Réttur - 01.01.1986, Blaðsíða 20
furður vorra daga. Til að mynda, að sá
stjórnmálaflokkur, sem ræður mestu um
stefnu ríkisstjórnar okkar, skuli vera
svona vinsæll samkvæmt skoðanakönnun-
um, enda þótt maður hitti varla mann,
sem ekki barmar sér yfir illri stjórn og
hraklegri afkomu, lágum launum og
óbærilegum skuldabyrðum. Og að fólk
skuli sætta sig við hersetuna og vígbúnað-
inn í landi voru, þótt það sé mesta ógnin,
sem steðjað hefur að þjóðinni síðan land
byggðist. Ef menn leiddu hugann að eigin
stöðu, held ég að margir gætu tekið undir
með Þorsteini Valciimarssyni skáldi, þeg-
ar hann segir:
Þung eins og þekja moldar
er þögnin, sem aldrei ég rýf
og varnar mér máls þó ég viti
þó ég viti, að hún kostar mitt líf.
Stundum virðist manni að flytjendum
og hlustendum sé jafn ósjálfrátt.
í Hyde Park í London hefur það lengi
verið siður, að hver og einn getur stigið í
stólinn og létt á hjarta sínu. Þetta hafa
ótalmargir sérvitringar Bretlands notfært
sér, sjálfum sér til sálubótar. En fáir taka
mark á þeim og stjórnvöldum stafar engin
hætta af þeim. Þátturinn um daginn og
veginn er svipuð stofnun. í honum getur
hver og einn fengið útrás, án þess að nokkr-
um stafi hætta af. Þetta er vel til fundið.
Pað styrkir þá ímyndun, að í okkar þjóð-
félagi sé hver maður í raun sinna eigin
skoðana smiður og að allir hafi jöfn tæki-
færi til þess að hafa áhrif á skoðanir ann-
arra. Og sú ímyndun er einmitt einn
veigamesti þátturinn í fjöldaframleiðslu
þeirra skoðana, sem valdhafarnir kjósa
okkur til handa. Sovétmenn ættu endi-
lega að koma sér upp svona stofnunum
fyrir sérvitringa sína og andófsmenn. Það
væri gott fyrir allan heirriinn, ég tala nú
ekki um, ef það gæti svipt Bandaríkin þó
ekki sé nema einu af undanbrögðunum í
umræðunum um kjarnorkuafvopnun. Vill
ekki einhver góður maður koma þessari til-
lögu á framfæri við valdamenn þar eystra?
Hvernig menn bregðast við
váboðum
Ég minntist áðan á nokkur þau efni,
sem menn hafa fyrr og síðar rætt um, þeg-
ar talað er um daginn og veginn. En
stundum gerast atburðir, sem allir tala
um. Nú eigum við von á Halley-hala-
stjörnunni í heimsókn enn einu sinni. Nú
verður tekið á móti henni með miklum
virktum. Stórveldin keppast við að senda
boðbera á fund hennar til þess að fá af
henni fréttir utan úr geimnum. Enginn
óttast hana lengur. Pegar hún kom síðast,
var ég barn að aldri. Og þá höfðu menn
illan bifur á gestinum. Talin var nokkur
hætta á, að jörðin færi gegnum halann og
menn óttuðust, að einhverjar skelfingar
mundu dynja yfir. Ég heyrði sögur um
ofsahræðslu fólks úti í löndum og brugð-
ust menn misjafnlega við. Sumir kepptust
við að eyða eigum sínum í allskonar svall
og munað meðan enn var griðastund.
Aðrir gáfu allar eigur sínar sér til sálu-
hjálpar. Enn aðrir frömdu sjálfsmorð í
örvæntingu. En gamall og gildur bóndi í
nágrenni mínu kunni ráð. Hann átti gott
hús með kjallara undir. Kvað hann hvern
mann öruggan í kjallara sínum, verst
hvað hann rúmaði fáa. Oft dettur mér
þessi saga í hug, þegar ég heyri fólk tala
um það öryggi, sem felst í því, að hafa
Keflavíkurstöðina okkur til verndar.
Enginn trúði gamla bóndanum. En ára-
tugum saman hafa menn hlustað með
20