Réttur


Réttur - 01.04.1975, Blaðsíða 50

Réttur - 01.04.1975, Blaðsíða 50
myndu dynja yfir ísland á næstunni: „Kreppan er hvergi til, nema í kollinum á Brynjólfi Bjarnasyni." *) Tilvitnunin er í ljóð Nordahl Griegs um Viggo Hansteen, — í þeirri viðbót, sem hann vildi ekki láta birta fyrr en eftir stríð og hljóðar vísan svo í heild: „Menneskets stolte hjerte, som grenselost gir sig hen villig, hvis det blir kalt pá á dp for en ukjent venn — menneskets stakkars hjerte som, fattig, ikke formár á bære sin egen storhet gjennom de lange ár.“ 3) Þó eru og á þessu undantekningar: Það getur gerst, einkum í litlum þröngum flokki, að ofstækisfullir flokksmenn beri góða, raunsæja foringja ofurliði. Svo var í þýska kommúnista- flokknum, er hann var stofnaður í desember 1918. Þá vildu þau Rosa Luxemburg og Karl Liebknecht og með þeim bestu foringjarnir að flokkurinn tæki þátt í kosningunum til stjóm- lagaþingsins í Weimar 1919, en meirihluti þingfulltrúa felldi tillögu þeirra. I þeirri upp- reisn, er varð í janúar 1919 voru þau bæði og fleiri ágætir foringjar myrtir og beið flokkur- inn þess aldrei bætur. 4) Til eru á ýmsum málum æfisögur ýmissra þessara leiðtoga, sem hér em nefndir og skal þeirra getið eftir því, sem ég hef þær tiltækar, svo þeir, sem áhuga hafa geti kynnt sér þær: Stella Blagojew: Georgi Dimitroff. Kurze Lebensbeschreibung. Berlín 1954. Marcella und Maurizio Ferrara: Palmiro Togliatti. Berlín 1956. Jean Lacouture: Ho Chi Minh. Kaupmanna- höfn 1968. Dolores Ibárruri: Der einzige Weg. Erinne- rungen (endurminningar). Berlín 1964. Stuart Schram: Mao Tse-Tung. (Penguin- bók). 1966. Agnes Smedley: Der grosse Weg. (Æfisaga Tsju-Tehs marskálks.) Berlín 1958. Æfisögur um Pollitt, Luiz Prestes og Chou En-Lai em mér ekki kunnar. En um Luiz Prestes má mikið lesa í ævisögu Olgu Benario, færðri í söguform, útgefin í Berlín 1961 — og var áður sagt frá henni í Rétti. Svo hefur og verið um æfiatriði Dimitroffs, Togliattis, Ho Chi Minhs og Maos formanns. En í bók Edgar Allan Snow: „Red star over China“ em nokkkur æviatriði hinna þriggja kínversku leiðtoga. Hvað frakkana snertir, þekki ég þessar tvær: Maurice Thorez: Ein Sohn des Volkes (end- urminningar). Berlín 1961. (Franski titillinn er „Fils du peuple“.) Jaques Duclos: Memoiren (endurminningar). Berlín 1972. (Franski titillinn er: „Mémoires.) Duclos andaðist nú nýlega. 5) Hér er raunverulega vitnað í bréf það, er Karl Marx ritar Andrew Johnson Bandaríkjafor- seta, fyrir hönd I. Intemationale eftir morðið á Abraham Lincoln. Þar segir Marx, eftir fá- gæta góða skilgreiningu á Lincoln: „í stuttu máli, hann var einn þeirra sjaldgæfu manna, sem tekst að verða miklir án þess að hætta að vera góðir. Látleysi þessa mikla og góða manns var í sannleika þvílíkt, að þá fyrst er hann var fallinn í valinn sem píslarvottur upp- götvaði heimurinn að hann var hetja.“ — Bréf þetta og annað til Lincolns birtust í íslenskri þýðingu í Rétti 1965, bls. 11—16. °) í grein: „Die antifaschistische Aktion im An- march“ í „Internationale Presse-Korrespon- denz“ 14. júní 1932. Zörgiebel, hinn sósíal- demókratíski lögreglustjóri Berlínar, hafði bannað kröfugöngu verkamanna 1. maí 1929. Þegar verkamenn samt stóðu á síniim rétti, drap lögreglan yfir 30 þeirra. 7) Það er af þessum fjórum leiðtogum sósíal- demókrata sem hér hafa verið nefndir, að segja eftir sigur nasismans að þeir Severing, áður innanríkisráðherra Prússlands, og Zörgie- bel vom báðir á eftirlaunum á nasistatímun- um og síðar virkir í sósíaldemókrataflokki V- Þýskalands, dánir Severing 1952 og Zörgiebel 1961. — Hilferding, er var frægur hagfræð- ingur, einkum fyrir rit sitt „Das Finanz-kapi- tal“, var einn af aðalleiðtogum sósíaldemó- krata í Weimarlýðveldinu, mikill andstæðing- ur kommúnista og samfylkingar við þá, um tíma fjármálaráðherra. Var tekinn fastur af franskri lögreglu í febrúar 1941, eftir að hafa flúið til Suður-Frakklands, afhentur nasistum 11. febrúar 1941 og myrtur af þeim í La Santé fangelsinu í París daginn eftir. — Grze- 130
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.