Réttur


Réttur - 01.01.1986, Blaðsíða 2

Réttur - 01.01.1986, Blaðsíða 2
þetta fólk, sem skapar auðinn, þriðjungi launa sinna með bráðabirgðalögum og svarar kauphækkunum vægðarlaust með hækkun dollarans og aukinni dýrtíð. Yfirstéttin beitir ríksivaldi sínu til að stela með nauðungaruppboðum íbúð- um af fátækum hjónum, sem þrælað hafa baki brofnu til að eignast þak yfir höfuðið, en eru svo skilin eftir á götunni húsnæðislaus með okurskuldir á herðum. En samtímis er hundruðum milljóna króna hent úr ríkisbönkunum í vildarvini valdhafanna, sem kaupa sér fínar lúxusvillur og koma sér upp einkafyrirtækjum, — (meðan „fyrirtækin" eru látin fara á hausinn) — og jafn- vel rænt handa bröskurum, er gjaldþrot blasir við, heilum bæjarútgerðum, sem gerðar eru hlutafélagseign m.a. undir stjórn slíkra braskara. Samtímis er svo fátæktinni komið á aftur og fer sívaxandi. ísiand er augiýst erlendis sem láglaunaland, til þess að lokka erlenda auðdrottna hingað, er fá hér vildarkjör hjá valdhöfunum á kostnað almennings. (Sbr. m.a. raforkuverðið). Spillingin hjá yfirstéttinni er orðin slík að hún óttast um völd sín, ef augu al- þýðu kynnu að opnast fyrir ranglætinu, óhófinu og spillingunni hjá yfirstéttinni og gæðingum hennar. Þess vegna kappkostar þessi yfirstétt að fá hingað er- lenda banka og auðdrottna, — og heitir þeim að viðhalda þrælakjörum hins vinnandi fólks. Hún ætlar þannig að fá hingað erlenda auðmenn og gera að bandamönnum sínum gegn íslenskri þjóð, rétt eins og hún vill viðhalda hinu bandaríska innrásarliði, kastar í það hundruðum milljóna króna og reynir að innræta þjóðinni að þessi her sé hér oss til verndar (!), þegar hlutverk hans er að gera ísland að bandarískri árásarstöð og þannig skotspæni í því stríði, sem ameríska auðvaldið undirbýr. Þannig er reynt að draga íslenska þjóð niður í svaðið, andlega og líkam- lega, svo land vort verði á ný arðrænd nýlenda erlends valds og þjóna þess, — og herstöð voldugasta hervalds, er dreymir enn um heimsyfirráð. Og þetta gerist rúmum 40 árum eftir að við stofnuðum við almennan þjóð- arfögnuð lýðveldi í landi voru, — og sjáum nú blasa við okkur gífurlega fram- faramöguleika í krafti tæknibyltingarinnar og auðs þess, er land vort geymir. Er ekki mál að undanhaldi síðustu ára og yfirdrottnun forríkra yfirstéttar- þjóna erlends valds linni? Á þessu nýbyrjaða ári 1986, eru 70 ár liðin síðan „Réttur“ hóf göngu sína undir ritstjórn Þörólfs Sigurðssonar frá Baldursheimi. Þess var minnst, er 50 ár voru liðin frá 1916, í greininni „Fyrir 50 árum“ 1965. Væntum vér að Þórólfs frá Baldursheimi verði minnst rækilega í 3. hefti þessa árs. — Jafn- framt eru nú liðin 60 ár síðan núverandi ritstjóri tók við ritstjórn „Réttar" og tímarit þetta varð boðberi sósíalisma og þjóðfrelsis í landi voru og er enn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.