Réttur


Réttur - 01.04.1975, Blaðsíða 12

Réttur - 01.04.1975, Blaðsíða 12
samkomulagi gerðu seint í mánuðinum um láglaunabætur í mars—maí. HUNDSBÆTUR OG VERÐLAGSBÆTUR Svo er látið heita að kauphækkanirnar 1. október 1974 og 1. mars 1975 séu sárabæt- ur fyrir það að ekki eru greiddar verðlags- bætur að samningsbundnum hætti. Sam- kvæmt verðlagsvísitölu frá 1. maí síðastliðn- um er næsta kaupgreiðsluvísitala (1. júní) 179,03 stig miðað við 100 fyrir hækkunina 1. mars 1974. Það þýðir að á kaupið eins og það var ákveðið í febrúarsamningunum að viðbættri hækuninni 1. desember í vetur á að leggjast 79,03% verðlagsuppbót, ef allt væri með felldu. Auk þess yrði 3% grunn- kaupshækkun 1. júní. Miklu skiptir að Aron, Bóas og Daníel geri sér grein fyrir því hver fyrir sig hversu miklu munar að kaup þeirra nú sé í þessu horfi og hvað þeir þurfi að gera sameiginlega til að koma kaupinu aftur á hinn samnings- bundna grundvöll. Ætla þeir að fara að ráð- um Ebenesers eða sætta sig við sjónhverfing- ar xyz? 40—74% SVIK Horfum nú á meðfylgjandi töflu um „kjaraþróun síðustu 3ja missera.” Taflan sýnir að kaup Arons þarf að hækka nú í júní frá því sem það er í maí um 39,7 % til þess að staðið sé að fullu við samningana frá í febrúar í fyrra. Er þá átt við 79,03% verðlágsbætur ofan á grunnkaupið að við- bættum þeim 3% sem samkvæmt þeim samningum áttu að bætast við grunnkaupið 1. desember í vetur og gerðu það, svo og með þeirri 3% hækkun sem samningar hljóða uppá að skuli verða 1. júní. Hins vegar er vitanlega ekki reiknað með því að launa- jöfnunarbætur né láglaunabætur haldist á- fram inni í kaupinu til viðbótar réttum verð- lagsbómm A sama hátt þarf kaup Bóasar að hækka um 46,7% en kaup Daníels þarf að hækka um heil 73,7% svo að samningar séu í engu sviknir á honum. HVAÐ SEGIR EBENESER? Nú kann einhver að segja að kaupið sem hér er reiknað þeim Aron (43.000), Bóasi (54.000) og Daníel (65.000) nú í maí standi á grunsamlega fínum tölum og líklega sé ekk- ert að marka þetta. En tölur þessar eru reikn- aðar eftir óaðfinnanlegum fyrirmyndum og viðurkenndum aðferðum. Til samanburðar má geta þess að meðalkaup dagsbrúnarmanns er nú talið vera 46.539 krónur á mánuði í dagvinnu. Kaupið hjá slíkum meðalmanni — honum Ebeneser — þyrfti að hækka um nákvæmlega 42,3% til að staðið sé að fullu við samningana gagnvart honum. Þá ætti kaup Ebenesers að fara upp í 65.235 krónur í júní, 19-696 krónum hærra en það er nú. LÁGLAUN OG HÁLAUN Spyrja má hvort Daníel sé hálaunamaður úr því að menn og guðir hafa ekki talið þörf á því að hækka kaup hans í krónutölu nema um 41% á sama tíma sem það hækk- aði um 75—81% hjá félögum hans Aron og Bóasi. Svarið er þetta: Haustið 1973 var almennt samkomulag um að telja láglaun vera 35.000 króna mán- aðarkaup og þar undir. Sú krónutala kaups sem nú í maí 1975 et að kaupmætti jöfn 35 þúsundunum í nóvember 1973 er 65.520. (Fundið með því að beita 87,2% hækkun á 35.000, en sú er hækkun neysluvöruverð- lags samkvæmt vísitölu vöru og þjónustu). Augljóst er því að núverandi kaup Daníels er um 1% undir láglaunahámarkinu, en fyrir hálfu öðru ári var kaup hans 32% yfir því sem þá töldust láglaun. 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.