframboðið og síðar Kvennalistinn sett á laggirnar. Margar konur, sem fylgt höfðu AB að málum, gengu til liðs við þessa nýju llokka og fundu sér þar poli- tískan vettvang og margar okkar hinna. \ bæklingi þessum er aö linna samantekt nokkurra málaflokka sem konur í AB leggja áherslu á. Hann íæst á skrifstof'u flokksins, Hverfisgötu 105. STJÓRNMÁL OG KVENNABARÁTTA ÞETTA VILJUM VIÐ 166

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.