Morgunblaðið - 03.02.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.02.2006, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LITHÁÍSK kona sem starfaði á veg- um starfsmannaleigu hér á landi segir að sér hafi verið sagt upp störf- um eftir að hún neitaði að taka að sér aukavinnu launalaust, og eftir að hún ákvað að leita sér upplýsinga um rétt sinn hjá íslenskum stéttar- félögum. Konan heitir Rima, en vildi ekki koma fram undir fullu nafni. Hún hefur starfað hér á landi hjá BéBé Vöruhúsi ehf., sölu- og dreifingar- aðila fyrir Mjöll-Frigg hf., á vegum litháískrar starfsmannaleigu frá því síðasta haust. Samkvæmt samningi konunnar við starfsmannaleiguna hafði hún tæplega 65 þúsund krónur í mán- aðarlaun fyrir fullt starf, auk þess sem henni var útvegað húsnæði. Hún fékk engar greiðslur fyrir að vinna yfirvinnu. Samkvæmt VR eru lágmarkslaun fyrir fullt starf sam- bærilegt við starf Rima um 108 þús- und krónur á mánuði fyrir dagvinnu, og algeng laun fyrir sambærilegt starf á bilinu 170–180 þúsund á mán- uði. Rima, sem er 48 ára, sagði í sam- tali við blaðamann að hún hefði ákveðið að ræða við Alþýðusamband Íslands, og í framhaldi þess við VR, í gærmorgun, eftir að farið var fram á það við hana að hún tæki að sér að þrífa vinnustaðinn eftir að vinnudeg- inum lauk, án þess að til kæmi nokk- ur greiðsla. Hún sagði forsvars- manni starfsmannaleigunnar frá þeirri fyrirætlun sinni að ræða við íslensk stéttarfélög í fyrrakvöld, og fékk hún símtal í gærmorgun frá leigunni þar sem henni var sagt fyr- irvaralaust upp störfum. Einn Lithái enn að störfum Upphafleg komu þrír Litháar hingað til lands til að vinna hjá BéBé Vöruhúsi, á vegum litháíska fyrir- tækisins B3 Baltic. Vilhelmas, 21 árs gamall karlmaður sem ekki vildi koma fram undir fullu nafni, hætti störfum eftir nokkrar vikur þar sem honum fannst launin lág. Í samtali við Morgunblaðið segir hann að honum hafi brugðið veru- lega þegar hann sá hversu hátt vöru- verðið er hér á landi, og þá hafi hann áttað sig á því að þau laun sem hann samdi um hafi verið langt undir því sem eðlilegt geti talist hér á landi. Með aðstoð ASÍ fékk Vilhelmas starf hér á landi við járnabindingar og hefur unnið við þær síðan. Rima hefur nú einnig látið af störfum, en segir einn litháískan karlmann enn starfa á lager BéBé Vöruhúss, trúlega á sambærilegum launum og hún fékk greidd fyrir vinnu sína. Segjast hafa fengið greitt í reiðufé Á samningum sem gerðir voru milli B3 Baltic og Rima og Vilhel- mas, og Morgunblaðið hefur undir höndum, kemur fram að þau eigi fá greidd 720 litas í laun á mánuði, sem jafngildir tæplega 16 þúsund krón- um. Að auki er samið um dagpen- ingagreiðslur upp á 2.450 litas, sem jafngildir tæplega 53 þúsund krón- um. Eftir skatt í Litháen fær því starfsmaðurinn sem samsvarar um 64.700 krónum á mánuði. Auk þess voru ferðir til og frá landinu greidd- ar, og BéBé Vöruhús sá þeim fyrir herbergi á gistiheimili. Rima segir að hluti launanna, 720 litas, hafi verið greiddur inn á reikn- ing sinn í Litháen, en dagpeningarn- ir hafi verið greiddir í íslenskum krónum, og hún hafi fengið 25 þús- und krónur í reiðufé í umslagi merktu Mjöll-Frigg tvisvar í mánuði án þess að fá launaseðil eða aðrar kvittanir fyrir þeim greiðslum. Vil- helmas staðfestir að greiðslurnar hafi farið fram með þessum