Réttur


Réttur - 01.01.1986, Blaðsíða 6

Réttur - 01.01.1986, Blaðsíða 6
Það fara gífurlegir fjármunir í þau mál, sem framkvæmdaráð fjallaði um. I fjár- hagsáætlun fyrir árið 1986 eru það um 800 milljónir, og nú fær enginn óbreyttur borgarfulltrúi að skoða hvað á bak við þessar tölur býr fyrr en kemur að afgreiðslu fjárhagsáætlunar í borgarstjórn, og jafn- vel þá er ekki haft svo mikið við að sýna borgarfulltrúum á korti hvaða götur og holræsi á að leggja. Það var nánast fyrir tilviljun að borgarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins komust að því, að á þessu ári á m.a. að gefa Iðngörðum 6 milljónir mcð því að greiða kostnað við götu sem því fyrirtæki ber að sjá um. Næsta atlaga aö lýðræöinu var gerð 15. júlí, en þá var ákveðið að fækka borgar- fulltrúum úr 21 í 15 og 20. des. 1984 var síðan ákveðið að fækka fulltrúum í nefnd- um borgarinnar. Fimm skyldu nægja þar sem sjö voru áður. Tillögur okkar Alþýðubandalagsmanna hafa löngum verið á annan veg. Við stóð- um að fjölgun borgarfulltrúa í 21, og reynslan hefur sýnt að það veitir ekki af þessum fjölda til að endurspegia flokka og skoðanahópa í borginni. Það hafa ver- ið níu andstæðingar Sjálfstæðismanna í borgarstjórn til að túlka önnur viðhorf og hafa vökul augu á stjórn meirihlutans og embættismanna hans. Hugmyndir okkar um borgarlýðræði hafa að sjálfsögðu náð lengra en til fjölda borgarfulltrúa. Við höfum lagt til að stjórnin verði færð nær fólkinu með því að kosnar yrðu hverfa- nefndir, sem yrðu málsvarar hverfisbúa og gætu m.a. haft með ýmsar fram- kvæmdir í hverfinu að gera. A vinstri- stjórnarárum í borgarstjórn lögðum við fram eftirfarandi tillögu: Eftir hverjar borgarstjórnarkosningar boði borgarstjórn til borgarafunda í hverj'- um borgarinnar og verði þar kosnar hverfanefndir, er verði málsvarar hverfis- búa gagnvart borgarstjórn. Við afmörkun hverfa skal tekið tillit til byggðarlegrar afmörkunar, skólahverfa, heilsugœsluhverfa og félagslegrar að- stöðu. Kosningu hverfanefnda skal lokiðfimm mánuðum eftir borgarstjórnarkosningar. Hverfanefndir eiga rétt á að senda full- trúa á fund borgarráðs með mál sem þær óska að verði tekið til afgreiðslu í borgar- sljórn. Rorgarstjórn ber að leita umsagnar hverfanefnda um mál er varða hverfið sér- staklega. Hverfanefndir standi a. m.k. árlega fyrir borgarafundum innan hverfanna þar sem borgarstjórn og embættismenn borgarinn- ar mœti til að gera grein fyrir málum er varða hverfið. Borgarstjórn ákveði fjár- veitingar til hverfanefnda sem þœr geta varið til félagslegrar starfsemi eða fram- kvœmda á eigin vegum eða til að styrkja almenn samtök hverfisbúa, svo sem fram- farafélög eða Joreldrafélög við skóla í hverfinu. I borgarstjórn náði þessi tillaga ekki fram að ganga. Samstarfsflokkar okkar veittu henni ekki brautargengi og Sjálf- stæðismenn voru á móti eins og vænta mátti. Á fundi borgarstjórnar 20. des. 1984 var fjallað um stjórnkerfisbreytingar og þá lögðu fulltrúar Alþýðubandalagsins aftur fram tillögur um hverfastjórnir. í ársbyrjun 1984 könnuðum við undirtektir Sjálfstæðismanna við eftirfarandi tillögu um hverfafélög, en þegar hún var flutt var verið að afgreiða fjárhagsáætlun. Skjót viðbrögð borgarbúa og sá mikli fjöldi ábendinga og tillagna, sem bárust við auglýsingu borgarstjóra í nóvember s.l. um nauðsynlegar framkvæmdir og 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.