Réttur - 01.01.1986, Blaðsíða 11
inu, og þar með hefur borgarsjóður getað
sparað fé.
Það hefur staðið árleg rimma milli Al-
þýðubandalags og Sjálfstæðismanna um
þessi mál í borgarstjórn og niðurstaða
Sjálfstæðismanna hefur hverju sinni orðið
að fresta kerfisbreytingu eitt ár í viðbót.
Um byggingar er það að segja, að eng-
in nýbygging hefur risið og framlag til
nýbygginga á þessu ári er 4Vi milljón. Að
mestu er lokið breytingum á fyrrverandi
húsnæði Hitaveitunnar í Drápuhlíð fyrir
ærinn pening, og þar verður vonandi rek-
in heilsugæslustöð þó að húsnæðið sé ekki
eins og best verður á kosið.
Svona fór með fyrirheitið um eina heilsu-
gæslustöð á ári.
Nú sækja læknar nokkuð á að fá að
reka heilsugæslustöðvar sjálfir, og þeir
fara fram á að borgin hjálpi þeim við að
fá rekstrarfé frá ríkinu. Viðbrögð ríkis-
stjórnar eru óþekkt, þegar þetta er skrif-
að en eitt er víst að með einhverjum hætti
mun almenningur standa undir fyrirhug-
uðum einkarekstri.
Byggingasaga B-álmu Borgarspítalans
sem ætluð er öldruðum sjúklingum hefur
orðið dapurleg á þessu kjörtímabili, og
nú árið 1986 ætlar borgin ekki að verja
nema 500 þúsund krónum í þessa miklu
framkvæmd. Við afgreiðslu fjárhagsáætl-
unar lögðu borgarfulltrúar Alþýðubanda-
lagsins fram eftirfarandi tillögu:
Byggingarframkvœmdir við B-álmu
Borgarspítalans voru litlar árið 1985 og
ntunu svo til stöðvast á árinu 1986. Mciri-
hluti alþingismanna lét sér sœma að skera
niður fjárveilingu til þessarar sjúkrastofn-
l<nar aldraðra niður í kr. 3 milljónir.
Skylduframlag borgarinnar á móti svo
rýru framlagi ríkisins er aðeins kr. 530
þúsund.
Pó að til sé samningur milli ríkis og
Reykjavíkurborgar frá 12. apríl 1984, þar
sem gert er ráð fyrir að stefna að verklok-
um við B-álmuna 1986, hefur meirihlutan-
um í borgarstjórn mistekist að fá fé úr
ríkissjóði til að halda áfram við bygging-
una með sama krafti og gert var eftir að
markvissar framkvœmdir hófust á síðasta
kjörtímabili.
Nú er svo komið, að óhjákvœmilegt er,
að borgin leggi fram fé umfram laga-
skyldu á árinu 1986 til þess að firra spítal-
ann vandrœðum vegna þeirrar starfsemi,
sem þegar er komin í húsið. Sjúkradeildir
eru komnar á 5. og 6. hæð og sjúkraþjálf-
un er að komast í gagnið á 1. hœð, en eng-
in lyfta er í álmunni.
Borgarstjórn samþykkir því sérstaka
fjárveitingu, að upphæð 7.2 milljónir, til
að kaupa lyftur í húsið og koma þeim
upp.
Um þessa tillögu bókuðu Sjálfstæðis-
menn. „Tillaga um framlag til lyftu á
þessu ári er sýndartillaga og yfirboð og
ekki ástæða til að styðja þá tillögu“.
Málefni barna — málefni aldraðra
Börnin
Fyrri hluta kjörtímabilsins voru fram-
kvæmdir við dagvistarstofnanir í algeru
lágmarki, en eftir mikinn eftirrekstur
minnihlutaflokkanna hafa Sjálfstæðis-
menn hert róðurinn síðari árin. Það er
ekki vænlegt að leggja út í kosningar
nema nokkur bragabót sé gerð í þessum
efnum. En það þarf mikið til að vinna
upp vanræksluna. Okkar tillaga við af-
greiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 1986
var á þessa leið:
11