Morgunblaðið - 03.02.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.02.2006, Blaðsíða 18
Vík | Sex öryggismyndavélar hafa verið settar upp við sund- laugina í Vík í Mýrdal. Borið hefur á því að óboðnir gestir hafi farið í laugina utan af- greiðslutíma og þess vegna talið nauðsynlegt að setja upp myndavélar til að vakta sund- laugarsvæðið og draga úr líkum þess að sundlaugin sé notuð utan laga og réttar. Starfsmenn Árvirkjans settu upp kerfið. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Myndavélar settar upp við laugina Öryggi Akureyri | Suðurnes | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs- dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmunds- dóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi- @mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Strandamaður ársins | Göngugarpur- inn, nuddarinn og bóndinn Guðbrandur Einarsson frá Broddanesi var valinn Strandamaður ársins 2005 í kosningu á vefnum strandir.is. Guðbrandur vakti þjóð- arathygli síðasta sumar þegar hann gekk hringveginn með Bjarka Birgissyni sundkappa í átakinu Haltur leiðir blindan. Með göngunni vöktu þeir félagar verð- skuldaða athygli á starfsemi Sjónarhóls og málefnum fatlaðra og langveikra barna, um leið og þeir sýndu alþjóð að fatlaðir geta meira en margan grunar. Fram kemur á vefnum að góð þátt- taka var í kosningunni þar sem í seinni um- ferð var kosið á milli þeirra þriggja sem til- nefnd voru oftast í fyrri umferðinni. Aðalheiður Ólafsdóttir söngkona frá Hólmavík, sem gerði garðinn frægan í Idol- keppninni síðasta vor og gaf síðan út sóló- plötu fyrir jólin, varð í öðru sæti og var ekki verulegur munur á milli þeirra Guðbrand- ar. Jón Jónsson, þjóðfræðingur á Kirkju- bóli, varð síðan býsna örugglega í þriðja sæti.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Margir fuglar sáust | Tæplega tvö þús- und fuglar sáust á talningarstöðum í Kol- grafafirði og Hraunsfirði á Snæfellsnesi í janúartalningu vetrarfugla sem skipulögð er af Náttúrufræðistofnun Íslands. Nátt- úrustofa Vesturlands hefur tekið þátt í verkefninu frá árinu 2001 og sáust nú fleiri fuglar en í fyrri talningum á þessum stað. Á vef Náttúrustofnunar Vesturlands, nsv.is, er birt yfirlit yfir talningu ársins og samanburður við síðustu ár. Fram kemur að samtals sáust átján tegundir, saman- borið við 14 til 21 hin árin. Aldrei fyrr hafa sést eins margir fuglar á svæðinu eða 1.965. Rauðhöfðaönd sást í fyrsta skipti í þeim sex talningum sem gerðar hafa verið en 18 fugl- ar voru í Kolgrafafirði. Þá sáust tvær álftir við Eiði en þær hafa ekki komið fram í taln- ingunum áður.    Prófkjör á Héraði | Prófkjör framsókn- armanna á Héraði verður haldið laugardag- inn 11. mars 2006. Prófkjörið er opið öllum þeim sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði og náð hafa 18 ára aldri þegar sveitarstjórnarkosningar fara fram 27. maí 2006, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá stjórn félagsins. skólabúninga verður þetta ótvírætt til þæginda fyrir fjölskyldurnar vegna kostnaðar við fata- kaup,“ segir í fréttatil- kynningu. Peysurnar eru merktar skólanum og nafn barns- ins er einnig saumað í. ForeldrafélagGrunnskólans íBorgarnesi hefur staðið fyrir kaupum á flís- peysum í þeirri viðleitni sinni að taka upp skóla- búninga