Réttur


Réttur - 01.01.1986, Blaðsíða 7

Réttur - 01.01.1986, Blaðsíða 7
önnur úrlausnarefni í einstökum hverfum borgarinnar, sýna, að mikill áhugi er meðal borgarbúa fyrir framfaramálum í hverfwn sínum og borginni almennt. Pví samþykkir borgarstjórn að auka samskipti borgaryfirvalda við hverfasamtök og hyggst gera það með því að: 1. a) Beita sérfyrir stofnun hverfafélaga (framfarafélaga) t þeim hverfum, þar sem engin slík félög eru nú starfandi. b) Með því að leita umsagnar hverfa- félaga um þá málaflokka, sem Itafa bein áhrif á hverfið, áður en hún rœður þeim til lykta. c) Með fjárstuðningi við hverfafélög vegna þeirrar starfsemi, semfélög- in hafa með höndum. 2. Verja nú þegar kr. 5 millj. til þeirra verkefna, sem foreldrafélög, foreldra- og kennarafélög, framfarafélög og íbúasamtök hafa óskað eftir að fram- kvœmd verði í hverfum sínum á þessu ári. Borgarráð skal ráðstafa þessari upp- hœð t samráði við félögin. Þessi fjárveiting skal koma sem viðbót við það, sem gert er ráð fyrir á fjár- hagsáœtlun til svipaðra verkefna. Þrátt i'yrir aðdáun Sjálfstæðismanna á ..frjálsum félagasamtökum“ studdu þeir ekki þessa tillögu. Fjármálastjórnin Þegar kom að fyrstu fjárhagsáætlun hins endurnýjaða sjálfstæðismeirihluta í árslok 1982 var hart í ári hjá borgarsjóði. Davíð hafði þó efni á því að gefa 20 mill- jónir í afslátt á fasteignagjöldum. Venjii- legur íbúðareigandi fékk kr. 500 í sinn hlut en sá sem átti vænt einbýlishús finiin- falda þá upphæð. Á móti þessari tekju- lækkun nældi síðan Davíð í rr.eira en 40 milljónir með því að hækka alls konar þjónustugjöld langt umfram verðbólgu. Á þetta bentum við borgarfulltrúar Al- þýðubandalagsins rækilega. IVIest var lagt á þá sem ferðast með SVR en fargjöld þar voru hækkuð um 45%. Vænar fúlgur voru hirtar af Rafmagnsveitu og Hitaveitu í borgarsjóð. Gjald var lagt á börn á gæslu- völlum, og þannig var áformað að ná í 2Vi milljón. Hálfa milljón átti að sækja í vasa þeirra sem fá sér bækur að lesa á Borgar- bókasafni, og af sundlaugagestmn átti að hirða röska milljón. Fjárhagur borgarinnar stóð þó illa allt árið 1983 ekki síst vegna þess að Davíð kepptist við að gera miklu fleiri lóðir í Grafarvogi byggingahæfar en nokkur þörf var á. Þegar metnaðarmál átti í hlut var ekki verið með áhyggjur af afkomu borg- arsjóðs. Borgarsjóður tók síðan að græða ótæpi- lega á kjaraskerðingu ríkisstjórnarinnar og minnkandi verðbólgu og fjárhagurinn stóð í blóma fram á árið 1985, en þá krcppti að og borgarsjóður tók að safna skuldum. Nú fór að hilla undir kosningar og þá varð framkvæmdagleðin að fá að ráða ríkjum, líka í þeim málaflokkum, sem vanræktir höfðu verið til þessa. í bókun við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 1986 bentu borgarfulltrúar Alþýðubanda- lags. Alþýðuflokks og Framsóknarflokks á að skuld borgarsjóðs við Landsbankann hefði hækkað um 150 milljónir á árinu 1985 úr 18 milljónum í 167 milljónir, og borgarsjóður hefði auk þess safnað drjúg- um skuldum hjá öðrum aðilum. Um síð- ustu áramót skuldaði borgarsjóður 13 stofnunum, sjóðum og fyrirtækjum á veg- um borgarinnar samtals uni 250 milljónir. Það þarf greinilega mikið fjárhagslegt góðæri til þess að Davíð geti haldið 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.