hætti, og sýnir blaðamanni ljósrit af umslagi – merktu Mjöll-Frigg með nafni hans handskrifuðu utan á – sem hann seg- ist hafa fengið reiðufé í. Vill aftur heim til barnanna Rima segist afar leið yfir því hvernig fór, hún hafi unnið vel og launin séu um fjórfalt hærri en hún hefði getað fengið fyrir vinnu í Litháen. Kostnaður við að lifa hér á landi sé einfaldlega of mikill miðað við launin, hún vilji nú helst af öllu snúa aftur til heimalandsins, þar sem maður hennar og tvö börn búa. Starfsmaður starfsmannaleigu segir sér hafa verið sagt upp fyrir að neita launalausri aukavinnu Greidd laun langt undir ís- lenskum kjara- samningum Morgunblaðið/Ómar Húsnæði BéBé Vöruhúss í Kópavogi þar sem Litháarnir unnu við lagerstörf. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is HINRIK Morthens, framkvæmda- stjóri BéBé Vöruhúss ehf., sem einnig er framkvæmdastjóri hjá Mjöll-Frigg hf., segir að annar af tveimur Litháum sem starfað hafi á lager fyrirtækisins á vegum 3B Baltic hafi sagt upp störfum í fyrradag, henni hafi ekki verið sagt upp störfum. Ágúst Grét- arsson, framkvæmdastjóri 3B Bal- tic, tekur undir orð Hinriks, og segir konuna hafa hætt störfum að eigin ósk. Hinrik segir að BéBé vöruhús greiði starfsmönnunum ekki laun, það sé á hendi starfsmannaleig- unnar. BéBé vöruhús greiði þó dagpeninga hér á landi og útvegi fólkinu húsnæði. „Við höfum líka gert ýmsa hluti fyrir þá eins og að borga fyrir þá kostnað við að kom- ast til og frá vinnu og annað slíkt.“ Aðspurður segist Hinrik ekki vita hvað starfsmennirnir hafi í laun hjá starfsmannaleigunni. „Ég fylgist ekki með því, það er kannski ekki okkar í sjálfu sér [að gera það].“ Spurður hvers vegna starfs- mennirnir hafi fengið greiðslur í reiðufé, í umslögum merktum Mjöll-Frigg, segir Hinrik: „Áttu þá við [þriðja Litháann sem enn er starfandi hjá fyrirtækinu] í gær? Það gleymdist að borga honum, við höfum borgað honum bónus, þetta er sérlega duglegur starfsmaður, og gjaldkerinn hreinlega gleymdi að borga honum bónus sem búið var að tala um. Við borgum alltaf samkvæmt launaseðlum.“ Hinrik segir það fáránlegar ásakanir að greiðslur séu inntar af hendi með reiðufé tvisvar í mánuði, eins og starfsmennirnir fullyrða. „Ég þarf ekki einu sinni að neita því, þetta er bara bjánagangur, þetta er bara út í hött.“ Spurður hvernig greiðslurnar fari fram seg- ir hann að það sé í verkahring gjaldkera, hann sé ekki viss hvern- ig það fari fram. „En ég held að öll laun séu greidd inn á reikninga.“ Þegar þau laun sem starfsmenn fá greidd eru borin undir Hinrik segir hann alrangt að launin hafi verið um 65 þúsund krónur á mán- uði. „Ég veit það að íslensku starfs- mennirnir hér og þessir starfs- menn hafa verið að bera sig saman, og þetta er alrangt. [...] Ég þarf ekki að sýna þér nein gögn, ég heyri hvað fólk talar um, þetta er rætt við eldhúsið og fleira og þetta er bara rangt.“ Hann bendir á að kostnaður við leigu á húsnæði, sem fyrirtækið hafi greitt, geti hæglega verið um 30 þúsund krónur, og það eigi líka að teljast til launa. Allir starfsmenn yfir lágmarkslaunum „Ég veit ekki hvað er eðlilegt, ég veit bara að miðað við lágmarks- laun á Íslandi eru þeir með meira á milli handana [en lágmarkslaun eru], og töluvert meira en þeir myndu hafa í Litháen. Það sem við reynum að gera er að gera þessa hluti löglega, okkur finnst aðal- atriðið að þetta fari rétt fram,“ segir Hinrik. Spurður hvaða laun fyrirtækið greiði íslenskum starfs- mönnum sínum í sambærilegum störfum segir hann fyrirtækið ekki gefa upp laun starfsmanna. „Það eru allir starfsmenn hjá okkur yfir lágmarkslaunum, og þessir [Lithá- arnir] líka.