Réttur - 01.01.1986, Blaðsíða 15
ert nema menn græði á því sagði Davíð í
blaðaviðtali. Forstöðumanni Borgarskipu-
lagsins. Guðrúnu Jónsdóttur, sem hafði
starfað með vinstri meirihlutanum að því
að skapa fyrst og fremst gott og notalegt
umhverfi fyrir fólkið, ýtti Davíð úr starfi.
Allt kjörtímabilið hafa skipulagsaðgerðir
Davíðs sætt harðri gagnrýni í borgar-
stjórn, hjá fagmönnum utan borgar-
stjórnar og almenningi.
Varðveisla þeirra menningarverðmæta
sem felast í gönrlum húsum var stefna
vinstri meirihlutans, en nú ræður niður-
rifsstefnan ríkjum. Ahugamenn, vinstri
meirihlutinn og Alþýðubandalagsmenn í
ríkisstjórn björguðu Bernhöftstorfunni
og opnuðu þar með augu alls almennings
fyrir gildi gömlu húsanna. í kjölfarið
fylgdi endurnýjun fjölmargra bygginga,
en nú er engu gömlu húsi hlíft, geti ein-
hver grætt á að rífa það.
Vinstri meirihlutin var búinn að ganga
frá friðlýsingu Elliðaárdalsins en Davíð
lét hætta við þá friðlýsingu. Rökin voru
óljós, helst skildist manni að borgin kynni
að skaðast fjárhagslega á friðlýsingunni
en Kópavogur hugsanlega græða.
í gömlum og nýjum bæjarhlutum bíður
margt lagfæringar. Frágangur útivistar-
svæða hefur löngum viljað sitja á hakan-
um, en nú er það ekki síst gamli bærinn
sem mætir afgangi. Ekkert hefur verið
gert til að endurnýja leikvelli og leiksvæði
í eldri hverfum. Við lögðum til að gömlu
hverfin fengju 2 milljónir í þessu skyni á
þessu ári. Meirihlutanum fannst 1 milljón
alveg nóg. Vonandi verður hún notuð.
Að lokum
Þetta yfirlit um borgarmál í fjögur ár er
að sjálfsögðu aðeins ágrip. Mér þótti
nauðsynlegt að setja það saman til að
draga upp mynd af stjórnarháttum sjálf-
stæðismeirihlutans og baráttu borgarfull-
trúa Alþýðubandalagsins. Fundargerðir
borgarstjórnar og nefnda hennar eru í
fárra höndum og ekki margorðar um það
sem gert er. Það hefur einnig rekið á eftir
mér að Þjóðviljinn er ekki jafngóð heimild
um störf borgarfulltrúa Alþýðubanda-
lagsins á þessu kjörtímabili og jafnan
áður.
í FEBRÚAR 1986
15