Morgunblaðið - 03.02.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.02.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2006 39 MINNINGAR eftir að segja mér það og margt fleira einhvern tíma seinna. Ég þakka svo innilega fyrir að hafa fengið að alast upp í nálægð þinni afi minn og þó árin hefðu mátt verða fleiri þá lærði ég svo margt af þér: ákafa, hirðusemi og það sem mestu máli skiptir glaðværð. Jón Pálmar Þorsteinsson. Elsku afi minn. Það er komið að kveðjustund. Ég sit hér og hugsa um þig og ömmu, og allar minningarnar eru umvafðar birtu og hlýju, og miklu ör- yggi sem ég sótti mikið í hjá ykkur þegar ég var lítil stúlka. Ég gat alltaf leitað skjóls á Skála- felli, það var minn griðarstaður og er enn. Mér var alltaf tekið opnum örmum af ykkur ömmu og henni Þóru minni og Steina og frændum mínum fimm á Skálafelli þau nutu þeirra forréttinda að búa með ykkur ömmu allan sinn uppvöxt að Skálafelli, sú sambúð var til einstakrar fyrirmyndar, þú varst svo heppinn að geta búið á Skálafelli í 60 ár. Þú hafðir einstakt dálæti á dýrum, það var ævistarf þitt að yrkja fallegu jörðina þína á Skálafelli sem þú gerð- ir af alúð alla tíð. Það var einstakt samband á milli þín og hrossa, enda eru þau nokkur enn á Skálafelli í góðu yfirlæti. Af þér, afi minn, lærði ég að vinnan göfgar manninn, það er um menn eins og þig sem nóbelskáldið okkar skrif- aði svo mikið um, þessi góða tilfinning að vera sáttur eftir vel lokið dags- verk, þetta skil ég svo vel núna, og ég er svo stolt af þér afi minn. Þú hafðir góða nærveru og þegar stund gafst þá naustu þess að sitja í eldhúsinu ykkar ömmu, drekka kaffi úr undirskálinni og horfa yfir jörðina, einstaklega fallegt útsýni yfir Skála- fell, þú vildir sko engin tré sem skyggðu á... þetta skiljum við sem þekktum þig. Trén áttu að vera í skóginum. Hún móðir mín Róshildur hefur sama smekk. Húmorinn var aldrei langt undan og þú hafðir einstaklega gaman að því að fíflast og stríða henni ömmu, ég veit að hún hafði lúmskt gaman af því líka. Svo varstu með eindæmum hrein- skilinn. Varst fljótur að taka eftir smáatriðum, þetta einkenndi þig afi minn og er góður mannkostur. Elsku afi, minningarnar eru búnar að streyma til mín undanfarna daga og ég er svo þakklát fyrir hvað þú átt- ir frábært líf og naust mikillar gæfu. Elsku amma, við Magnús og strák- arnir vottum þér okkar dýpstu sam- úð, og ykkur öllum móðursystkinum mínum, Þóru og Steina og öllum frændsystkinum mínum. Takk fyrir allt og allt afi minn, Þín minning lifir og lýsir. Þín dóttur dóttir Kristrún Sæbjörnsdóttir. Það er víst ekkert gaman að sigra nema sigurinn sé verðskuldaður. Enginn verðleiki í árangri ef ekki er fyrir honum unnið. Óteljandi eru kvöldin sem ég sat með þér að tafli í gamla húsinu þegar ég var yngri afi minn. Og aldrei vann ég. Kvöld eftir kvöld gekk ég hundfúll til baka, sár yfir því að ná aldrei að vinna. Að þú skyldir ekki alla vega geta leyft mér að vinna einu sinni. En alltaf var ég staðráðinn í því að reyna að bæta mig svo ég ynni næst, vitandi vits að að því hlyti að koma á endanum. Sem og það gerði. Ég mun aldrei gleyma því hversu stoltur ég var þegar ég loksins hafði sigurinn. Og að sama skapi skil ég núna og alla tíð að lítil gleði hefði verið í fólgin í sigrinum hefði ég ekki átt hann skilinn. Ef þú hefðir áður leyft mér að vinna hefði hinn raun- verulegi sigur engu skipt. Af öllu því ótalmarga sem ég hef lært af þér afi minn er þetta það mikilvægasta. Dyggð er ekki einungis dyggð sam- kvæmt skilgreiningu heldur skiptir máli af hverju hún stafar. Hún verður að koma innan frá, og frá þér sjálfum. Sigurinn verður aldrei sætari en ef hann hefur kostað þig eitthvað. Og það er mun hægara að plata aðra en að svíkja sjálfan sig. Ég veit núna hvers vegna þú leyfðir mér aldrei að vinna. Þú gerðir það mín