“ Ágúst Grétarsson, fram- kvæmdastjóri 3B Baltic, segir fyr- irtækið ekki vera starfsmanna- leigu, 3B Baltic standi að inn- flutningi, og þeir starfsmenn sem verið hafi hjá BéBé vöruhúsi séu þeir einu sem fyrirtækið hafi á sín- um snærum á Íslandi. Þar sem þeir séu í vinnu hjá þessu litháska fyr- irtæki fái þeir laun samkvæmt því, ekki samkvæmt íslenskum kjara- samningum. ASÍ segir að 3 B Baltic sé ekki skráð starfsmannaleiga Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Hilmarssyni, starfs- manns átaks ASÍ gegn und- irboðum, hefur 3B Baltic ekki verið skráð sem starfsmannaleiga hér á landi, þrátt fyrir ný lög sem skylda allar starfsmannaleigur sem eru með starfsemi hér á landi til þess að skrá sig. Spurður hvernig greiðslufyr- irkomulagið til starfsmanna leig- unnar hér á landi sé segir Ágúst: „Þau fá hluta á bankareikning hér, og svo hafa þau beðið um að geta fengið pening á Íslandi. Við höfum komið til móts við þau og látið þau hafa peninga þar, sem þau kvitta fyrir eins og greidd laun.“ Hann segir ekki hægt að greiða þeim inn á bankareikning hér á landi þar sem þau hafi ekki íslenska kenni- tölu, og fái því ekki bankareikning. Segja starfsmanninn hafa hætt að eigin frumkvæði FJÖLMENN afmælisdagskrá var hald- in á Barnaspítala Hringsins í gær í til- efni af 30 ára afmæli vökudeildar spít- alans. Við þetta tækifæri færðu fulltrúar Kvenfélags Hringsins vöku- deildinni veglega gjöf, en deildin fékk andvirði þriggja fullkominna hitakassa. „Þetta er afar höfðingleg gjöf sem kem- ur í mjög góðar þarfir,“ sagði Ragn- heiður Sigurðardóttir, deildarstjóri vökudeildar, í samtali við Morgunblaðið. Benti hún á að tækninni fleygi sífellt fram og því skipti miklu máli að geta endurnýjað tækin reglulega. Á afmælisdagskránni voru flutt erindi um starfsemi deildarinnar og sögu, auk þess sem frumsýnt var nýtt myndband um deildina. Einnig voru til sýnis nýjustu tæki deildarinnar, bæði hitakassar og önd- unarvélar svo fátt eitt sé nefnt. Fá þrjá nýja hitakassa í til- efni afmælisins Morgunblaðið/RAX Gestum og gangandi gafst tækifæri á að skoða tækjabúnað vökudeildar í tilefni 30 ára afmælisins. BETUR fór en á horfðist þegar pall- bíll fór margar veltur á Suðurlands- vegi um kl. 16.20 í gær, og var öku- maður talinn ótrúlega lítið slasaður eftir velturnar. Atvikið varð á Suður- landsvegi, skammt vestan við Hvols- völl, og vildi svo til að lögreglumaður frá Hvolsvelli keyrði fram á slysið stuttu eftir að það varð. Lögreglumaðurinn flutti ökumann- inn á heilsugæslustöðina á Hvolsvelli, en ökumaðurinn var síðan fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss. Að sögn Lögreglunnar á Hvolsvelli fór bíllinn margar veltur, en hélst inni á veginum. Ekki er vitað um tildrög óhappsins, en vegurinn var auður og hálkulaus þegar það varð. Bíllinn er talinn gjörónýtur, og var sóttur á kranabíl, og þurfti að kalla til slökkvi- liðið til að hreinsa veginn. Ökumaður lítið slasaður eftir bílveltu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.