Réttur


Réttur - 01.01.1986, Blaðsíða 8

Réttur - 01.01.1986, Blaðsíða 8
fjármálum borgarinnar í þokkalegu lagi. Raunar er óverjandi að trúa Davíð fyrir fjárhirslum borgarinnar eftir Ölfusvatns- hneykslið. Par leyfði borgarstjóri sér að kaupa jörð austur í Grafningi fyrir 60 milijónir króna. Borgin hafði enga þörf fyrir þetta land og mun ekki hafa um ófyrirséða framtíð. Fyrri eigendur hafa áfram öll þau umráð yfir jörðinni sem þeir geta haft gagn af, en kaupverðið rennur skilvíslega úr borgarsjóði í vasa þeirra næstu árin. Pað er ekki hægt að líta framhjá því að fyrri eigendur eru af sterk- um sjálfstæðisættum í borginni. Hér bias- ir spiliingin við í óvanalega skýrri og ein- faidri mynd. Atvinnumál — Bæjarútgerðin Atvinnulífið í borginni stendur ekki á traustum grunni og lítið má útaf bera til þess að hætta verði á verulegu atvinnu- léysi. Við borgarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins lítum á það sem eitt af skylduverk- um borgarstjórnar að vera sífellt á varð- bergi gegn atvinnuleysi og efla atvinnulíf- ið. Eftir ítarlegar viðræður við ýmsa aðila sem vel þekkja til atvinnumála lögðum við til í borgarstjórn 1. mars 1984 að atvinnumálanefnd borgarinnar hefði forystu um framkvæmd eftirtalinna verk- efna. /. ... Að gerði verði skrá um vöruteg- undir, sem fluttar eru inn en œtla mœtti að framleiða megi hér á landi. 2. A grundvelli þeirra upplýsinga, sem að framan greinir, verði gerðar til- lögur um nýjar framleiðslugreinar í borginni. Þar verði bœði um að rœða greinar, sem unnt er að hefja störf við strax á þessu ári, svo sem léttan iðnað (smáiðnað) ýmis konar. Jafnframt verði lögð aukin áhersla á aðstoð við rafeindaiðnað, auk þess sem gerð verði áætlun um fleiri störf á næstu árum. 3. Reykjavíkurborg leitist við að greiða fyrir stofnsetningu nýrra fyrirtækja og nýrri fjarfestingu þeirra, sem fyrir eru á þeim sviðum framleiðslustarfsem- innar, sem vænlegust er talin. J því skyni verði m.a. beitt eftirfarandi ráð- stöfunum: a. milligöngu um útvegun lánsfjár eða framlaga frá atvinnuleysis- tryggingasjóði, byggðasjóði, fram- kvæmdasjóði og fleiri aðilum til þess að efla atvinnulíf í Reykjavík og koma í veg fyrir, að atvinnu- leysi skapist í stórum stíl. b. ábyrgðir vegna lántöku, þar sem það á við. c. frestun og hugsanlega tímabundna lækkun eða niðurfellingu opin- berra gjalda til borgarsjóðs vegna nýrra framleiðslufyrirtækja eða verulegrar endurfjárfestingar þeirra, sem fyrir eru. d. stofnaður verði iðnþróunarsjóður Reykjavíkur, sem yrði t.d. fjár- magnaður með hluta af aðstöðu- gjaldi. e. framlagi áhættufjármagns í sér- stökum tilvikum. f. beinni þátttöku í nýrri framleiðslu- starfsemi t.d. með hlutafjárfram- lögum, þar sem það á við. g. fyrirgreiðslu og aðstoð við tækni og upplýsingaöflun. h. aðstoð og forgöngu um rannsókn- ar- og þróunarstarfsemi fyrirtœkja og iðngreina. I öllum þessum atriðum verði lögð sérstök rœkt við fyrirtœki í eigu starfs- fólksins sjálfs og þau fyrirtœki, sem 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.