vegna. Þetta veganesti mun ég alltaf bera í farteskinu í lífinu sjálfu og reyna að gleyma því ekki. Þú kenndir mér að heiðarleiki er það sem allra mestu máli skiptir. Og ekki skiptir síst máli að vera heiðarlegur við sjálfan sig. Þú kenndir mér svo ótrúlega margt afi minn, fleira en þú munt nokkurn tíma vita, og ég veit þú verður glaður að vita að í gegnum árin hef ég lært að heiðarleiki er það sem mestu skiptir í fari hverrar manneskju. Ég vona að það bæti að minnsta kosti upp að aldrei varð úr mér almennilegur hestamaður, í það minnsta ekki ennþá. Þú ert glæsilegasti maður sem ég hef á ævi minni hitt afi minn, greind- ari og fróðari en nokkur annar. Fyrir mér ertu fyrirmynd og maðurinn sem mig langar að líkjast. Þú ert hold- gervingur hins sanna Íslendings, og einn af síðustu fulltrúum glæsileg- ustu kynslóðar sem yrkt hefur þetta land. Kynslóðar sem gerði okkur yngri kleift að lifa því lífi sem við eig- um í dag. Ég mun alltaf líta á það sem ómetanleg forréttindi, sem ekkert stendur framar, að hafa fengið að alast upp með þig og ömmu mína við hlið mér í næsta húsi, og eiga alltaf hjá ykkur skjól hvað sem á bjátar. Ekki eru allir svo heppnir. Amma mín ég veit að þú verður sterk og við erum alltaf hérna hjá þér, og afi minn er hér líka, þótt hann hafi rétt flutt sig um set. Þið verðið alltaf mitt upphaf og endir. Þorvaldur H. Þorst. Afi minn. Ég og afi vorum góðir félagar og með honum átti ég ótalmargar dýr- mætar stundir. Nú þegar hann er fallinn frá rifjast stundirnar upp hver á fætur annarri og þakka ég fyrir, því þessar minningar eru ómetanlegar. Afi gaf mér mikið, og finn ég það mjög vel núna þegar barnsskórnir eru við það að slitna, hversu mikil for- réttindi það voru að alast upp við hlið afa míns og ömmu. Þeir voru ótalmargir hlutirnir sem afi minn kenndi mér, hlutir sem ekki verða lærðir inni í kennslustofu, held- ur hlutir sem byggjast á nálægð og tilfinningu. Hann kenndi mér að ganga vel um landið og huga vel að dýrum, og hann kenndi mér að óttast náttúruöflin frekar en að standa í vegi þeirra. Hann kenndi mér rétt til orða, og hann kenndi mér hreinskilni og heiðarleika. Hann kenndi mér að hafa aurinn í veski en ekki í vasa og hann kenndi mér til verka. Hann kenndi mér að kunna. Afi minn var stórkostlegur maður sem ég gat alltaf reitt mig á. Þegar ég fór í fýlu út í foreldra mína sem barn, þá stökk ég inn í „gamla hús“ til ömmu og afa. Þegar þangað var kom- ið brunaði ég upp á loft og í lesher- bergið til afa og við hann gat ég talað. Hann fór alltaf rétt að mér, og ef ég var í sérlega mikilli fýlu stakk hann upp á því að við tækjum eina skák, og þegar ég var sem allra fúlastur leyfði hann mér að vinna. Aldrei varð sagan önnur en sú, að ég kom brosandi út og búinn að taka foreldra mína í sátt. Það var afar dýrmætur skóli og enn meiri ánægja að hafa afa minn alltaf svo nálægt og hann mun ætíð standa mér nærri. Ég veit að hann leit sáttur um öxl þegar ævi hans var að kvöldi komin og ég veit að hann verður alltaf heima á Skálafelli. Hann býr alltaf í huga mér. Hann elsku afi minn. Kalt er mér löngum, kúri ég undir sæng, hlýrra var mér forðum, undir þínum væng. Hvíldu í friði elsku afi minn og þakka þér fyrir allt það sem þú gafst mér. Ingi Steinn Þorsteinsson. Nú ertu farinn kæri afi. Upp í hug- ann koma minningar úr bersku minni, þegar þú varst ungur bóndi á Skálafelli. Ein minningin er á þann veg að þið Pétur Hafsteins voruð að fara út á fjöru á rauðu dráttarvélinni, að athuga rekavið, og vildir þú ekki leyfa mér að koma með fyrir æsku sakir. Ég hef verið sjö eða átta ára. Var ég afar ósáttur við þessa ákvörð- un þína, man ég. Einnig kemur upp í hugann þegar þið Valdi voruð að slá úti í Aurum, og það gerðist að sláttu- vélin lenti á fuglshreiðri, hvað maður var eyðilagður yfir því. Enda var