Réttur - 01.04.1975, Blaðsíða 20
í Danmörku, en Vestgron Mines Ltd. mun
ráða því félagi. En það er voldugt námufélag
í Kanada, Comtnco Ltd. í Vancouver, sem á
Vestgron. Það mun ætlunin að vinna árlega
300.000 smálestir úr „svarta englinum'' eða
tíunda hluta heimsframleiðslunnar af zinki
og blýi. Eftir 10—12 ár mun náman tæmd,
gróðanum bróðurlega skipt milli erlendra
auðfélaga og danska ríkisins, en galtóm náma
og atvinnuleysi fellur Grænlendingum í
skaut.
Sú reynsla, sem grænlenska þjóðin þegar
hefur fengið af auðvaldsskipulaginu, er að
það skammtar Grænlendingum fátæktina en
gefur auðfélögunum auð Grænlands. Og
hætturnar, sem yfir vofa eru enn ægilegri.
Við inngöngu Dana í Efnahagsbandalag-
ið færist sú hætta yfir Grænland að það
verði dregið inn í EB líka. Að vísu greiddu
70% Grænlendinga atkvæði gegn slíkri inn-
göngu, en Grænland er „amt" í Danmörku(l)
og það verður þá að semja sérstaklega um
það, ef það á að sleppa. Auðvitað hafa auð-
hringar Vestur-Evrópu mikinn áhuga á auð-
æfum Grænlands, jafnt fiskimiðum sem olíu
og málmum, sem munu vera þar í ríkum
mæli. Þarf ekki að spyrja að örlögum græn-
lensku þjóðarinnar, ef þeir hrægammar fá
tækifæri til þess að kasta sér yfir landið. Það
gæti endað með því að Grænlendingar yrðu
sjálfir að flýja land og missa ættjörð sína í
hendur alþjóðlega hringavaldsins, eða vera
lítill, undirokaður minnihluti í landi sínu og
missa það þannig.
Sjálfstæði grænlensku þjóðarinnar er því
orðið skilyrði fyrir tilveru hennar. Hún er
nú þegar illa farin, en myndi tortímast alveg,
ef Grænland yrði innlimað í EB. Það ættum
við Islendingar manna best að skilja. „Eyðing
Grænlands" að grænlenskri þjóð vofir nú
yfir í annað sinn. Og nú gætum við hjálpað
með því að taka málstað sjálfstæðishreyfing-
ar Grænlendinga hvar sem því verður við
komið.
III.
SKYLDUR AÐ HJÁLPA
Vér megum minnast þess nú, íslendingar,
að oss þótti vænt um það, er neyð vor var
mest, að útlendir menn urðu til að taka mál-
stað vorn. Því ber oss að skilja að Grænlend-
ingar þarfnast slíkrar hjálpar frá oss nú.
Það er talað um skyldu vora sem tekju-
hárrar þjóðar að muna eftir fátækum löndum
hins „þriðja heims". Vér höfum eitt slíkt við
bæjardyrnar, — Grænland, — þó ekki sé
farið að berjast þar sem í fyrri nýlendum
Evrópuvelda í Afríku og Asíu.
En Grænlendingar eru farnir að mynda
samtök til að berjast fyrir frelsi sínu og um-
ráðarétti yfir eigin landi. Stjórnmálaflokkar
eru að myndast hjá þeim. Og ungir Græn-
lendingar í Kaupmannahöfn mynduðu „ráð
ungra Grænlendinga" (U.G.R.-sunauna)
1963 og er það virkt í baráttu á mörgum
sviðum og gefur út lítið fjölritað málgagn
„avatak". Sambandið við þá Grænlendinga,
sem berjast gegn arðráni og kúgun þarf að
verða öflugt. Þeir munu þurfa á skilningi og
stuðningi að halda, því hætturnar eru miklar.
Bandaríkin hafa nú herstöð í Grænlandi
og hún er ekkert smásmíði. Heyrst hefur að
samningum um hana verði ekki sagt upp,
nema með samþykki beggja aðila, m. ö. o. að
Bandaríkin geti haft hana eins lengi og þau
vilja.
Það er engum efa bundið að Bandaríkin
vilja klófesta Grænland, ef bönd þess við
Danmörku slitna. Það hvílir sú skylda á
Norðurlöndum að sjá til þess að Grænland
h.aldist meðal Norðurlanda. Það er hart að
þegar Færeyjar og jafnvel Álandseyjar fá
fulltrúa í Norðurlandaráði, þá skuli Græn-
100