fyrir börnin. Nú eiga nærri 90% barnanna slíka peysu. Foreldrafélag Grunn- skólans hefur verið að takast á við einelti í skól- anum í mörg ár. Eitt þeirra ráða sem gripið hefur verið til er kaup á flíspeysum sem skólabún- ingi. „Með því vonum við að hægt sé að koma í veg fyrir það að einhver börn verði fyrir aðkasti vegna þess að þau eru ekki í „réttu fötunum“ og í nán- ustu framtíð þegar við verðum komin með heila Sparisjóður Mýrasýslu styrkti verkefnið. Fram kemur að ekki voru allir sammála við litavalið. Fljótlega hafi grænar treyjur þó sést á götum bæjarins, en það er litur sem fellur vel að félags- litum Skallagríms. Skólabúningur í Borgarnesi VeitingastaðurinnNaustið auglýsti áþorra: Inni á Nausti aldrei þver ánægjunnar sjóður. Þorramaturinn þykir mér þjóðlegur og góður. Haldin var samkoma á heimili Kristjáns Bersa Ólafssonar í anda þorr- ans. Lítill sonarsonur hans var meðal gesta og eftir matinn orti Kristján: Þú ert mikið gæðagull, þín greind og viska dafni, því athugull og íhugull ertu litli nafni. Rúnar Kristjánsson: Þorri gamli þykir löngum þokkasmár á sinni tíð. Hreytti áður hríðum ströngum, hrakti bæði fé og lýð. Varasamur ennþá er hann, oft með rysjótt veðurlag. Ótuktina í sér ber hann alveg fram á konudag! Ort á þorra pebl@mbl.is Hvammstangi | Nýtt félag um rekstur sláturhússins á Hvammstanga tók til starfa 1. febrúar síðastliðinn. Félagið heitir Sláturhús KVH ehf. og er það í helminga- eigu Kaupfélags Vestur-Húnvetninga og Kaupfélags Skagfirðinga. Stjórn félagsins skipa; Heimir Ágústsson formaður, Sig- urður Björnsson, Þórólfur Gíslason og Sig- urjón Rúnar Rafnsson. Eigendur hafa lagt áherslu á að fyrir- tækið leggi upp með traustan efnahag og sterka lausafjárstöðu, að því er fram kem- ur í fréttatilkynningu frá félaginu. Tekur það við öllum eigum sláturhússins á Hvammstanga og býður öllum föstum starfsmönnum sem unnið hafa í húsinu að hefja störf hjá félaginu nú 1. febrúar. Þá kemur fram að lagt verður upp úr því að eiga gott og traust samstarf við inn- leggjendur og aðra viðskiptamenn sem nú eru boðnir velkomnir til viðskipta við félag- ið. Markmið félagsins er að efla og auka sauðfjárslátrun á Hvammstanga auk starf- semi við stórgripaslátrun en stefnt er að því að vera með starfsemi í húsinu allt árið. Sláturhús KVH ehf. vill tryggja innleggj- endum samkeppnishæft afurðaverð og traustar greiðslur fyrir afurðir. Samvinna verður með afurðastöðvunum á Hvamms- tanga og Sauðárkróki og samræmdar af- urðagreiðslur. Kynningarfundir verða haldnir með inn- leggjendum á næstunni og auglýstir sér- staklega. Nýtt félag yfirtekur slát- urhúsrekstur Selfoss | Meirihluti bæjarstjórnar Ár- borgar hefur ákveðið að kanna hvort möguleiki sé á að koma á strætisvagna- ferðum milli Selfoss og Reykjavíkur. Frá þessu er greint í Sunnlenska frétta- blaðinu. Haft er eftir Þor- valdi Guðmundssyni, formanni bæjarráðs, að nú gangi strætis- vagnar milli Akraness og Reykjavíkur. Segir hann þetta mikið hagsmunamál fyrir þá sem sækja vinnu til Reykjavíkur eða stundi þar nám. Samkvæmt könnun sem gerð var á árinu 2004 kom fram að um 10% íbúa Árborgar sækja vinnu til höfuðborgarinnar og hlut- fallið er líklega hærra í Hveragerði. Vilja strætó til Selfoss ♦♦♦ Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.