Morgunblaðið - 03.02.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.02.2006, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ SveinbjörnBenediktsson fæddist í Grafarnesi við Grundarfjörð 6. október 1918. Hann lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 26. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Benedikt Sveinbjörn Benediktsson kaup- maður á Hellissandi, f. 26.11. 1890, d. 1973, og Geirþrúður Kristjánsdóttir hús- móðir, f. 26.10. 1889, d. 1958. Eftirlifandi systir Svein- björns er Unnur Benediktsdóttir, f. 24.11. 1923, gift Eggerti Sigur- mundssyni er lést 2004. Auk þess átti Sveinbjörn einn bróður, Hall- dór Benediktsson, f. 6.5. 1920, d. 1993. Eftirlifandi eiginkona hans er Ólöf Jóhannsdóttir. Hinn 20.12. 1941 kvæntist Svein- björn Ástrósu Friðbjarnardóttur, dóttur Friðbjörns Ásbjörssonar Benediktsdóttur, f. 4.1. 1948, og eru dætur þeirra: a) Ástrós, f. 20.1. 1973, og b) Ásgerður Alda, f. 17.2. 1975. 3) Benedikt Bjarni, f. 21.3. 1952, sambýliskona Harpa Dröfn Aðalsteinsdóttir, f. 14.5. 1956, þau slitu samvistir, þeirra synir: a) Sveinbjörn, f. 2.12. 1976, í sambúð með Hörpu Björnsdóttur, eiga þau tvo syni, Benedikt Björn og Kristin Frey, b) Andri Steinn, f. 31.3. 1981. 4) Eggert Þór, f. 23.5. 1955, kvænt- ur Soffíu Dagmar Þórarinsdóttur, f. 24.11. 1955, synir þeirra eru: a) Þórarinn, f. 17.7. 1979, í sambúð með Þóru Birnu Karlsdóttur, og b) Sveinbjörn Ben, f. 29.5. 1993. Fyrir átti Eggert soninn Gunnar Þór, f. 29.11. 1973, kvæntan Súsönnu Jónsdóttur og eiga þau einn son, Arnar Loga. Sveinbjörn og Ástrós bjuggu allan sinn búskap í Hraun- prýði á Hellissandi, eða þar til þau fluttust á dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi árið 1997. Sveinbjörn var stöðvarstjóri Pósts og síma á Hellissandi í rúm 40 ár. Auk þess stundaði hann útgerð í félagi við aðra í 40 ár, lengst af aflaskipið Skarðsvík SH-205. Sveinbjörn verður jarðsunginn frá Ingjaldshólskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. formanns og Júníönu Jóhannesdóttur hús- móður á Hellissandi. Ástrós lést 1999. Eignuðust Sveinbjörn og Ástrós fjóra syni. Þeir eru: 1) Óttar, f. 14.11. 1942, kvæntur Guðlaugu Írisi Tryggvadóttur, f. 14.8. 1941. Þeirra börn eru: a) Ásbjörn, f. 16.11. 1962, kvænt- ur Margréti Scheving og eiga þau þrjá syni, Friðbjörn, Gylfa og Óttar. b) Tryggvi Leifur, f. 17.5. 1964, kvæntur Kristinu Andersson og eiga þau tvær dætur, Idu Anitu og Írisi Linneu, auk þess á Tryggvi Leifur tvær dætur, Sögu og Teklu, frá fyrra sambandi. c) stúlka fædd 1.7. 1965, dáin sama dag. d) Júní- ana Björg, f. 8.2. 1973, gift Jóhanni Péturssyni, börn þeirra eru Guð- laug Íris og Pétur Steinar. 2) Frið- björn, f. 20.12. 1949, kvæntur Erlu Nú er ég kveð þig, elsku tengda- pabbi, koma ótal minningar upp í hugann. Hvað mér var strax vel tekið er ég kom vestur til ykkar hjóna í Hraunprýði, ásamt syni ykkar Frið- birni. Höfðinglegar móttökur ykkar eru mér efst í minni. Góðmennskan, samheldnin og gleðin í hjörtum ykkar hjóna er mér minnisstæðust. Árin sem við bjuggum á Gufuskálum eru mér mjög dýrmæt, og að hafa fengið að vera í nálægð ykkar þau ár sem dætur okkar voru að alast upp er ómetanlegt. Það var líka svo gaman að geta verið öll saman á annan dag jóla heima hjá Ása og Möggu, það er stund sem gleymist aldrei. Ég veit það, Bubbi minn, að þú ert ánægður að vera kominn til Ástu þinnar sem þú saknaðir svo mikið. Vil ég að lok- um þakka þér allar góðu stundirnar er ég átti með þér, þú varst mér alla tíð góður tengdafaðir. Guð verði með þér. