Réttur


Réttur - 01.04.1975, Blaðsíða 17

Réttur - 01.04.1975, Blaðsíða 17
Einar Olgeirsson Skyldan við Grænlendinga íslendingar héldu 1100 ára landnámshátíð. Buðu mörgum fulltrúum framandi þjóða. Ekkert var til sparað i fé og „flottheitum“. En Grænlendingum var ekki boðið, næsta nágrannanum, — þeir, sem fátækir berjast fyrir frelsi sínu, gleymdust. Nýlenduveldi Portúgals er hrunið. Valdhafar þar höfðu haft þann hátt á að „innlima11 hin stóru lönd í Afríku í hið iitla Portúgal og nsita síðan að gefa Sameinuðu þjóð- unum skýrslu um nýlendur, — þær væru orðnar „innanríkismál“ Portúgala. Nú er þeirri kúgun og þeim skrípaleik lokið. Það er tími til kominn að leyfarnar af nýlenduveldi Dana verði frjálsar. Utanríkisráð- herra Danmerkur, K. B. Andersen, var svo ósvífinn að tala um „rödd úr gröfinni“, er íslendingur minnfi á sjálfstæðisbaráttu vora. Svo mæla þeir herrar, sem hrundið hafa Danmörku ofan í fjöldagröf Efnahagsbandalagsins, lagí ok fjölþjóðahringanna á herðar danskrar alþýðu. Og þessir herrar eru að ofurselja Grænland alþjóðaauðvaldinu — hernaðarlega og efnahagslega. Eftir áratug, 1986, eru þúsund ár síðan vér íslendingar námum Grænland og fundum þar með Ameríku. Vér höfum skyldur við það land og þá þjóð, er það byggir nú. I. INNLIMUN GRÆNLANDS 1953 OG AFSTAÐA ÍSLENDINGA Með stjórnarskrárbreytingunni 5. júní 1953 ákváðu Danir að gera Grænland að „amti" í Danmörku. Síðan fór danska stjórn- in fram á það við Sameinuðu þjóðirnar að hún losnaði undan þeirri skyldu að gefa skýrslu um nýlenduna Grænland. I gæslu- verndarnefnd S.Þ. voru þessi tilmæli sam- þykkt með 34 atkv. gegn 4, en 12 sátu hjá. Hélt nefndin því fram, samkvæmt upplýsing- um Dana, að „grænlenska þjóðin hafi af frjálsum vilja ákveðið innlimun í danska konungsríkið á jafnréttisgrundvelli" og þar með „öðlast sjálfstjórn"(!). Skyldi þetta mál nú koma fyrir allsherjarþingið og átti nú Island að taka ákvörðun um afstöðu sína til þessa. Var það rætt á Alþingi dagana 19— 22. nóv. 1954. Ríkisstjórn Islands lagði til að Island sæti hjá við atkvæðagreiðsluna. Urðu allmiklar umræður um málið. Þeir Finnbogi R. Valdi- 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.