Réttur


Réttur - 01.01.1986, Page 38

Réttur - 01.01.1986, Page 38
Harðstj órnarleppar Bandaríkj anna falla og flýja land Haiti Saga Haiti er saga langrar og erfiðrar frelsisbaráttu. Strax og frelsisvindar frönsku bylting- arinnar 1789 bárust yfir hafið, hófu kúg- aðir blökkumenn Haiti 1791 uppreisn undir forustu Toussaint L’Ouverture, sem stefndi að frelsi eyjarinnar undan frönsk- um yfirráðum. En Napoleon tókst að lokka hann um borð í franskt skip og hann dó í frönsku fangelsi. En frelsisbar- áttan hélt áfram og 1804 var Haiti lýst lýðveldi. Gekk síðan á ýmsu og 1843 klofnar eyjan stjórnarfarslega og í austur- hlutanum er ríkið Santo Domingo myndað, en vesturhlutinn ber áfram heit- ið Haiti. Stundum var þar keisaradæmi, stundum lýðveldi og borgarastríð tíð. í byrjun 20. aldar tók svo fyrst National City Bank í New York að ná fjárhags- legum ítökum á Haiti 1915 og síðan tók flotamálaráðuneyti Bandaríkjanna við með því að ráðast inn í ríkisbanka Haiti og ræna fjársjóðnum þar, hálfri milljón dollara og flytja til New York. Síðan hófst 27. júlí 1915 „uppreisn“, skipulögð af Bandaríkjamönnum, voru pólitískir fangar skotnir og forsetinn Guillaume myrtur. Bandarísk flotadeild réðst nú inn á eyjuna og nýr forseti var valinn, þægur Bandaríkjunum í hinu hernumda „lýð- veldi“. Síðan voru þvingaðir fram þeir samningar, er Bandaríkjastjórn óskaði. þótt þing og forseti streyttust fyrst á móti. (Við íslendingar þekkjum þetta fyrir- brigði.) Síðan hefur landið verið hersetið af bandarískum her og þúsundir Haiti- búa verið drepnir, ef til óeirða kom. Efnahagslega komst Haiti alveg undii yfirráð bandarískra banka. Enn versnaði hið illa ástand á eyjunni síðustu 20 árin er harðstjórinn gamli og síðan sonur hans Jean-Claude Duvalier, kallaður Baby Doc, juku blóðuga harð- stjórnina sem bandarískir leppar. Haiti varð eitthvert fátækasta land í heimi. Of- sóknirnar voru ægilegar. Tugþúsundum saman reyndu fátækir Haiti-búar að fl.ýja land á bátum, mest yfir til Florida. En þar var þessum flóttamönnum ýmist stungið í fangelsi eða sendir til baka undir öxi bandarísku leppanna. Nú loks í byrjun þessa árs reis fólkið upp gegn harðstjóranum, er varð að flýja land, — tii að byrja með til Frakklands. En hann mun ekki skorta fé, þótt ekkert ríki vilji vera þekkt fyrir að veita honum landvist. Miklu af þeirri „efnahagsað- stoð“, er Bandaríkin veittu Haiti, hafa þeir félagar stolið og geyma í öruggum bönkum. En Bandaríkjastjórn vill auðvit- að sem minnst vita af leppum sínum, þeg- ar ekkert gagn er að þeim lengur. 38

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.