Réttur


Réttur - 01.04.1975, Síða 50

Réttur - 01.04.1975, Síða 50
myndu dynja yfir ísland á næstunni: „Kreppan er hvergi til, nema í kollinum á Brynjólfi Bjarnasyni." *) Tilvitnunin er í ljóð Nordahl Griegs um Viggo Hansteen, — í þeirri viðbót, sem hann vildi ekki láta birta fyrr en eftir stríð og hljóðar vísan svo í heild: „Menneskets stolte hjerte, som grenselost gir sig hen villig, hvis det blir kalt pá á dp for en ukjent venn — menneskets stakkars hjerte som, fattig, ikke formár á bære sin egen storhet gjennom de lange ár.“ 3) Þó eru og á þessu undantekningar: Það getur gerst, einkum í litlum þröngum flokki, að ofstækisfullir flokksmenn beri góða, raunsæja foringja ofurliði. Svo var í þýska kommúnista- flokknum, er hann var stofnaður í desember 1918. Þá vildu þau Rosa Luxemburg og Karl Liebknecht og með þeim bestu foringjarnir að flokkurinn tæki þátt í kosningunum til stjóm- lagaþingsins í Weimar 1919, en meirihluti þingfulltrúa felldi tillögu þeirra. I þeirri upp- reisn, er varð í janúar 1919 voru þau bæði og fleiri ágætir foringjar myrtir og beið flokkur- inn þess aldrei bætur. 4) Til eru á ýmsum málum æfisögur ýmissra þessara leiðtoga, sem hér em nefndir og skal þeirra getið eftir því, sem ég hef þær tiltækar, svo þeir, sem áhuga hafa geti kynnt sér þær: Stella Blagojew: Georgi Dimitroff. Kurze Lebensbeschreibung. Berlín 1954. Marcella und Maurizio Ferrara: Palmiro Togliatti. Berlín 1956. Jean Lacouture: Ho Chi Minh. Kaupmanna- höfn 1968. Dolores Ibárruri: Der einzige Weg. Erinne- rungen (endurminningar). Berlín 1964. Stuart Schram: Mao Tse-Tung. (Penguin- bók). 1966. Agnes Smedley: Der grosse Weg. (Æfisaga Tsju-Tehs marskálks.) Berlín 1958. Æfisögur um Pollitt, Luiz Prestes og Chou En-Lai em mér ekki kunnar. En um Luiz Prestes má mikið lesa í ævisögu Olgu Benario, færðri í söguform, útgefin í Berlín 1961 — og var áður sagt frá henni í Rétti. Svo hefur og verið um æfiatriði Dimitroffs, Togliattis, Ho Chi Minhs og Maos formanns. En í bók Edgar Allan Snow: „Red star over China“ em nokkkur æviatriði hinna þriggja kínversku leiðtoga. Hvað frakkana snertir, þekki ég þessar tvær: Maurice Thorez: Ein Sohn des Volkes (end- urminningar). Berlín 1961. (Franski titillinn er „Fils du peuple“.) Jaques Duclos: Memoiren (endurminningar). Berlín 1972. (Franski titillinn er: „Mémoires.) Duclos andaðist nú nýlega. 5) Hér er raunverulega vitnað í bréf það, er Karl Marx ritar Andrew Johnson Bandaríkjafor- seta, fyrir hönd I. Intemationale eftir morðið á Abraham Lincoln. Þar segir Marx, eftir fá- gæta góða skilgreiningu á Lincoln: „í stuttu máli, hann var einn þeirra sjaldgæfu manna, sem tekst að verða miklir án þess að hætta að vera góðir. Látleysi þessa mikla og góða manns var í sannleika þvílíkt, að þá fyrst er hann var fallinn í valinn sem píslarvottur upp- götvaði heimurinn að hann var hetja.“ — Bréf þetta og annað til Lincolns birtust í íslenskri þýðingu í Rétti 1965, bls. 11—16. °) í grein: „Die antifaschistische Aktion im An- march“ í „Internationale Presse-Korrespon- denz“ 14. júní 1932. Zörgiebel, hinn sósíal- demókratíski lögreglustjóri Berlínar, hafði bannað kröfugöngu verkamanna 1. maí 1929. Þegar verkamenn samt stóðu á síniim rétti, drap lögreglan yfir 30 þeirra. 7) Það er af þessum fjórum leiðtogum sósíal- demókrata sem hér hafa verið nefndir, að segja eftir sigur nasismans að þeir Severing, áður innanríkisráðherra Prússlands, og Zörgie- bel vom báðir á eftirlaunum á nasistatímun- um og síðar virkir í sósíaldemókrataflokki V- Þýskalands, dánir Severing 1952 og Zörgiebel 1961. — Hilferding, er var frægur hagfræð- ingur, einkum fyrir rit sitt „Das Finanz-kapi- tal“, var einn af aðalleiðtogum sósíaldemó- krata í Weimarlýðveldinu, mikill andstæðing- ur kommúnista og samfylkingar við þá, um tíma fjármálaráðherra. Var tekinn fastur af franskri lögreglu í febrúar 1941, eftir að hafa flúið til Suður-Frakklands, afhentur nasistum 11. febrúar 1941 og myrtur af þeim í La Santé fangelsinu í París daginn eftir. — Grze- 130

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.