Réttur - 01.04.1975, Blaðsíða 51
sinski komst til Vesturlanda eftir sigur nas-
ista, tók fljótt eindregna afstöðu mcð sam-
fylkingu gegn fasismanum og viðurkenndi vill-
ur þær er gerðar höfðu verið. Réðust and-
kommúnistar mjög á hann fyrir að vilja sam-
starf við kommúnista. Dó í New York 1947.
8) Þessi tilvísun er í ræðu Bucharins á 6. heims-
þinginu, birt í „Internationale Presse-Korre-
spondenz“ 1928, II. bindi, bls. 1481.
9) Sjá ennfremur tilvitnun í Lenín um slíkar að-
varanir í grein minni „Frá Parísarkommúnu
til heimsbyltingar“ í Rétti 1971, einkum bls.
35—37.
10) Framsöguræða Dimitroffs á 7. heimsþinginu
er til á íslensku.
lf) Tilvitnun í „Starfsskrá Kommúnistaflokks
Tékkóslóvakíu" eins og hún var samþykkt á
miðstjórnarfundi 5. apríl 1968, er að finna í
„Neistum" í Rétti 1968, bls. 155.
12) Þórbergur Þórðarson lýsti skollaleik aftur-
haldsins um þetta leyti vel í riti sínu „Ref-
skák auðvaldsins". Bókaútgáfa Heimskringlu,
Reykjavík 1939.
13) Sjá nánar um þetta 1 grein minni: „Upphaf
bandarískrar ásælni gagnvart íslandi“ í 2.
hefti Réttar 1974, einkum bls. 108—-109 og
128—129.
*4) Leiðari Morgunblaðsins, „Ódæðisverk banda-
rískra hermanna" 27. nóv. 1968, lýsir morðun-
um í My Lai og óttast að eftir ódæðisverkin
kunni stórveldið að standa frammi fyrir heim-
inum „samviskulaust og grátt fyrir járnum“
og endar svo greinina með þessum orðum:
„En kannski er það einmitt einn megintilgang-
ur komúnista með styrjöldinni í Víetnam.“ —
Með öðrum orðum: Vondir kommúnistar eru
að véla veslings saklausa stórveldið til óhæfu-
verka, svo það verði sér til skammar!!
15) Þau eru málaferli og aftökur í Sovétríkjunum
1936—38 og sú fangabúðavist, er þá hófst, —
og ofstækið gegn Júgóslavíu frá 1948 og þau
málaferli og aftökur, sem fram fóru í því
sambandi 1951-—53, — og innrásin í Tékkó-
slóvakíu og það sem á eftir fylgdi 1968.
10) Og þá þurfa leiðtogar sósíaldemókrata ennþá
fremur að læra þá dyggð, — en því miður
mun litlu áorkað með að tala við þá í þessu
riti!
131