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Blessuð sé minning þín. Erla Ben. Í dag er komið að kveðjustund, elsku Sveinbjörn. Þú varst orðinn þreyttur og hvíldinni feginn. Þú misstir Ástu þína 1999. „Rósin mín“ eins og þú kallaðir hana ávallt. Þið voruð einstaklega samhent og voruð sem eitt, þið lifðuð að eiga gullbrúð- kaup. Það var þungbært þegar þú misstir Ástu. En sýndir hversu sterk- ur persónuleiki þú varst, samband ykkar var svo samtvinnað og fallegt var hjónaband ykkar. En þú varst ótrúlega duglegur. Þú ekki einasta spjaraðir þig heldur tókst yfir hennar hlutverk að halda utan um okkur öll og fylgdist vel með og varst í nánu sambandi við alla og vissir upp á hár hvað við brösuðum hverju sinni. Tókst þátt í sigrum okk- ar og sorgum svo hlýr og umhyggju- samur. Þá vil ég þakka þér sérstaklega nú öll árin, sem ég átti samleið með þér. Þú varst hógvær maður, raungóður við þá sem minna máttu sín í þjóð- félaginu. Þegar við vorum saman, hópurinn þinn, sast þú gjarnan hjá, sagðir ekki mikið en hlustaðir þeim mun betur og ekkert fór fram hjá þér. Þú hafðir samt þínar skoðanir á mönnum og málefnum. Með afbrigð- um varstu pólitískur. Þú hafðir gam- an af því að fara í búðir og fórum við nokkrar slíkar ferðir. Mér eru minnisstæðar ferðir í Smáralind, þú í hjólastól því þú áttir orðið erfitt um gang. En það aftraði þér ekki að vilja fara búð úr búð og helling mátaðir þú, þó að þú hafir þurft að hafa mikið fyrir því. Svein- björn Ben naut þessara ferða líka með afa sínum, báðir í hjólastól, sá yngri vildi alltaf vera fyrir framan og passa upp á afa sinn í höfuðborginni. Ég man að einu sinni hringdir þú og baðst mig að athuga skyrtu. Jú, þú hafðir tekið eftir því að fréttamenn- irnir í sjónvarpinu væru mikið farnir að vera í röndóttum skyrtum. „Þetta er víst móðins núna,“ sagðir þú. Þetta var orð sem þið Ásta notuðuð alltaf. Þið höfðuð nefnilega svo gam- an af því að fara í tískuverslanir. Meðan Ásta lifði hafðir þú ákaflega gaman af því að gleðja rósina þína, gefa henni gjafir, fallega dragt eða kjól. Svo horfðir þú ástleitnum augum á hana og sagðir: „Þú ert rós!“ Þú hafðir yndi af ferðalögum, að hendast norður í land eða í Borgar- fjörðinn. Þú kunnir sannarlega að njóta lífsins með Ástu þinni. Á undanförnum árum höfðuð þið Ásta dvalist hjá okkur um jólin en nú brá svo við að þú treystir þér ekki í svo langt ferðalag. Því voru jólin hálf- tómleg í Mosfellsbænum, en í staðinn hittumst við öll stórfjölskyldan í Rifi annan í jólum. Nógur matur, mikið grín og gleði, þannig naustu þín best umvafinn fólkinu þínu. Almættið var búið að vitja þín nokkrum sinnum en alltaf náðir þú þér á strik með ótrúlegri seiglu eins og þú orðaðir það sjálfur. Þú hefðir risið upp frá dauðum og hafðir níu líf eins og kötturinn. Þú hélst andlegu atgervi þínu fram á síðasta dag en nú hafði almættið betur og andlát þitt ætti svo sem ekki að koma á óvart, en alltaf er það sárt. Elsku Sveinbjörn, blessuð sé minning þín, Soffía Dagmar. Föðurafi okkar Sveinbjörn Bene- diktsson verður jarðsunginn frá