Réttur


Réttur - 01.04.1975, Blaðsíða 26

Réttur - 01.04.1975, Blaðsíða 26
ust jafnt allar freistingar frama og valds sem eldskírn ofsókna, fangelsa og dauða, eru fyrirheitin um að stefna hans, sósíal- isminn, mun og vinna bug á öllu því, sem flekkar hann nú eða afskræmir í augum sumra. Hinn sósíalíski maður framtíðarinnar mun taka sér menn sem Abram Fischer til fyrirmyndar. E. O. III. Æfiatriði (Febrúarhefti af Sechaba, mánaðartímariti Afríska þjóðþingsflokksins (A.N.C.) var að fara í prentun er því barst sú fregn, að Bram Fischer væri að deyja af krabbameini í fang- elsinu í Pretoríu. Meginefni þessarar greinar, um hinn ágæta son Suður-Afríku, er sótt í skýrslu, sem Christian Action birti, þegar Bram var handtekinn fyrir níu árum). í Suður-Afríku eru hverskonar mannrétt- indi troðin undir fótum án afláts. Það vakti réttláta reiði Brams Fiscners, og hann gerðist eldlegur málsvari miljóna blökkumanna. Hann neitaði að sætta sig við trúarsetningar þjóðfélags, sem grundvallað er á misrétti og virðir einn öðrum minna. Hann tók hvorki hálfsannindi né hálfkák fyrir gilda vöru. Að hans dómi er „Apartheit"-stefnan röng með öllu og hann hefur lagt líf sitt við að berjast gegn henni og þeirri vá sem af henni stendur. Hver er Bram Fischer, — þessi maður, sem farið hafði huldu höfði í tíu mánuði, er hann var handtekinn, og 45 vopnaðir lög- regluþjónar voru settir til að gæta á meðan hann kom sem snöggvast fyrir rétt? Hann er einn fremsti hæstaréttarlögmaður hins hvíta minnihluta í S.-Afríku, lærður í Oxford, yfirdómarasonur og sonarsonur forsætisráð- herra, hafði verðleika og hæfni tii að hljóta þann frama, sem mestur gat orðið í landi hans, og hefði hlotið hann fyrir löngu, ef allt hefði farið með felldu, slíkan feril sem hann átti að baki 67 ára gamall sem hæsta- réttarmálflutningsmaður í Jóhannesarborg. Þetta er maðurinn sem öryggislögreglan í S.-Afríku handtók aðfaranótt 11. nóv. 1965, er hann hafði verið hundeltur eins og óbóta- maður í tíu mánuði samfleytt og þrjú þúsund sterlingspund lögð til höfuðs honum. Þessa tíu mánuði var hann leiðtogi hinnar ólög- legu mannréttindabarátm, er sætir nú þung- um áföllum. Þennan tíma var hann einbúi í dulargervi og forðaðist allt samneyti við dætur sínar og ungan son; og hár blóðþrýstingur bagaði hann sárlega, og lögreglan var hvarvetna á hælum hans dag og nótt, svo að hverjum manni, þótt heill gengi, hefði verið hin þyngsta raun; en hann gafst ekki upp og hélt ótrauður áfram ævilangri baráttu sinni gegn drottinvaldi hinna hvítu harðstjóra í orði og á borði, — valdi sem reiðir ógnarsvipu yfir hinum svörm frumbyggjum landsins og læmr smán, örbirgð og hrottaskap brenna á bökum þeirra. Bram nam við Gray College og Grey University College í Orange. Að loknu prófi varð hann ritari Sir Etienne de Villiers, sem þá var yfirdómari þar. Því starfi gegndi hann í tvö ár, en hlaut þá Rhodes-styrkinn, og var síðan við lögfræðinám og las einnig hag- fræði til prófs við New College í Oxford. Hann lék í „rugby"- og tennisliði skólans og var forseti Raleigh-klúbbsins; en sá fé- lagsskapur samveldisborgara starfar enn með sama hætti og þá. Þegar heim kom til S.- Afríku, gerðist hann hæstaréttarlögmaður í Jóhannesarborg og varð brátt kunnur fyrir meðferð mála, er lutu að hlutafélögum, 106
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.