Réttur


Réttur - 01.01.1986, Blaðsíða 57

Réttur - 01.01.1986, Blaðsíða 57
Líklega hefur þetta átt að vera til skjóls. Menn undruðust hvernig hún fór að því að lifa í þessum gisna timburskúr, óupp- hituðum. Menn spurðu stundum: Er ekki ansi kalt í skúrnum þínum, Bjagga mín? Vantar þig ekki kol? Á ég ekki að gefa þér kolablað? — Nei, Bjagga gamla sagði að það væri ekki neitt kalt. Hún ætti nóg í eldinn. Ef hún var spurð hvar hún hefði fengið eldsneyti, þá fór hún undan í flæmingi. — Það þýddi eiginlega ekki að spyrja hana Bjöggu að neinu. Hún hafði eitthvert undarlegt lag á að fara undan í flæmingi, svo ekkert var á svörum hennar að græða. — Hvort hún var greind eða ógreind, var eiginlega ekki gott að segja. Hún var svo ótrúlega lokuð og innbyrgð. Ef menn spurðu hana t.d. hvað hún væri gömul, sagði hún venjulega: „Ég er orðin ansi gömul.“ Ef spurt var: „Ertu orðin sjötug?“, sagði hún: „Já, já, ég er orðin sjötug.“ Hún svaraði á sama hátt, þótt spurt væri hvort hún væri orðin sextug. Ég hygg hún hafi vel vitað hve gömul hún var. Hitt var annað mál, að henni fannst að fólk varðaði ekki neitt um þetta. Það kæmi henni einni við. — Ef menn ætluðu að grennslast eitthvað um lífshlaup hennar, var það alveg eins. Ef spurt var hvar hún hefði alist upp, svaraði hún venjulega: „Ég ólst upp í sveit.“ Hvar? Langt í burtu. Já, hvar hún hefði verið? „Ég hef verið víða.“ Varstu inni í Djúpi? „Já, ég var þar lengi. Ég var þar ansi lengi,“ sem sagt. Bjagga gerði sig að hálfgerðum kjána til að komast hjá nær- göngulum spurningum. Hún vildi aldrei láta spyrja sig að neinu, sem snerti hana sjálfa. Um fortíð sína var hún þögul eins °g gröfin. Stundum gátu hrokkið út úr henni meinlegar setningar, sem bentu til all- Bjagga að bera vatnio. góðrar greindar. Það gat komið fyrir að hún Bjagga yrði heiftúðug, einkum ef krakkarnir urðu of nærgöngulir við kof- | ann hennar á síðkvöldum og voru að kíkja á gluggann hjá henni. Annars var hún dagfarsprúð. Þannig var nú lífið hennar Bjöggu görnlu. — Á sífelldu ferðalagi með vatns- föturnar og berann — burðartréð. Þau áhöld skildi hún aldrei við sig, — en þeim tækjum mátti hún síst án vera. Ár eftir ár kom hún inn í sömu húsin, skilaði sama vatnsskammtinum, drakk sinn kaffiskammt og talaði við sama fólkið. — Þrátt fyrir löng kynni þekkti fólkið hana sáralítið, — vissi nánast sára- lítið hvað drifið hafði á daga þessarar 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.