ég aldrei látinn slá. Að vera bóndi út- heimtir það að taka lífið og dauðann sem einfaldan hlut. Ég hefði hinsveg- ar gert einfaldan hlut flókinn. Nei, mín forfrömun í búaliðinu fólst í að færa á milli bagga, tætla, tína bagga, keyra þeim heim og taka af vagnin- um. Man ég þegar þú varst að segja mér að ofreyna mig nú ekki á bögg- um, sérstaklega ef þeir höfðu blotnað, en ég hugsaði með sjálfum mér að ekki væri nú mikil hætta á því. Einnig kemur minning af mér uppkomnum í bíl með Ómari Inga frænda okkar og konunni hans að keyra heimreiðina að Skálafelli í júlí í miklum hita. Sjáum við þrjú í bílnum þig koma gangandi frá fjárhúsunum í úlpu renndri upp í háls. Heyrðist þá Ómar Ingi tauta „Það er aldrei of varlega farið“. Það er fyrst núna sem mér finnst ég skilja þig, afi. Menn verða ekki níutíu ára nema ferðast varlega um lífið. Vertu sæll afi. Jón Gíslason. ✝ Friðrik LaugdalGuðbjartsson skipasmiður fæddist á Bíldudal hinn 26. nóvember 1919. Hann lést á Krist- nesspítala 27. jan- úar síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Guðbjarts Friðriks Maríasar Friðrikssonar, f. 21. júlí 1892 í Litla- Laugardal í Tálkna- firði, d. 18. júlí 1941 á Akureyri, og Jens- ínu Sigríðar Loftsdóttur, f. 2. ágúst 1883 á Eysteinseyri í Tálknafirði, d. 29. mars 1965 í Reykjavík. Systkini Friðriks eru: 1) Unnur, f. 9. okt. 1916, d. 2. febr- úar 2005. 2) Loftur Jörundur, f. 5. júní 1923. Friðrik fluttist til Ak- ureyrar níu ára gamall með for- eldrum sínum, og bjuggu þau fyrst í Strandgötu en Guðbjartur byggði síðan hús við Eiðsvalla- götu 7 á Akureyri og bjó Friðrik þar, þangað til hann fluttist á dvalarheimilið Kjarnalund. Friðrik nam skipasmíði við Iðn- skólann á Akureyri og vann við skipasmíðar þar til heilsan gaf sig. Hinn 22. des. 1951 kvæntist Friðrik Ernu Þorkelsdóttur, f. 24.ágúst 1924 í Borgarnesi, d. 24. des. 1999 á Akur- eyri. Dætur þeirra eru: 1) Eygló, f. 1. júlí 1952, maður Magnús Sigfússon, eiga þau tvo syni, Friðrik, Jóhann Má og þrjú barnabörn. 2) Alda, f. 15. des. 1953, maður Kristján Pálmar Arnarson, eiga þau eina dóttur, Ernu Kristínu. 3) Ester, f. 27. des. 1954, maður Hjörtur Ársælsson, eiga þau þrjár dætur, Snædísi, Dagbjörtu, Katrínu og eitt barna- barn. 4) Hrönn, f. 4. mars 1959, maður Benedikt Arthursson, eiga þau einn son, Arnar Þór. Fyrir átti Friðrik soninn Einar Inga, f. 28. febr. 1951, d. 7.des.1996. Börn hans eru Hermann Ingi, Karen Ösp og Steinar Smári. Friðrik verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Salómon svarti er það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég hugsa til baka yfir tímann sem ég hef átt með afa mínum. Þegar ég var lítil fékk ég oft að kúra uppí hjá honum og ömmu ef mamma var að vinna, eða bara ef mig langaði til þess. Amma sá um að kenna mér bænirnar og hún las líka stundum fyrir mig en best var þegar við afi lásum Salómon svarta saman. Við hlógum og grétum til skiptis og það skipti engu máli þó að við vær- um búin að lesa bókina hundrað sinnum áður, hún var alltaf svo mikil upplifun og full af tilfinningum. Þannig man ég líka afa minn. Ég hef alltaf verið litla afastelpan, jafnvel eftir að ég var orðin fullorðin og komin í eigin íbúð. Við afi áttum sérstakt samband sem rofnaði ekki þótt ég yrði fullorðin. Guð hvað ég á eftir að sakna hans mikið. Það er líka annað sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um hann og minnist hans. Það er enski bolt- inn, eða bara fótbolti yfir höfuð. Honum fannst fátt skemmtilegra en að horfa á fótbolta. Þegar hann var að horfa á hann sat hann inni í stofu (nú síðast inn á herberginu sínu) með derhúfu á höfðinu og með sól- gleraugu. Það var dásamlegt að horfa á hann. Hann var líka með alla leikmenn á hreinu, vissi með hvaða liðum þeir höfðu leikið, hvað þeir voru gamlir, hverjum þeir voru kvæntir