Réttur - 01.01.1986, Page 7
önnur úrlausnarefni í einstökum hverfum
borgarinnar, sýna, að mikill áhugi er
meðal borgarbúa fyrir framfaramálum í
hverfwn sínum og borginni almennt. Pví
samþykkir borgarstjórn að auka samskipti
borgaryfirvalda við hverfasamtök og
hyggst gera það með því að:
1. a) Beita sérfyrir stofnun hverfafélaga
(framfarafélaga) t þeim hverfum,
þar sem engin slík félög eru nú
starfandi.
b) Með því að leita umsagnar hverfa-
félaga um þá málaflokka, sem
Itafa bein áhrif á hverfið, áður en
hún rœður þeim til lykta.
c) Með fjárstuðningi við hverfafélög
vegna þeirrar starfsemi, semfélög-
in hafa með höndum.
2. Verja nú þegar kr. 5 millj. til þeirra
verkefna, sem foreldrafélög, foreldra-
og kennarafélög, framfarafélög og
íbúasamtök hafa óskað eftir að fram-
kvœmd verði í hverfum sínum á þessu
ári.
Borgarráð skal ráðstafa þessari upp-
hœð t samráði við félögin.
Þessi fjárveiting skal koma sem viðbót
við það, sem gert er ráð fyrir á fjár-
hagsáœtlun til svipaðra verkefna.
Þrátt i'yrir aðdáun Sjálfstæðismanna á
..frjálsum félagasamtökum“ studdu þeir
ekki þessa tillögu.
Fjármálastjórnin
Þegar kom að fyrstu fjárhagsáætlun
hins endurnýjaða sjálfstæðismeirihluta í
árslok 1982 var hart í ári hjá borgarsjóði.
Davíð hafði þó efni á því að gefa 20 mill-
jónir í afslátt á fasteignagjöldum. Venjii-
legur íbúðareigandi fékk kr. 500 í sinn
hlut en sá sem átti vænt einbýlishús finiin-
falda þá upphæð. Á móti þessari tekju-
lækkun nældi síðan Davíð í rr.eira en 40
milljónir með því að hækka alls konar
þjónustugjöld langt umfram verðbólgu.
Á þetta bentum við borgarfulltrúar Al-
þýðubandalagsins rækilega. IVIest var lagt
á þá sem ferðast með SVR en fargjöld þar
voru hækkuð um 45%. Vænar fúlgur voru
hirtar af Rafmagnsveitu og Hitaveitu í
borgarsjóð. Gjald var lagt á börn á gæslu-
völlum, og þannig var áformað að ná í 2Vi
milljón. Hálfa milljón átti að sækja í vasa
þeirra sem fá sér bækur að lesa á Borgar-
bókasafni, og af sundlaugagestmn átti að
hirða röska milljón.
Fjárhagur borgarinnar stóð þó illa allt
árið 1983 ekki síst vegna þess að Davíð
kepptist við að gera miklu fleiri lóðir í
Grafarvogi byggingahæfar en nokkur þörf
var á. Þegar metnaðarmál átti í hlut var
ekki verið með áhyggjur af afkomu borg-
arsjóðs.
Borgarsjóður tók síðan að græða ótæpi-
lega á kjaraskerðingu ríkisstjórnarinnar
og minnkandi verðbólgu og fjárhagurinn
stóð í blóma fram á árið 1985, en þá
krcppti að og borgarsjóður tók að safna
skuldum. Nú fór að hilla undir kosningar
og þá varð framkvæmdagleðin að fá að
ráða ríkjum, líka í þeim málaflokkum,
sem vanræktir höfðu verið til þessa.
í bókun við afgreiðslu fjárhagsáætlunar
1986 bentu borgarfulltrúar Alþýðubanda-
lags. Alþýðuflokks og Framsóknarflokks
á að skuld borgarsjóðs við Landsbankann
hefði hækkað um 150 milljónir á árinu
1985 úr 18 milljónum í 167 milljónir, og
borgarsjóður hefði auk þess safnað drjúg-
um skuldum hjá öðrum aðilum. Um síð-
ustu áramót skuldaði borgarsjóður 13
stofnunum, sjóðum og fyrirtækjum á veg-
um borgarinnar samtals uni 250 milljónir.
Það þarf greinilega mikið fjárhagslegt
góðæri til þess að Davíð geti haldið
7