Morgunblaðið - 03.02.2006, Síða 18

Morgunblaðið - 03.02.2006, Síða 18
Vík | Sex öryggismyndavélar hafa verið settar upp við sund- laugina í Vík í Mýrdal. Borið hefur á því að óboðnir gestir hafi farið í laugina utan af- greiðslutíma og þess vegna talið nauðsynlegt að setja upp myndavélar til að vakta sund- laugarsvæðið og draga úr líkum þess að sundlaugin sé notuð utan laga og réttar. Starfsmenn Árvirkjans settu upp kerfið. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Myndavélar settar upp við laugina Öryggi Akureyri | Suðurnes | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs- dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmunds- dóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi- @mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Strandamaður ársins | Göngugarpur- inn, nuddarinn og bóndinn Guðbrandur Einarsson frá Broddanesi var valinn Strandamaður ársins 2005 í kosningu á vefnum strandir.is. Guðbrandur vakti þjóð- arathygli síðasta sumar þegar hann gekk hringveginn með Bjarka Birgissyni sundkappa í átakinu Haltur leiðir blindan. Með göngunni vöktu þeir félagar verð- skuldaða athygli á starfsemi Sjónarhóls og málefnum fatlaðra og langveikra barna, um leið og þeir sýndu alþjóð að fatlaðir geta meira en margan grunar. Fram kemur á vefnum að góð þátt- taka var í kosningunni þar sem í seinni um- ferð var kosið á milli þeirra þriggja sem til- nefnd voru oftast í fyrri umferðinni. Aðalheiður Ólafsdóttir söngkona frá Hólmavík, sem gerði garðinn frægan í Idol- keppninni síðasta vor og gaf síðan út sóló- plötu fyrir jólin, varð í öðru sæti og var ekki verulegur munur á milli þeirra Guðbrand- ar. Jón Jónsson, þjóðfræðingur á Kirkju- bóli, varð síðan býsna örugglega í þriðja sæti.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Margir fuglar sáust | Tæplega tvö þús- und fuglar sáust á talningarstöðum í Kol- grafafirði og Hraunsfirði á Snæfellsnesi í janúartalningu vetrarfugla sem skipulögð er af Náttúrufræðistofnun Íslands. Nátt- úrustofa Vesturlands hefur tekið þátt í verkefninu frá árinu 2001 og sáust nú fleiri fuglar en í fyrri talningum á þessum stað. Á vef Náttúrustofnunar Vesturlands, nsv.is, er birt yfirlit yfir talningu ársins og samanburður við síðustu ár. Fram kemur að samtals sáust átján tegundir, saman- borið við 14 til 21 hin árin. Aldrei fyrr hafa sést eins margir fuglar á svæðinu eða 1.965. Rauðhöfðaönd sást í fyrsta skipti í þeim sex talningum sem gerðar hafa verið en 18 fugl- ar voru í Kolgrafafirði. Þá sáust tvær álftir við Eiði en þær hafa ekki komið fram í taln- ingunum áður.    Prófkjör á Héraði | Prófkjör framsókn- armanna á Héraði verður haldið laugardag- inn 11. mars 2006. Prófkjörið er opið öllum þeim sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði og náð hafa 18 ára aldri þegar sveitarstjórnarkosningar fara fram 27. maí 2006, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá stjórn félagsins. skólabúninga verður þetta ótvírætt til þæginda fyrir fjölskyldurnar vegna kostnaðar við fata- kaup,“ segir í fréttatil- kynningu. Peysurnar eru merktar skólanum og nafn barns- ins er einnig saumað í. ForeldrafélagGrunnskólans íBorgarnesi hefur staðið fyrir kaupum á flís- peysum í þeirri viðleitni sinni að taka upp skóla- búninga fyrir