og svo fullt af gagnlausum upplýsingum um þá. Það verður skrítið að upplifa HM í sumar án hans. Það verður skrítið að lifa áfram án þess að hann verði fastur hluti af til- verunni, hann hefur alltaf verið hluti af mínu lífi og okkur þótti alveg óendanlega vænt um hvort annað. Það er þó huggun harmi gegn að vita til þess að hann er núna hjá ömmu, loksins, það er það sem hann hefur þráð alveg síðan hún kvaddi okkur. Afi hefur saknað ömmu svo mikið, ég vona að þau hafi fundið hvort annað aftur og séu nú ham- ingjusöm saman á ný. Ég vil þakka afa fyrir að hafa ver- ið svona stór hluti af lífi mínu og að hafa þótt svona vænt um mig. Ég á eftir að sakna hans meira en ég er farin að átta mig á, en ég vona að ég eigi eftir að gera hann stoltan af mér og að ég uppfylli alla hans drauma sem hann átti fyrir mína hönd. Takk, elsku afi, og góða nótt. Þín afastelpa, Erna Kristín. FRIÐRIK LAUGDAL GUÐBJARTSSON Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÚLLA SIGURÐARDÓTTIR, Fjölnisvegi 18, Reykjavík, andaðist á Hrafnistu kvöldið 26. janúar. Hún verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykja- vík í dag, föstudaginn 3. febrúar, kl. 11:00. Kristín Harðardóttir, Trausti Víglundsson, Sigríður Harðardóttir, Magnús Harðarson, Kristín Salóme Guðmundsdóttir, Halla Harðardóttir, Gunnar Valdimarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir alla veitta aðstoð, hlýhug og samúð er okkur var sýnd við andlát og útför föður míns, tengdaföður, bróður og mágs, ÁRNA ÁRNASONAR ræðismanns Íslands í Litháen. Anna Björk Árnadóttir, John Rock, Valmundur P. Árnason, Ingibjörg Ringsted og fjölskyldur. Hörkukeppni í Akureyrar- mótinu í sveitakeppni Nú er lokið 4 kvöldum af 5 í Ak- ureyrarmótinu í sveitakeppni 2006. Eftir mörg óvænt úrslit síðastliðið þriðjudagskvöld kvöld er staðan nú þessi: Sparisjóður Norðlendinga 136 Una Sveinsdóttir 128 Ragnheiður Haraldsdóttir 124 Gissur Gissurarson 118 Gylfi Pálsson 113 Stefán Vilhjálmsson 97 Efsta sveitin er aðeins með 17 að meðaltali sem segir mikið til um jafna keppni. Drama að venju á Norðurlandi eystra Svæðamót Norðurlands eystra í sveitakeppni var spilað á Akureyri 28.-29. janúar. Eins og oft áður var gríðarleg spenna í lokin, en átta sveitir kepptu um þrjú sæti í undan- úrslitunum. Sigurvegarar urðu nokkuð örugglega sveit Sparisjóðs Norðlendinga. Þegar einni umferð var ólokið áttu margar sveitir möguleika á hinu mikilvæga 3. sæti en tvær efstu voru komnar í þægilega stöðu. Þá voru sveitir Stefáns Vilhjálmssonar og Ingvars Páls Jóhannssonar jafnar í 3.-4. sæti og þremur stigum á eftir var sveit Ragnheiðar Haraldsdóttur. Það er skemmst frá því að segja að þær fengu allar 14 stig í síðasta leik þannig að staða þeirra innbyrðis breyttist ekkert. En sveit Stefáns hafði unnið leik- inn við Ingvar Pál og félaga og komst því áfram! Það þykja mikil tíðindi því undanfarin ár hefur sveit Stefáns iðulega misst naumlega af sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins og stundum á innbyrðis leik. Lokastaðan: Sv. Sparisjóðs Norðlendinga 129 Sv. Gylfa Pálssonar 118 Sv. Stefáns Vilhjálmssonar 106 Sv. Ingvars Páls Jóhannss. 106 Sv. Ragnheiðar Haraldsdóttur 103 Sv. Kristjáns Þorsteinssonar 100 Bridsfélag Hreyfils Það er lokið þremur kvöldum af fimm í tvímenningnum hjá okkur og telja þrjú kvöld til verðlauna. Staðan er nú þessi: Árni Kristjánss. - Birgir Kjartanss. 345 Daníel Halldórss. - Eyvindur Magnússon329 Birgir Sigurðss. - Sigurrós Gissurard. 323 Valdimar Elíasson - Einar Gunnarss. 321 Árni Kristjánsson og Guðmundur Friðbjörnsson skoruðu mest síðasta spilakvöld. Áki Ingvarsson og Þor- steinn Héðinsson voru í öðru sæti og Magni Ólafsson og Randver Sveins- son í þriðja sæti. Spilað er á mánudagskvöldum í Hreyfilshúsinu. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.