Réttur - 01.04.1975, Blaðsíða 53
hirm brauðið og vagaana, en Elisaveta slapp
í gegn og átti m.a. tal við Rósu Luxemburg
í janúarbyrjun í Berlín nokkru áður en hún
var myrt.
A árinu 1918 er hún m.a. ritari Swerdlows,
forsætisráðherra Sovétríkjanna og 1919 er
hún skæruliði í frægri skæruliðasveit, sem
kennd var við leiðtoga hennar Kamo, —
Simon Ter-Petrossian, hét hann réttu nafni.
Elisaveta átti síðar meir eftir að rita ákaf-
lega fjöruga frásögn, þrungna eldmóði bylt-
ingarmannsins, frá öllum þessum atburðum.
En það gerðist undir sérstökum kringum-
stæðum:
Þegar ofsóknaröldurnar gegn gömlum
bolshevikkum ganga yfir í Sovétríkjunum
1936—38 er Elisaveta Drabkina tekin föst
og hátt á annan áramg er hún í fangabúðum
í Síbiríu. Hún kemur úr þeim eftir dauða
Stalíns og tekur eftir 20. flokksþingið 1956
að rita endurminningar frá þessum tíma og
lýkur við þær fyrir 22. flokksþingið 1961.
Þær eru síðar þýddar á þýsku og gefnar út
1962 undir nafninu „Schwarzer Zwieback"
(Svartar tvíbökur). Það er næstum ótrúlegt
af hvílíkum æskuþrótti þessi kona, — eftir
allt sem hún hefur þolað, — hefur getað
skrifað um þessa löngu liðnu daga. Hjálpar
henni þar frábært minni og ágætur frásagn-
arstíll.
Síðar kemur hver bókin á fætur annarri:
um John Reed, um bolshevikkakynslóð Len-
ins, um Lenin 1968. Hét sú bók „Ut úr vetr-
inum'' og í frásögn, sem Morgunblaðið birti
eftir Sunday Times 21. ianúar 1969, er sú
bók talin besta bók, sem út kom í Sovét-
ríkjunum á árinu 1968.
Elisaveta Drabkina getur þess með miklum
fögnuði í „Svörtum tvíbökum" að 20. flokks-
þingið hafi bundið enda á skelfingar þær,
er svo margir góðir kommúnistar urðu að
þola og endurreist heiður þeirra, er látist
Elisaveta sést hér á þessari mynd milli Lenins og
Swerdlows þann 6. nóv. 1918.
höfðu. En hún minnist hvergi á það hvað
hún hafi sjálf orðið að þola. Þessi kona kom
jafngóður kommúnisti út úr þeirri eldskírn
og hún fór inn í hana. Henni var ljóst að
hér var verið að misnota nafn sósíalismans
til að fremja verk andstæð hans eðli. Og hin-
ar ágæm bækur, sem hún reit um árdaga
byltingarinnar hjálpa áreiðanlega til að end-
urvekja þann hugsunarhátt, eldmóð og um-
burðarlyndi í senn, er þá ríkti og vinna þann-
ig bug að lokum á þeirri ægilegu misnotkun
ríkisvaldsins, sem blett hefur sett á skjöld
sósíalismans og valdið verstu harmleikjum
byltingarinnar allt frá dómsmorðinu á Buc-
harin og félögum hans til Dubcek-ofsókn-
anna á síðusta áratug.
133