Ingj- aldshólskirkju í dag og langar okkur systkinin að minnast hans í nokkrum orðum. Við systkinin nutum þeirra forréttinda að alast upp í nálægð hvorratveggja föður- og móðurfor- eldra okkar, auk þess sem Júníana og Friðbjörn langamma og langafi bjuggu í næsta húsi við heimili for- eldra okkar á Hellissandi. Þannig nutum við nálægðar og ástríkis stór- fjölskyldunnar í ríkum mæli og gát- um í raun valið úr fjórum heimilum ef á þurfti að halda. Afi Bubbi, eins og við kölluðum Sveinbjörn afa ávallt, er sá síðasti úr þessum hópi til að kveðja þessa jarðvist. Afi var alla tíð einstak- lega ljúfur og nærgætinn við okkur systkinin og minnumst við þess ekki að hann hafi nokkurn tímann brýnt raustina þó svo að ærsl og fyrirferð okkar hafi sjálfsagt oft verið við- brugðið. Hann notaði frekar glettni sína og stríðni til að skakka leikinn ef á þurfti að halda. Á heimili þeirra Bubba afa og Ástu ömmu, Hraunprýði á Hellissandi, var oft gestkvæmt enda þau sérstakir höfðingar heim að sækja. Hlýlegt við- mót og glaðværð dró fólk að heimili þeirra og víst er að enginn fór þaðan með tóman maga. Einnig höfðu þau bæði sterka og góða nærveru, voru ákaflega virk í félagsstarfi, beindu frekar augunum að því jákvæða og góða í fari samferðamanna sinna og voru alltaf tilbúin að greiða hvers manns götu. Því voru margir sem leituðu til þeirra með úrlausnarefni sín og fengu sjálfsagt ávallt góða að- stoð ef á þurfti að halda. Þau höfðu einstakt lag á því að rækta sam- bandið við fólk sem þau bundust vin- áttuböndum sem og við ættingja fjær og nær. Þessi ræktarsemi þeirra batt einnig fjölskylduna saman og í gegn- um hana vissu allir um hagi hvers og eins á hverjum tíma. Eftir að amma dó 1999 hélt afi uppi SVEINBJÖRN BENEDIKTSSON ✝ Úlla Sigurðar-dóttir húsmóðir fæddist í Reykjavík 29. maí 1928. Hún andaðist á Hrafn- istu að kvöldi fimmtudagsins 26. janúar síðastliðins. Kjörforeldrar Úllu voru Sigurður Pét- ursson, bygginga- fulltrúi í Reykja- vík, f. 1896, d. 1959, og kona hans, Alberta Guð- rún Árnadóttir, f. 1898, d. 1964. Foreldrar Úllu voru Jón Kristján Guðmundur Kristjánsson, kyndari á Goða- fossi, f. 1893, d. 1944, og Sólveig Jónsdóttir, kona hans, f. 1898, d. 1981. Kjörbróðir Úllu er Karl Eron, f. 3. desember 1940. Al- systkini Úllu eru Stella, f. 21. september 1924, d. 16. septem- ber 1995, Sigrún, f. 8. desember 1925, og Kristján Hans, f. 27. apríl 1927, Jónsbörn. Hinn 27. febrúar 1948 giftist Úlla Herði, fv. yfirhafnsögu- ur; sonur hennar er Benedikt; og Jens, stýrimaður, 3) Magnús, stýrimaður, f. 4. nóvember 1955, kvæntur Kristínu Salóme Guð- mundsdóttur, verslunarmanni; þeirra börn eru Davíð, bakara- nemi, í sambúð með Aðalheiði Sigfúsdóttur, starfsmaður í fé- lagsmiðstöð, Hörður, nemi, og Birgir, 4) Halla, hótelstarfsmað- ur, f. 9. október 1956, gift Gunn- ari Valdimarssyni, bifvélavirkja á Kirkjubæjarklaustri; börn þeirra eru Valdimar, slökkviliðs- maður, Sigurður, smiður, í sam- búð með Ásu Valgerði Þorsteins- dóttur, íþróttakennara, og dóttir hennar Herdís, og Björk, nemi, í sambúð með Guðmundi Orra Arnarsyni, verslunarmaður, 5) Sigurður, f. 7. janúar 1958, lést af slysförum 1981, var nemi í bókbandi, og 6) Úlla, hár- greiðslumeistari, f. 15. desember 1961, d. 1997, hún var gift Jó- hannesi Eiðssyni, hárskerameist- ara