Réttur


Réttur - 01.04.1975, Blaðsíða 32

Réttur - 01.04.1975, Blaðsíða 32
og ríkja heimsvaldasinna sem ákvarða lífs- kjör alþýðunnar. Slæm valdaaðstaða hennar hindrar alþýðuna í að auka framleiðsluna eins og þyrfti og útilokar að auka hana þann- ig að framleiðslan mæti þörfum fólksins og geri því kleift að lifa af, m.a. uppskerubrest. Fáranleiki og framleiðsluafstæður hins kapít- alíska hagkerfis birtist Ijósast á tímum hung- ursneyðar. Það hagkerfi tekur meira tillit til markaðsverðs og gjaldeyrissjóða og hindrar eðlilega skiptingu gæðanna. Það borgar sig betur að brenna kornið í Bandaríkjunum eða geyma það á lager, heldur en selja það undir markaðsverði eða deila því út meðal hinna hungruðu. Ef við eygjum ekki tengslin milli bagfrœði og stjórnmála bæði hvað snertir atburði inn- anlands eða á alþjóðavettvangi og ef við eygjum ekki hvaða gróðahagsmunir liggja að baki þeirri stefnu sem rekin er í alþjóða- stjórnmálum, þá skynjum við ekki og get- um heldur ekki bundið endi á arðrán og neyð í heiminum. Síðustu árin hefur svo virst, að samskipti hinna auðugu iðnríkja og hinna snauðu og arðrændu ríkja þriðja heimsins hafi verið að breytast. Hluti þeirra ríkja sem fyrst og fremst eru hráefnaframleiðendur hafa undanfarið reynt að brjóta niður hin hefðbundnu við- skiptaform sem nýlendu- og heimsvaldastefn- an höfðu mótað. Fyrstu 25 árin eftir lok heimsstyrjaldarinnar versnuðu stöðugt við- skiptakjör þróunarlandanna er nær eingöngu fluttu út hráefni. A heimsmarkaði lækkaði stöðugt verð hráefna, en iðnaðarvörur hækk- uðu í verði. Þannig þurfti Ghana að flytja út fleiri kakókíló árið 1970, en 1950 til að kaupa eina dráttarvél. Nú límr hins vegar svo út að einstaka hráefnaflokkar séu í upp- reisn og sprengi upp heimsmarkaðsverðið. Nægir í því sambandi að nefna aðgerðir OPEC-landanna til að hækka olíuverð, og tryggja sér stærri gróðahlut við olíufram- leiðsluna. Svo virðist sem þessi aðgerð muni hafa í för með sér fleiri hráefnauppreisnir m.a. koparframleiðenda, matvælaframleið- enda og sykurframleiðenda. — Auk þess lítur svo út að raunveruleg iðnvæðing muni eiga sér stað eða stefnir í þá átt alla vega í þó nokkrum þróunarlöndum. ARÐRAN HEIMSVALDASINNA Sambandið milli arðrænandi ríkja og hinna arðrændu í þriðja heiminum hefur hingað til einkennst af eftirfarandi: Iðnríkin eða nýlenduveldin hafa byggt upp bæði þunga- og léttiðnað og aukið hag- vöxtinn heima fyrir. Hinir arðrændu hafa farið með hlutverk hráefnaframleiðandans og verið þiggjendur eða kaupendur iðnaðarvara. Þetta á við bæði um eiginlegar nýlendur og ríki er lúta kerfi hinnar svonefndu nýju ný- lendustefnu (neo-colonialism). Auðmagnið í iðnríkjunum hefur drottnað yfir hráefnaauð- lindunum og hirt vænan gróða eða auð frá þróunarlöndunum. Auk þess varð hagkerfi kapítalísku ríkjanna stöðugt alþjóðlegra og net heimsvaldasinna varð stöðugt þéttriðnara og umfangsmeira. Hin arðrændu svæði urðu háð auðmagni og tækniþekkingu iðnríkjanna við vinnslu úr hráefnalindum landa sinna. Með hliðsjón af þessu má skýra upphaf og þróun fjölþjóðafyrirtœkjanna. Þau hafa beint eða óbeint tökin á velflestum hráefnalindum. I samvinnu við alþjóðastofnanir eins og Al- þjóðabankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hafa fjölþjóðahringarnir tökin á mikilvæg- ustu fjármagnsstofnunum. A sama tíma og hagkerfi iðnríkjanna þró- aðist jafnt og þétt og stöðugleiki ríkti, þá einkenndi það hinn arðrænda hluta að spenna ríkti á því sviði efnahags- og atvinnulífs er 112
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.