Réttur - 01.04.1975, Blaðsíða 39
Einar Olgeirsson
SJÖUNDA HEIMSÞINGIÐ
—og sigurinn yfir fasismanum
Fyrir íjörutíu árum, dagana 25. júlí 1935 til 21. ágúst, var háð heimsþing Alþjóðasam-
bands kommúnista (Komintern) í Moskvu, hið sjöunda í röðinni — og hið síðasta og
á margan máta hið merkilegasta og lærdómsríkasta þeirra allra.
Nasisminn, ógnarstjórn auðvaldsins, hafði 1933 náð völdunum í Þýskalandi, ættjörð
Marx og Engels; þýska verkalýðshreyfingin, er verið hafði brautryðjandinn um ára-
tugi og sterkust allra, lá í fjötrum, jafnvel í rústum. Hrægammar auðvaldsins hlökkuðu
um allan heim og hugðu nú gott til glóðarinnar að brjóta allan sósíalisma á bak aft-
ur og byrja nýtt gróðastríð, til að kveða niður kreppuna.
Þetta þing markaði stefnu marxískra flokka um heim allan um einbeitingu baráttunnar
gegn fasismanum: samfylkingu og þjóðfylkingu allra andfasistiskra afla, — stefnu
sem enn má margt og mikið af læra. Hugleiðingar um vandamál þessa þings eiga því
enn erindi til allra sósíalista.
Fyrir 30 árum, 8.—9. maí 1945, var þýski fasisminn loks felldur — með víðfeðmari
,,þjóðafylkingu“ en nokkurn hafði órað fyrir 1935, — endi bundinn á heimsstríð það,
sem nasistastjórn þýska auðvaldsins hóf. Það hafði kostað heilt heimsstríð og ægi-
iegar fórnir að kveða þann nasisma niður, er völdin tók 1933. Svo dýr varð sú ófreskja
mannkyninu.
Ýmsir nútímamenn dæma hart þaö andvara-
leysi, sem sósíalistar, einkum’ þýskir úr báöum
höfuðfylkingum verkalýðshreyfingarinnar, komm-
únista og sósíaldemókráta, sýndu gagnvart hætt-
unni á sigri fasismans í Þýskalandi 1933. Það er
að vísu skiljanlegt að menn dæmi hart, — cn þó
skyldu þcir hinir sömu stinga hcndi i eigin barm
og athuga hvcrnig mcnn brcgðast nú við cnn ægi-
lcgri hættum. En þar um síöar.
Sósíalistar voru haldnir þeirri bjartsýni 19. ald-
armanna að öruggt væri að þróunin héldi áfram,
spurningin væri aðeins hve hratt. Eins og auð-
valdsskipulag tók við af lénskipulagi, svo hlyti
sósíalisminn að taka við af kapítalisma, — spum-
ingin væri aðeins um hve fljótt. Þeir höfðu
gleymt viðvörun Marx og Engels í upphafi
Kommúnistaávarpsins, er þeir lýsa úrslitum
stéttabaráttunnar: „Þessari baráttu hefur jafnan
lokið á þá lund, að þjóðfélagið hefur tekið
hámskiptum í byltingu eða báðar stéttir liðið
undir lok.“
Þegar heimskreppan er skollin yfir Evrópu af
119