Réttur


Réttur - 01.01.1986, Blaðsíða 38

Réttur - 01.01.1986, Blaðsíða 38
Harðstj órnarleppar Bandaríkj anna falla og flýja land Haiti Saga Haiti er saga langrar og erfiðrar frelsisbaráttu. Strax og frelsisvindar frönsku bylting- arinnar 1789 bárust yfir hafið, hófu kúg- aðir blökkumenn Haiti 1791 uppreisn undir forustu Toussaint L’Ouverture, sem stefndi að frelsi eyjarinnar undan frönsk- um yfirráðum. En Napoleon tókst að lokka hann um borð í franskt skip og hann dó í frönsku fangelsi. En frelsisbar- áttan hélt áfram og 1804 var Haiti lýst lýðveldi. Gekk síðan á ýmsu og 1843 klofnar eyjan stjórnarfarslega og í austur- hlutanum er ríkið Santo Domingo myndað, en vesturhlutinn ber áfram heit- ið Haiti. Stundum var þar keisaradæmi, stundum lýðveldi og borgarastríð tíð. í byrjun 20. aldar tók svo fyrst National City Bank í New York að ná fjárhags- legum ítökum á Haiti 1915 og síðan tók flotamálaráðuneyti Bandaríkjanna við með því að ráðast inn í ríkisbanka Haiti og ræna fjársjóðnum þar, hálfri milljón dollara og flytja til New York. Síðan hófst 27. júlí 1915 „uppreisn“, skipulögð af Bandaríkjamönnum, voru pólitískir fangar skotnir og forsetinn Guillaume myrtur. Bandarísk flotadeild réðst nú inn á eyjuna og nýr forseti var valinn, þægur Bandaríkjunum í hinu hernumda „lýð- veldi“. Síðan voru þvingaðir fram þeir samningar, er Bandaríkjastjórn óskaði. þótt þing og forseti streyttust fyrst á móti. (Við íslendingar þekkjum þetta fyrir- brigði.) Síðan hefur landið verið hersetið af bandarískum her og þúsundir Haiti- búa verið drepnir, ef til óeirða kom. Efnahagslega komst Haiti alveg undii yfirráð bandarískra banka. Enn versnaði hið illa ástand á eyjunni síðustu 20 árin er harðstjórinn gamli og síðan sonur hans Jean-Claude Duvalier, kallaður Baby Doc, juku blóðuga harð- stjórnina sem bandarískir leppar. Haiti varð eitthvert fátækasta land í heimi. Of- sóknirnar voru ægilegar. Tugþúsundum saman reyndu fátækir Haiti-búar að fl.ýja land á bátum, mest yfir til Florida. En þar var þessum flóttamönnum ýmist stungið í fangelsi eða sendir til baka undir öxi bandarísku leppanna. Nú loks í byrjun þessa árs reis fólkið upp gegn harðstjóranum, er varð að flýja land, — tii að byrja með til Frakklands. En hann mun ekki skorta fé, þótt ekkert ríki vilji vera þekkt fyrir að veita honum landvist. Miklu af þeirri „efnahagsað- stoð“, er Bandaríkin veittu Haiti, hafa þeir félagar stolið og geyma í öruggum bönkum. En Bandaríkjastjórn vill auðvit- að sem minnst vita af leppum sínum, þeg- ar ekkert gagn er að þeim lengur. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.