og söngvara; þeirra dætur eru Brynja og Birta. Úlla ólst upp og bjó öll sín bú- skaparár á Fjölnisvegi 18 í Reykjavík. Hún flutti á dvalarheimilið Hrafnistu 2004. Úlla verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 11. manni í Reykjavík, f. 28. mars 1927, d. 22. september 2000, syni Þórhalls Jónas- sonar, skipstjóra, og Kristínar Jóhanns- dóttur. Úlla og Hörður eignuðust sex börn. Þau eru: 1) Kristín Bertha þingfreyja, f. 4. maí 1947, gift Trausta Víglundssyni veit- ingamanni; börn þeirra eru Ragn- heiður fornleifa- fræðingur; börn hennar eru Jak- ob Sindri, Víglundur Jarl og Freydís Jara; Hörður, veitinga- maður; börn hans eru Trausti Lér og Tryggvi Loki; og Bertha, snyrtifræðingur, gift Ágústi Arnbjörnssyni, þjálfunarflug- stjóra; dætur þeirra eru Kristín og Elísabet, 2) Sigríður, skjala- vörður, f. 22. mars 1954; börn hennar eru Marta, hagfræðing- ur, gift Vidar Olsen, hagfræð- ingi; sonur þeirra er Nikolai Leander; Hrönn, kerfisfræðing- Með síðustu versum ljóðsins Móðir mín viljum við minnast móður okkar Úllu Sigurðardóttur sem jarðsungin er í dag. En bæri ég heim mín brot og minn harm, Þú brostir af djúpum sefa. – Þú vógst upp björg á þinn veika arm; þú vissir ei hik eða efa. Í alheim ég þekkti einn einasta barm, sem allt kunni að fyrirgefa. Og þegar ég leiddi í langför mitt skip og leitaði fjarlægra voga ég mundi alltaf þinn anda og svip. – Þú áttir hjarta míns loga. Og þitt var mitt ljóð og hvert gígjugrip. Þú gafst mér þinn streng og þinn boga. Dagar þíns lífs, þínar sögur, þín svör voru sjóir með hrynjandi trafi. Móðir. Nú ber ég þitt mál á vör og merki þér ljóðastafi. Til þess tók ég fari, til þess flaut minn knör. Til þess er ég kominn af hafi. (Einar Benediktsson.) Kristín, Sigríður, Magnús og Halla. Fjölnisvegur 18 skipar veglegan sess í lífi mínu. Þar áttu afi og amma heima, nú bæði látin á áttræðisaldri. Í dag kveðjum við ömmu Úllu. Langafi teiknaði og byggði þetta hús 1930 og þar bjó amma næstum allan sinn aldur, hljóp þar lítil stúlka upp og niður tröppurnar sem hún varð að haltra við hækju síðustu árin. Afi og amma áttu sex börn. Barna- börnin eru fjórtán, við bróðir minn og systir elst, og langömmubörnin orðin níu. Þarf ekki að orðlengja að krakk- ar skemmtu sér í svo stórum hópi á heimili afa og ömmu og það var sér- staklega hátíðlegt að safnast þar á jólum. Enda voru yngstu systkini mömmu rétt eldri en ég. Var því þess vegna harðlega mótmælt þegar mamma og pabbi ákváðu að vera heima á Látraströnd á aðfangadag. Amma var hrein og bein, stundum hrjúf og beinskeytt, en vildi öllum vel. Erfiðleikar um ævina settu mark sitt á hana. Hún hafði ákveðnar skoðanir og gat verið býsna þrjósk, en hún og afi bættu hvort annað upp. Afi var alltaf svo ljúfur og rólegur og lét ekk- ert hagga sér. Alla tíð var mikill sam- gangur milli heimila og náið sam- band. Þegar ég rifja upp tímana sem við systkinin dvöldum á Fjölnisvegi og mamma og pabbi voru annaðhvort við vinnu austur í Þrastalundi eða í fríi úti í löndum, finnst mér ég sitja á kvöldin og spila á spil við ömmu eða horfa á gamlar dans- og söngva- myndir í sjónvarpinu, úr myndbands- tæki sem þá var spánnýtt á Íslandi. Freydís Jara, dóttir mín, fæddist fyrir tímann vorið 1999 og þurfti að vera á vökudeild í nokkrar vikur. Þá var stutt fyrir