Réttur - 01.04.1975, Blaðsíða 2
Það er einskis svifist svo þetta ómenska kerfi fái staðist bröskurunum til
gróða: Tvær gengislækkanir eru þegar framkvæmdar á einu misseri og
ekki verður skirst við að halda svo áfram, meðan alþýðan ekki tekur í taum-
ana, stjórnartaumana. Með þessari stórþjófnaðarstefnu eru miljarðar króna
fluttir frá alþýðunni sem eigendum sjóða til braskaranna og frá launafólki
í lækkuðu raunkaupi til atvinnurekenda. Það er jafnframt verið að reyna
með þessu háttalagi að gera þá stétt gervikapítalista, sem þjóðfélagið veitir
100% lán til „kaupa" á framleiðslutækjum að raunverulegum eigendum
þeirra á kostnað alþýðu. Og jafnframt er kappkostað að fá inn hingað er-
lenda auðhringa á kostnað almennings. Þar sem sannað var af Alþýðu-
bandalaginu í tíð vinstri stjórnar að hægt væri að beygja slíka hringa til að
lúta íslenskum hagsmunum og sætta sig við fsland sem hálaunaland, ef á
annað borð væri nauðsynlegt að semja við þá, þá lýtur núverandi stjórn
í duftið fyrir þeim, semur við þá eftir að allar forsendur orkumála eru
gerbreyttar vegna olíuhækkunarinnar og reynir nú að gera ísland að lág-
launasvæði sem fyrri nýlendur eru gerðar nú í heiminum, til þess að gera
landið girnilegra í augum auðdrottna.
Allri spillingu, óreiðu og vitleysu í atvinnu- og fjármálalífi er við haldið,
meðan verkalýðurinn rís ekki upp gegn því pólitískt og eigi aðeins ,,fag-
lega", með verkföllum og kaupgjaldsbaráttu.
Hin pólitisku og faglegu samtök verkafólks og launafólks alls þurfa að taka
höndum saman eigi aðeins í varnarbaráttunni gegn árásum afturhalds, —
eins og gerðist nú svo myndarlega í baráttunni gegn bráðabirgðalögunum,
— heldur og í sókn til þess að stjórna landinu í þágu hins vinnandi fólks.
★
Hinir stórfenglegustu viðburðir hafa gerst á heimsmælikvarða síðan síðasta
,,Réttar"-hefti kom: uppgjöf Bandaríkjanna og leppa þeirra í Vietnam. Er
þetta hefti því mikið helgað alþjóðlegum viðburðum og íhugunum útaf þeim.
☆ ★ ☆
Síðan áskriftarverð Réttar var hækkað síðast hefur allur kostnaður enn
aukist stórum, svo hætta er á beinum halla á rekstri ,,Réttar" í ár. Hann
heitir því á velunnara sína að vinna vel að útbreiðslu hans. Það er líka hægt
að gera þannig að senda vinum eða kunningjum, sem ekki kaupa hann,
,,Rétt" og greiða ársáskrift fyrir þá, svo þeir kynnist ritinu. Og eins er heitið
á þá, sem enn skulda fyrri árganga að gera nú full skil, því oft var þörf en
nú er nauðsyn. Eins og þjóðfélagsástandið er þarf Réttur frekar að stækka
en dragast saman — og alveg sérstaklega að útbreiðast meir. Að vísu
gengur allt í rétta átt hvað það snertir en mætti ganga hraðar.