Morgunblaðið - 03.02.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.02.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2006 11 FRÉTTIR Fjárfestum í fegurð á morgun  „ … við byggjum ný hús og leggjum nýja vegi: það er skipulagslítil útþensla. Slík borg er misskilningur.“ LANDSBANKINN kynnti í gær Raunveruleikinn, gagnvirkan hermi- leik sem fram fer á netinu, en í leikn- um stjórna nemendur persónu við tvítugsaldur og stýra henni áfram í gegnum lífið. Lífsskeiðið í Raunveruleiknum er um 30 vikur eða eitt skólaár og á þessum tíma munu nemendur þurfa að taka ákvarðanir fyrir persónur sínar, ákvarðanir á borð við hvernig þau vilja borða, hvernig þau mennta sig og hvar þau vilja sækja um vinnu. Auk þess munu nemendur fá verkefni í hverri viku og munu verk- efni ganga út á að nota gagnaveitur og reiknivélar á netinu. Fyrst um sinn mun leikurinn vera ætlaður sem samfélags- og fjármála- kennsla í lífsleiknitímum 10. bekkja grunnskólanna en aðgangsorð að leiknum munu verða send öllum 10. bekkjum á landinu og verða veitt verðlaun fyrir þátttöku í leiknum. Í hverjum mánuði mun sá bekkur og einstaklingur sem bestum árangri nær verða verðlaunaður. Hugmyndin að sýna nemendum hvað foreldrar eru að fást við Ómar Örn Magnússon, kennari og höfundur leiksins, sagði að leikurinn hefði einungis verið Excel töflu- reiknisskjal í upphafi og hafi hann nýtt hann í lífsleiknikennslu sinni í Hagaskóla. Fyrir fjórum árum hefði hann hafið samstarf við Landsbank- ann um þróun leiksins og sagði Óm- ar að það hefði verið stórt skref enda fjársterkur samstarfsaðili með öfl- ugt upplýsingatækniteymi. Ómar sagði að hugmyndin með leiknum væri að sýna nemendum hvað for- eldrar þeirra væru að fást við á degi hverjum og kynna fyrir þeim hvað biði þeirra í framtíðinni. Með því að setja þessa kennslu upp í keppn- isform hefði hann náð að höfða til nemenda enn betur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra skráði sig inn sem fyrsti þátttakandinn í leiknum við hátíðlega athöfn í gær. Við það tækifæri benti hún á að leikurinn sýndi hversu kennarar eru virkir í nýsköpun á sviði menntunar og fræðslu. Leikurinn væri einnig gott tæki til að hvetja börn til að sýna umhverfi sínu áhuga og þróa ímynd sína og lífsstíl. Raunveruleikurinn kynntur Morgunblaðið/Sverrir Björgólfur Guðmundsson, Ómar Örn Magnússon og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir opna Raunveruleikinn. BORGARRÁÐ samþykkti sam- hljóða í gær að óska eftir því við Landsvirkjun að stofnun sölufyr- irtækis Rarik, Orkubús Vestfjarða og Landsvirkjunar verði frestað á meðan fram fari skoðun á heimild stjórnar Landsvirkjunar til að ráð- stafa Laxárvirkjun fyrir rúmlega einn milljarð kr. til sölufyrirtæk- isins án samþykkis eigenda Lands- virkjunar. „Það kom borgarfulltrúum í Reykjavík almennt á óvart að frétta af því að stjórn Landsvirkjunar væri búin að ákveða að ein af virkj- unum Landsvirkjunar, Laxárvirkj- un, hefði verið tekin út úr fyrirtæk- inu og sett inn í þetta nýja sölufélag, án þess að einn eig- endanna, þ.e.a.s. Reykjavíkurborg sem 45% eignaraðili í Landsvirkj- un, væri spurð að því,“ segir Alfreð Þorsteinsson, forseti borgarstjórn- ar. Hann segir verðmatið á Laxár- virkjun einnig undarlega lágt og mönnum þyki einkennilegt að Lax- árstöðin sé í það lélegu ásigkomu- lagi að hún sé ekki metin hærra en á einn milljarð kr. Nývirði virkjunarinnar virðist vera 4 til 6 milljarðar Í greinargerð með tillögu borg- arráðsfulltrúa Reykjavíkurlistans, sem samþykkt var í gær, segir að það sé skoðun borgarráðs að eðli- legt sé að óháðir aðilar annist verðmat á Laxár- virkjun en ný- virði hennar virð- ist vera á bilinu fjórir til sex milljarðar. ,,Óskiljanlegt er að ástand virkj- unarinnar sé svo lélegt, að einung- is fáist ¼ –1/6 af nývirði,“ segir þar. „Reykjavíkurborg hefur nokkr- um sinnum leitað eftir því við ríkið að fá Sogsvirkjanir til baka til borgarinnar en því hefur ávallt ver- ið hafnað af hinum stóreigandanum í Landsvirkjun sem er ríkið,“ segir Alfreð. ,,Það hlýtur alveg með sama hætti að þurfa að spyrja okkur hvernig okkur lítist á þegar Lax- árstöðin er