Réttur - 01.04.1975, Side 12
samkomulagi gerðu seint í mánuðinum um
láglaunabætur í mars—maí.
HUNDSBÆTUR OG
VERÐLAGSBÆTUR
Svo er látið heita að kauphækkanirnar 1.
október 1974 og 1. mars 1975 séu sárabæt-
ur fyrir það að ekki eru greiddar verðlags-
bætur að samningsbundnum hætti. Sam-
kvæmt verðlagsvísitölu frá 1. maí síðastliðn-
um er næsta kaupgreiðsluvísitala (1. júní)
179,03 stig miðað við 100 fyrir hækkunina
1. mars 1974. Það þýðir að á kaupið eins
og það var ákveðið í febrúarsamningunum að
viðbættri hækuninni 1. desember í vetur á
að leggjast 79,03% verðlagsuppbót, ef allt
væri með felldu. Auk þess yrði 3% grunn-
kaupshækkun 1. júní.
Miklu skiptir að Aron, Bóas og Daníel
geri sér grein fyrir því hver fyrir sig hversu
miklu munar að kaup þeirra nú sé í þessu
horfi og hvað þeir þurfi að gera sameiginlega
til að koma kaupinu aftur á hinn samnings-
bundna grundvöll. Ætla þeir að fara að ráð-
um Ebenesers eða sætta sig við sjónhverfing-
ar xyz?
40—74% SVIK
Horfum nú á meðfylgjandi töflu um
„kjaraþróun síðustu 3ja missera.”
Taflan sýnir að kaup Arons þarf að hækka
nú í júní frá því sem það er í maí um 39,7 %
til þess að staðið sé að fullu við samningana
frá í febrúar í fyrra. Er þá átt við 79,03%
verðlágsbætur ofan á grunnkaupið að við-
bættum þeim 3% sem samkvæmt þeim
samningum áttu að bætast við grunnkaupið
1. desember í vetur og gerðu það, svo og með
þeirri 3% hækkun sem samningar hljóða
uppá að skuli verða 1. júní. Hins vegar
er vitanlega ekki reiknað með því að launa-
jöfnunarbætur né láglaunabætur haldist á-
fram inni í kaupinu til viðbótar réttum verð-
lagsbómm A sama hátt þarf kaup Bóasar
að hækka um 46,7% en kaup Daníels þarf
að hækka um heil 73,7% svo að samningar
séu í engu sviknir á honum.
HVAÐ SEGIR EBENESER?
Nú kann einhver að segja að kaupið sem
hér er reiknað þeim Aron (43.000), Bóasi
(54.000) og Daníel (65.000) nú í maí standi
á grunsamlega fínum tölum og líklega sé ekk-
ert að marka þetta. En tölur þessar eru reikn-
aðar eftir óaðfinnanlegum fyrirmyndum og
viðurkenndum aðferðum. Til samanburðar
má geta þess að meðalkaup dagsbrúnarmanns
er nú talið vera 46.539 krónur á mánuði í
dagvinnu. Kaupið hjá slíkum meðalmanni
— honum Ebeneser — þyrfti að hækka um
nákvæmlega 42,3% til að staðið sé að fullu
við samningana gagnvart honum. Þá ætti
kaup Ebenesers að fara upp í 65.235 krónur
í júní, 19-696 krónum hærra en það er nú.
LÁGLAUN OG HÁLAUN
Spyrja má hvort Daníel sé hálaunamaður
úr því að menn og guðir hafa ekki talið
þörf á því að hækka kaup hans í krónutölu
nema um 41% á sama tíma sem það hækk-
aði um 75—81% hjá félögum hans Aron
og Bóasi. Svarið er þetta:
Haustið 1973 var almennt samkomulag
um að telja láglaun vera 35.000 króna mán-
aðarkaup og þar undir. Sú krónutala kaups
sem nú í maí 1975 et að kaupmætti jöfn
35 þúsundunum í nóvember 1973 er 65.520.
(Fundið með því að beita 87,2% hækkun
á 35.000, en sú er hækkun neysluvöruverð-
lags samkvæmt vísitölu vöru og þjónustu).
Augljóst er því að núverandi kaup Daníels
er um 1% undir láglaunahámarkinu, en fyrir
hálfu öðru ári var kaup hans 32% yfir því
sem þá töldust láglaun.
92