Réttur - 01.04.1975, Blaðsíða 55
2. Stofnun verkalýðs- og jafnaðarmannafé-
laga á Norðurlandi.
Framsögumaður: Einar Olgeirsson.
3. Kaupmál.
Framsögumaður Erlingur Friðjónsson.
4. önnur mál, sem upp kunna að verða
borin.
III. Áskorun frá þinginu til norðlenska verka-
lýðsins.
Þingið hófst kl. 10 að morgni. Setti Erlingur
Friðjónsson, formaður fulltrúaráðsins á Akureyri,
þingið og bar síðan upp tillögu um að stofna hér
Verklýðssamband Norðurlands. Var sú tillaga sam-
þykkt i einu hljóði og síðan var gengið að næsta
máli dagskrár, lögunum.
Lögin
Erlingur Friðjónsson las upp uppkast að þeim.
Vakti þá E.O. eftirtekt á því að það vantaði grein
um inntöku félaga og Kj.J. á að aðra vantaði um
úrsögn úr því. Voru greinarnar síðan lesnar upp
hver fyrir sig og bornar upp til atkvæða.
1. grein hljóðaði svo í uppkastinu: „Sambandið
heitir Verklýðssamband Norðurlands". Var hún
samþykkt óbreytt með öllum atkvæðum.
2. gr. var á þessa leið: „Tilgangur samþandsins
er að auka og efla samstarf milli allra þeirra norð-
lenskra verkalýðsfélaga og stjórnmálafélaga, sem
þyggð eru á grundvelli jafnaðarstefnunnar og vinna
að því að þæta kjör alþýðunnar." Við þetta kom
fram viðaukatillögu frá Ingólfi Jónssyni, svohljóð-
andi: „þó geta félög utan Norðlendingafjórðungs
fengið upptöku i sambandið, á sama hátt og félög-
in norðanlands." Með þessum viðauka var grein-
in samþykkt með öllum atkvæðum.
3. gr. var á þessa leið: „Aðalstarf sambandsins
skal vera fólgið í því:
a) að koma á góðum samtökum í kaupgjaldsmál-
um meðal þeirra félaga sem í sambandinu eru,
koma samræmi á kauptaxta og efla samvinnu við
að fylgja þeim fram;
þ) að gangast fyrir stofnun nýrra verklýðs- og
jafnaðarmannafélaga;
c) að stuðla að því að koma í fulltrúastöður
bæjarfélaga, sveitarfélaga og rikisins þeim mönnum
einum saman, er fylgja jafnaðarstefnunni;
d) að fræða alþýðu manna um verklýðshreyf-
inguna og jafnaðarstefnuna með fyrirlestrum, bóka-
og blaðaútgáfu. Einkum skal sambandið vinna að
útbreiðslu jafnaðarmannablaða, sem gefin eru út
á Norðurlandi." Var grein þessi samþykkt óbreytt
með öllum atkvæðum.
4. gr. var svo: „Rétt til að vera í sambandinu
hafa öll verklýðs- og sjómannafélög í Norðlend-
ingafjórðungi, sem byggð eru á grundvelli jafnað-
arstefnunnar, og hlita vilja stefnuskrá þess." Kom
við þessa grein fram viðaukatillaga frá E.O., svo-
hljóðandl: „Sambandsstjórn veitir félögum upp-
töku, en sambandsþing leggur þar fullnaðarúrskurð
á." Var greinin samþykkt með öllum atkvæðum
með þessari tillögu.
5. gr. „Hvert félag í sambandinu hefur fullt og
ótakmarkað frelsi um sín innri mál, þó svo, að það
komi e;gi í bága við lög sambandsins og stefnu-
skrá þess." Var sú grein samþykkt með öllum
atkvæðum.
6. gr. „öll félög, sem sambandinu tilheyra, eru
skyldug til að skuldbinda félaga sína til að halda
kauptaxta annara verkalýðsfélaga, sem í samband-
inu eru, á því svæði er kauptaxti þeirra nær til."
Var þessi grein samþykkt óbreytt með öllum at-
kvæðum.
7. gr. „Ágreiningsmálum milli sambandsfélaga
og atvinnurekenda má skjóta til sambandsstjórnar,
sem reynir að greiða úr þeim." Samþykkt óbreytt
með öllum atkvæðum.
8. gr. „Sambandsstjórn hefur rétt til að víkja
úr sambandinu hverju félagi, er hún álítur að hafi
brotið lög eða stefnuskrá sambandsins eða gert
sig sekt í athöfn, sem sambandinu er til tjóns eða
vanvirðu; þó leggur sambandsþingið fullnaðarúr-
skurð á." Við þessa grein kom fram sú breyting-
artillaga að framan við þetta skuli koma; „Orsögn
úr sambandinu skal koma skrifleg til stjórnarinnar
og er því aðeins lögmæt að félagið sé skuldlaust
og úrsögnin hafi verið samþykkt á lögmætum fundi
félagsins." Var greinin samþykkt með þessari
breytingu með öllum atkvæðum.
9. gr. „Hvert sambandsfélag skal greiða til sam-
bandsins 25 aura af hverjum karlmanni og 15 aura
af hverjum kvenmanni, sem í félaginu eru. Gjald-
dagi sami og til Alþýðusambandsins." Þá komu
fram tillögur um að hækka gjaldið. Áleit Steinunn
Jóhannsdóttir, fulltrúi verkakvenna að vel mætti
gjald þeirra vera 25 aurar. Var að endingu sam-
þykkt sú breytingsrtillaga áð í stað 25 kæmi 50
aurar og í stað 15 kæmi 25 aurar. Var þá greinin
samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
10. gr. „Stefnuskrá sambandsins skal vera
135