tekin með þessum hætti út úr fyrirtækinu en það er ekki gert. Einnig er það athyglisvert að nýja sölufyrirtækið verður ekki dótturfélag Landsvirkjunar og ekki hluti af samstæðu Landsvirkjunar. Það er sýnilega verið að rýra efna- hag Landsvirkjunar og auka ábyrgðir núverandi eigenda. Sú spurning vaknar hvort stjórn fé- lagsins geti tekið eignir út úr félag- inu og fært yfir í önnur félög án lagaheimildar eða samþykkis eig- enda. Spyrja mætti hvort stjórn Landsvirkjunar geti þá næst tekið einhverjar aðrar virkjanir, t.d. Búr- fell eða Hrauneyjafoss, í einu lagi eða hlutum út úr Landsvirkjun og sett inn í sérstök félög,“ segir Al- freð Þorsteinsson. Hann bendir einnig á að talið hafi verið nauðsynlegt að afla lagaheim- ildar til að flytja eignir frá RARIK inn í nýja sölufyrirtækið en eig- endur Orkubús Vestfjarða hafi aft- ur móti að því er virðist samþykkt stofnun félagsins og tilfærslu eigna, vegna þess Orkubúið er hlutafélag. „Stjórn Landsvirkjunar getur því ekki að mínu mati og mati borg- arfulltrúa meirihlutans tekið þær eignir sem eigendur hafa lagt til fé- lagsins með eigendasamningum og fært yfir í önnur félög. Afla þarf samþykkis eigenda til slíkra meiri háttar ráðstafana, að mínu mati. Mér finnst þetta því mjög hæpið lagalega séð, siðlaust og tilgang- urinn virðist fyrst og fremst vera, vegna þeirrar samkeppni sem er smám saman að komast á, að styrkja stöðu Landsvirkjunar á kostnað Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja,“ segir Al- freð. Að sögn hans gerðu tveir af þremur fulltrúum Reykjavíkur- borgar í stjórn Landsvirkjunar at- hugasemdir við þessa ráðstöfun Laxárvirkjunar og sátu hjá við af- greiðslu málsins en Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðis- manna, hafi greitt atkvæði með því. „Mér finnst að það hafi ekki verið skynsamlegt af honum að vinna þannig gegn hagsmunum Reykvík- inga í þessu máli,“ segir Alfreð. Borgarráð vill að Landsvirkjun fresti stofnun sölufyrirtækis Segja verðmat Laxár- virkjunar undarlega lágt Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Alfreð Þorsteinsson JÓHANNES Geir Sigur- geirsson, stjórn- arformaður Landsvirkjunar, sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann vildi sem minnst tjá sig um þetta mál þar sem hann væri er- lendis í fríi og hefði ekki getað kynnt sér málið til hlítar. Hann sagði þó að óháð verðmat hafi farið fram og að stjórn Lands- virkjunar hefði samþykkt þessa ráðagerð mótatkvæðalaust. „Stjórnin tók þessa ákvörðun vegna þess að hún taldi að með þessu væri hagsmunum fyrirtæk- isins best borgið.“ Jóhannes vísaði á bug þeirri gagnrýni að einn stærsti eigandi Landsvirkjunar, Reykjavíkurborg, hafi ekki verið látinn vita um þennan ráðahag „Stjórnin er skip- uð af eigendunum og stjórn- armenn hafa áskilið sér eðlilegan rétt til að ræða málefni fyrirtæk- isins við sína umbjóðendur sem þeir sitja fyrir. Þetta mál var rætt á tveimur fundum og þar gafst tóm á milli til að skoða málið þannig að stjórnarmenn höfðu öll tækifæri til þess.“ Auk þess sagði Jóhannes að stjórn fyrirtækisins væri búin að taka þessa ákvörðun og stjórnin væri sjálfstæð sem lyti ekki boð- valdi eigendanna, hvorki ríkis né Reykjavíkurborgar. Ef einhver eigandi vill taka upp þetta mál aftur þá þyrfti hann að gera það í samráði við meðeig- endur sína. Hafnar gagnrýni borgarinnar Jóhannes Geir Sigurgeirsson Mývatnssveit | Fundarmenn á aðal- fundi Veiðifélags Mývatns voru sam- mála um að bleikjustofninn væri enn í mjög djúpri lægð og þyrfti tíma til að jafna sig. Góð samstaða náðist um að takmarka vetrarveiði. Aðeins verður leyft að vera með net í vatninu frá 1. til 31. mars. Dorg- veiði er heimil frá 1. febrúar en segja má að hún hafi nú lagst af vegna veiðileysis. Ákvörðun um sumarveiði eða frekari friðun verður tekin á vor- fundi. Á aðalfundinum sem haldinn var um síðustu helgi var stjórn fé- lagsins endurkjörin. Kári Þorgríms- son í Garði er formaður. Myndin er frá Slútnesi en þar eins og víðar eru nú vakir í ísinn, vegna hlýindanna undanfarna daga. Bleikjustofninn enn í djúpri lægð Morgunblaðið/BFH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.