börnin. Nú eiga nærri 90% barnanna slíka peysu. Foreldrafélag Grunn- skólans hefur verið að takast á við einelti í skól- anum í mörg ár. Eitt þeirra ráða sem gripið hefur verið til er kaup á flíspeysum sem skólabún- ingi. „Með því vonum við að hægt sé að koma í veg fyrir það að einhver börn verði fyrir aðkasti vegna þess að þau eru ekki í „réttu fötunum“ og í nán- ustu framtíð þegar við verðum komin með heila Sparisjóður Mýrasýslu styrkti verkefnið. Fram kemur að ekki voru allir sammála við litavalið. Fljótlega hafi grænar treyjur þó sést á götum bæjarins, en það er litur sem fellur vel að félags- litum Skallagríms. Skólabúningur í Borgarnesi VeitingastaðurinnNaustið auglýsti áþorra: Inni á Nausti aldrei þver ánægjunnar sjóður. Þorramaturinn þykir mér þjóðlegur og góður. Haldin var samkoma á heimili Kristjáns Bersa Ólafssonar í anda þorr- ans. Lítill sonarsonur hans var meðal gesta og eftir matinn orti Kristján: Þú ert mikið gæðagull, þín greind og viska dafni, því athugull og íhugull ertu litli nafni. Rúnar Kristjánsson: Þorri gamli þykir löngum þokkasmár á sinni tíð. Hreytti áður hríðum ströngum, hrakti bæði fé og lýð. Varasamur ennþá er hann, oft með rysjótt veðurlag. Ótuktina í sér ber hann alveg fram á konudag! Ort á þorra pebl@mbl.is Hvammstangi | Nýtt félag um rekstur sláturhússins á Hvammstanga tók til starfa 1. febrúar síðastliðinn. Félagið heitir Sláturhús KVH ehf. og er það í helminga- eigu Kaupfélags Vestur-Húnvetninga og Kaupfélags Skagfirðinga. Stjórn félagsins skipa; Heimir Ágústsson formaður, Sig- urður Björnsson, Þórólfur Gíslason og Sig- urjón Rúnar Rafnsson. Eigendur hafa lagt áherslu á að fyrir- tækið leggi upp með traustan efnahag og sterka lausafjárstöðu, að því er fram kem- ur í fréttatilkynningu frá félaginu. Tekur það við öllum eigum sláturhússins á Hvammstanga og býður öllum föstum starfsmönnum sem unnið hafa í húsinu að hefja störf hjá félaginu nú 1. febrúar. Þá kemur fram að lagt verður upp úr því að eiga gott og traust samstarf við inn- leggjendur og aðra viðskiptamenn sem nú eru boðnir velkomnir til viðskipta við félag- ið. Markmið félagsins er að efla og auka sauðfjárslátrun á Hvammstanga auk starf- semi við stórgripaslátrun en stefnt er að því að vera með starfsemi í húsinu allt árið. Sláturhús KVH ehf. vill tryggja innleggj- endum samkeppnishæft afurðaverð og traustar greiðslur fyrir afurðir. Samvinna verður með afurðastöðvunum á Hvamms- tanga og Sauðárkróki og samræmdar af- urðagreiðslur. Kynningarfundir verða haldnir með inn- leggjendum á næstunni og auglýstir sér- staklega. Nýtt félag yfirtekur slát- urhúsrekstur Selfoss | Meirihluti bæjarstjórnar Ár- borgar hefur ákveðið að kanna hvort möguleiki sé á að koma á strætisvagna- ferðum milli Selfoss og Reykjavíkur. Frá þessu er greint í Sunnlenska frétta- blaðinu. Haft er eftir Þor- valdi Guðmundssyni, formanni bæjarráðs, að nú gangi strætis- vagnar milli Akraness og Reykjavíkur. Segir hann þetta mikið hagsmunamál fyrir þá sem sækja vinnu til Reykjavíkur eða stundi þar nám. Samkvæmt könnun sem gerð var á árinu 2004 kom fram að um 10% íbúa Árborgar sækja vinnu til höfuðborgarinnar og hlut- fallið er líklega hærra í Hveragerði. Vilja strætó til Selfoss ♦♦♦ Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.