Réttur


Réttur - 01.01.1986, Blaðsíða 36

Réttur - 01.01.1986, Blaðsíða 36
Drottnunaráform bandaríska hervaldsins Að koma upp forrfkri auðmannastétt á Islandi, er ætti allt sitt bandarísku hervaldi að þakka, — og væri því undirgefin og vildi tryggja völd bandaríska auðvaldsins yfír íslenskri þjóð. Pessi „draumur46 Kanans hefur ræst. Þegar „Marshalláætluninu var fram- kvæmd hvaö ísland snerti eftir 1948, var ætlun bandaríska auövaldsins sú að stór- iðja eins og sementsverksmiðjan og áburðarverksmiðjan skyldu vera eign ein- staklinga og þannig kæmi hér upp forríkt auðvald, er ætíi allt sitt handarísku auð- valdi að þakka og þjónaði því í hvívetna. Þetta mistókst, þó löng yrðu átökin um áburðarverksmiðjuna, sem fyrr var rakið hér. Þá voru m.a.s. í Sjálfstæöisflokki menn eins og Olafur Thors og ýmsir fleiri, sem vildu að þjóðin ætti sjálf sín fyrirtæki, — þótt mi þyki vissum for- ingjum þess flokks girnilegast að láta greipar sópa um ýmsar eignir ríkis og hæja og færa vildarvinum á silfurdiski. Hermangarastéttin En nú hefur Kaninn fundið upp aðra aðferð, sem tekist hefur: Hann lætur fyrirtæki ýmissa helstu Ihalds- og Framsóknarforkólfa græða svo gífurlega á „Aðalverktökum hf.“ að þeg- ar er með félagi því risin upp nýrík yfir- stétt á Islandi, rikari cn hér hefur verið nokkru sinni fyrr og voldugri hvenær sem hún vill beita valdi sínu. Og hún er eðli- lega hervaldinu eftirlát, því hún á allan auð sinn og gróðavon framtíðar hernum og hernámi og niðurlægingu Islands að þakka. Svo er sagt að „Aðalverktakar hf“ eigi nú upp undir eitt þúsund mijónir króna inn á hinum ýinsu bönkum landsins, nema Alþýðubankanum, og fái þaraf hina háu vexti og öðlist um leið viss tök á þessum bönkum. — Og ekki er þetta allur auður „Aðalverktaka hf“. Þeir eiga þar að auki „Watergate" á Ártúnshöfða og fleira og líklega einhverjar dollarafúlg- ur vestan hafs. Þessi nýríka hermangarastétt hefur auðvitað hag af því að viðhalda hér háum vöxtum, þótt þorri landsmanna sé að kikna undan því fargi. Það er rétt fyrir hvern íslending að íhuga hvernig komið er hinum raunveru- legu völdum í þessu landi, þegar þessi gerbreyting er á orðin og það almenna ástand bjargálna horfið, er ríkti eftir lífs- kjarabyltingu verkalýðs og nýsköpunar, en gífurlegar stéttaandstæður risnar upp í krafti samansöfnunar auðsins á fáar hendur. Fyrir þrem öldum, þá er danskir ein- okunarkaupmenn drottnuðu yfir landinu og þrautpíndu almúgann, þá tryggðu þeir 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.