Réttur


Réttur - 01.01.1986, Blaðsíða 4

Réttur - 01.01.1986, Blaðsíða 4
sér oft ekki grein fyrir því hvílík úrslita- áhrif einstakir menn, góðum og miklum hæfileikum gæddir, geta haft á þróun þjóða og landa á örlagastundum. Ég hef spurt marga rússneska kommúnista að því hvort þeir álitu að sósíalíska byltingin hefði orðið þar í landi, ef Lenin hefði ver- ið drepinn sumarið 1917. Flestir þeirra hafa sagt nei. Við getum ekki sagt fyrir hver breyting hefði orðið á stefnu sósíalista í Evrópu, ef Jean Jaures, leiðtogi franskra sósíalista, hefði ekki verið myrtur rétt fyrir stríðs- byrjun 1914, — hver þróun hefði orðið á hreyfingu kommúnista í Vestur-Evrópu, ef Rósa Luxemburg og Karl Liebknecht hefðu ekki verið myrt 1919 og Gramsei, foringi ítalskra kommúnista, hnepptur í fangelsi af Mussolini og raunverulega ver- ið deyddur. Við vitum ekki hverju það hefði getað breytt í alþjóðaþróun, ef einhver besti og vitrasti stjórnskörungur þessarar aldar, Chou En-lai, hefði getað lifað lengur. Enn er ómögulegt að segja hver áhrif það hefði haft, hefði Roosevelt Banda- ríkjaforseti lifað það lengi að honum hefði tekist að marka friðarstefnu í stað stríðstefnunnar, — eða hvort Kennedy forseti hefði markað nýja stefnu í utan- ríkismálum Bandaríkjanna, ef hann hefði ekki verið myrtur 1963, máske að undir- lagi CIA? Pað hefur verið aðalsmerki sumra for- ingja sænskra sósíaldemokrata að láta upphefð í foringjasæti ekki stíga sér til höfuðs, heldur t.d. eins og Erlander búið áfram í sömu leiguíbúðum og áður. Er það ólíkt þeim smámennum, sem oft af tómri framagirni troða sér áfram í slíkum flokkum til að öðlast embætti og völd og berast síðan mikið á, en gleyma alveg hugsjón þeirri, sem flokkurinn var stofn- aður til að vinna fyrir. Vonandi rísa þeir menn, sem nú taka við arfi Olofs Palme í sænska sósíaldemo- krataflokknum undir því hlutverki sem menn er slíkan sess skipa gætu unnið þjóð sinni og mannkyni öllu. Það er ekki aðeins sænska þjóðin, sem hefur misst sinn mesta leiðtoga, heldur mannkynið allt, sem misst hefur eitt af sínum fáu mikilmennum og það á örlaga- stundu, þegar oltið getur á lífi eða dauða mannkynsins hverjir móta framtíðina. EINAR OLGEIRSSON 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.