Réttur - 01.01.1986, Page 4
sér oft ekki grein fyrir því hvílík úrslita-
áhrif einstakir menn, góðum og miklum
hæfileikum gæddir, geta haft á þróun
þjóða og landa á örlagastundum. Ég hef
spurt marga rússneska kommúnista að
því hvort þeir álitu að sósíalíska byltingin
hefði orðið þar í landi, ef Lenin hefði ver-
ið drepinn sumarið 1917. Flestir þeirra
hafa sagt nei.
Við getum ekki sagt fyrir hver breyting
hefði orðið á stefnu sósíalista í Evrópu, ef
Jean Jaures, leiðtogi franskra sósíalista,
hefði ekki verið myrtur rétt fyrir stríðs-
byrjun 1914, — hver þróun hefði orðið á
hreyfingu kommúnista í Vestur-Evrópu,
ef Rósa Luxemburg og Karl Liebknecht
hefðu ekki verið myrt 1919 og Gramsei,
foringi ítalskra kommúnista, hnepptur í
fangelsi af Mussolini og raunverulega ver-
ið deyddur.
Við vitum ekki hverju það hefði getað
breytt í alþjóðaþróun, ef einhver besti og
vitrasti stjórnskörungur þessarar aldar,
Chou En-lai, hefði getað lifað lengur.
Enn er ómögulegt að segja hver áhrif
það hefði haft, hefði Roosevelt Banda-
ríkjaforseti lifað það lengi að honum
hefði tekist að marka friðarstefnu í stað
stríðstefnunnar, — eða hvort Kennedy
forseti hefði markað nýja stefnu í utan-
ríkismálum Bandaríkjanna, ef hann hefði
ekki verið myrtur 1963, máske að undir-
lagi CIA?
Pað hefur verið aðalsmerki sumra for-
ingja sænskra sósíaldemokrata að láta
upphefð í foringjasæti ekki stíga sér til
höfuðs, heldur t.d. eins og Erlander búið
áfram í sömu leiguíbúðum og áður. Er
það ólíkt þeim smámennum, sem oft af
tómri framagirni troða sér áfram í slíkum
flokkum til að öðlast embætti og völd og
berast síðan mikið á, en gleyma alveg
hugsjón þeirri, sem flokkurinn var stofn-
aður til að vinna fyrir.
Vonandi rísa þeir menn, sem nú taka
við arfi Olofs Palme í sænska sósíaldemo-
krataflokknum undir því hlutverki sem
menn er slíkan sess skipa gætu unnið þjóð
sinni og mannkyni öllu.
Það er ekki aðeins sænska þjóðin, sem
hefur misst sinn mesta leiðtoga, heldur
mannkynið allt, sem misst hefur eitt af
sínum fáu mikilmennum og það á örlaga-
stundu, þegar oltið getur á lífi eða dauða
mannkynsins hverjir móta framtíðina.
EINAR OLGEIRSSON
4