Réttur - 01.04.1975, Blaðsíða 61
þngflokkur Alþýðubandalagsins ályktun þar
sem ofbeldislögin voru harðlega fordæmd,
lýst smðningi við starfsfólk verksmiðjanna,
krafist aukaþings og heitið á hina stjórnar-
andstöðuflokkana til samstarfs. Komu full-
trúar flokkanna þriggja, Alþýðuflokks, Sam-
taka frjálslyndra og Alþýðubandalagsins, síð-
an til fundar þar sem samþykkt var skelegg
ályktun og krafist viðræðna við ríkisstjórn-
ina. Þær viðræður fóru fram eftir helgina
og hétu ráðherrar því að gefa stjórnarand-
stöðunni kost á því að fylgjast með athöfnum
stjórnarinnar í þessu máli ef til meiriháttar
tíðinda drægi.
Viðbrögð verkalýðssamtakanna við bráða-
birgðalögunum mótuðust af þremur megin-
ástæðum: I fyrsta lagi var talið að hér væri
um að ræða sérstaklega dólgslega árás á
verkalýðssamtökin og grundvallarréttindi
þeirra. I annan stað varð aðdragandi laga-
setningarinnar með endemum, þar sem samn-
ingarnir voru í eðlilegum gangi. I þriðja
lagi töldu verkalýðssamtökin að bráðabirgða-
lögin sýndu hvað ríkistjórnin hyggðist fyrir í
öðrum kjaradeilum, en þegar þetta er skrifað
hefur togaraverkfall (á stórum togurum)
staðið í yfir 8 vikur og yfirvofandi er alls-
herjarverkfall 11. júní. Töldu verkalýðssam-
tökin að kæmist ríkisstjórnin upp með laga-
setningu gegn starfsfólki verksmiðjanna væri
gengið undir sama ok í öðrum samningum.
Kom einnig í ljós að ríkisstjórnin hafði í fór-
um sínum tilbúin samskonar lög gegn tog-
arasjómönnum, — en hefur ekki til þessa
þorað að sýna þau — vegna andstöðu verka-
lýðssamtakanna. Setning bráðabirgðalaganna
varð til þess að launafólk í landinu harðnaði
um allan helming.
Strax og bráðabirgðalögin voru sett, sagði
Eðvarð Sigurðsson, að ríkisstjórninni væri
sæmst að snauta til þess að leggja lögin til
hliðar en hefja í stað þess samninga á ný.
Þegar viðbrögð verkalýðssamtakanna lágu
fyrir þorði ríkisstjórnin ekki annað en að
fara þessa leið og hófust samningar á nýjan
leik. Tókust samningar eftir nærri tveggja
sólarhringa samfelldan sáttafund 6. júní. Áður
en niðurstaða þeirra er rædd sérstaklega er
rétt og skylt að geta þess hér að ein tilraun
var gerð til þess að brjóta verkfallsmenn á
bakj aftur.
Morguninn eftir að lögin voru sett voru
tugir vörubíla komnir að Áburðarverksmiðj-
unni að sækja áburð. Var einn bíll hálfhlað-
inn þegar verkfallsverðir komu á vettvang.
Þeir stöðvuðu afgreiðsluna þegar i stað og
var ekki frekar reynt að afgreiða áburðinn.
Þegar ríkisstjórnin hóf samningaviðræður við
verksmiðjufólkið á nýán leik var hins vegar
veitt undanþága til afgreiðslu á sementi,
áburði og dæling á kísilgúr.
Þegar samningar höfðu tekist höfðu blöðin
viðtöl við forustumenn samningamanna og
verða hér birt ummæli nokkurra þeirra:
Halldór Björnsson, ritari Dagsbrúnar:
Samræming samningsins fyrir hina ólíku
starfshópa var hið erfiðasta í þessum samn-
ingum.
Guðjón Jónsson, formaður Félags járn-
iðnaðarmanna:
Stærsti sigurinn að mínum dómi í samn-
ingunum var að okkur skyldi takast að hindra
framgang þvingunarlaga ríkisstjórnarinnar
og ná samt góðum samningum.
Talið var að í samningunum hefði orðið
að meðaltali 11 % hækkun á kauptöxtum
verksmiðjufólksins, en þessar hækkanir voru
afar misjafnar, margir hækkuðu mun meira
vegna samræmingar við aðra og vegna starfs-
matsins.
Niðurstaða samninganna í ríkisverksmiðj-
unum, gerðardómslaganna og viðbragða
verkalýðshreyfingarinnar mun lengi í minn-
um höfð.
141