mig að hlaupa yfir á Fjölnisveg í heimsókn. Þessar stund- ir spjölluðum við mikið um lífið og til- veruna og ég svalaði forvitni minni um fortíðina og fræddist um æsku þeirra og áa. Áhuginn á fortíðinni hófst ekki með því að ég varð forn- leifafræðingur. Miklu frekar á því að við Úlla frænka, yngsta dóttir ömmu, dustuðum rykið af gömlum kjólum af ömmu uppi á háalofti og 78 snúninga plötuspilara. Amma sýndi fornleifa- rannsókn minni norður á Hólum í Hjaltadal áhuga. Skagafjörður var henni kær. Hún og afi höfðu oft dval- ist á Svaðastöðum og oft komið heim að Hólum. Þau þekktu landið vel og ferðuðust víða um það, ekki síst eftir að þau eignuðust tjaldvagninn. Það varð aldrei úr að við færum yfir gamla ljósmyndasafnið hennar. Ég vissi ekki að það lægi á. Elsku amma er látin og skilur eftir sig vandfyllt skarð. Raunar hafa afi og amma skilið eftir sig þetta skarð, því að svo náin eru þau í huga mér að mér finnst ég þurfa að kveðja þau bæði. Afi lifði í henni. Og nú lifa þau bæði í stórum hópi afkomenda sinna, sem býr að þeirra góða fordæmi og er náin og samhent fjölskylda. Það er ekki lítið æviverk. Ragnheiður Traustadóttir. Ég kynntist systur minni þegar við vorum bæði komin á sjötugsaldurinn. Frá því að kynni okkar tókust áttum við hjónin ánægjulegt samband við Úllu og Hörð. Aðstæður okkar í æsku voru á þann veg að leiðir okkar skildi nánast strax við fæðingu Úllu. Við ól- umst bæði upp í miðborg Reykjavík- ur skammt hvort frá öðru. Ég vissi ávallt af henni þótt við kynntumst ekki fyrr en á seinni hluta ævi okkar. Þegar ég var upp á mitt besta sáumst við stundum á skemmtistöð- um. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar við hittumst á Naustinu, hún bauð mér til borðs hjá sér og síðar um kvöldið heim í samkvæmi. Vinum Úllu stóð ekki alveg á sama um það að hún byði ókunnum karlmanni með sér heim. Við systkinin áttum þetta út af fyrir okkur og höfðum gaman af leyndarmáli okkar, að ég væri bróðir hennar. Við brottför mína þetta kvöld spurði hún hvort ég ætti ekki fullt hús af börnum og endaði kvöldið á því að leysa mig út með gjöfum m.a. til barna minna. Síðan liðu mörg ár, aft- ur lágu leiðir okkar saman og í þetta sinn þegar við hjónin stóðum á bryggjunni að kveðja son okkar sem þá var háseti á Skógafossi, en þá vildi þannig til að Úlla og Hörður voru í sömu erindagjörðum að kveðja son sinn. Synir okkar vissu ekki hvor af öðrum né skyldleikanum. Aftur lágu leiðir okkar saman og þá bæði komin á sjötugsaldurinn eins og fyrr segir. Ég þakka konu minni fyrir að hafa komið kynnum okkar á en hún gerði sér lítið fyrir og kynnti sig fyrir Úllu á förnum vegi og upp frá því varð ekki aftur snúið. Að öllum líkindum hefði hvorki ég né Úlla haft frum- kvæðið svo það er full ástæða til að þakka konu minni frumhlaupið, því ekki hefði ég viljað fara á mis við kynni við Úllu, Hörð og fjölskyldu. Bæði eignuðumst við sex börn og hafa börn okkar og barnabörn átt samleið á ýmsum vettvangi og munu þau vonandi halda uppi kynnum fjöl- skyldna okkar og arfleifðinni. Um leið og við hjónin þökkum kynnin sendum við börnum, tengda- börnum, barnabörnum og barna- barnabörnum Úllu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kristján Hans og fjölskylda. ÚLLA SIGURÐARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.