Morgunblaðið - 03.02.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.02.2006, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TVISVAR Á DAG OG EKKI SKOLA Burstaðu tennurnar tvisvar á dag og ekki skola tannkremið burt - bara skyrpa. Flúor í tannkremi veitir virka vörn gegn tannskemmdum. E N N E M M / S ÍA / N M 18 0 8 7 ALVARLEGUR bruni á þriðjungi líkamans nær ekki að slá Bjarka Jó- hannsson út af laginu, hann hefur með jákvæðni og þolinmæði að vopni verið á batavegi eftir mikið brunaslys við Naustabryggju í lok nóvember í vetur. Hann var þar á ferð með vini sínum og kveikti bál sem endaði með því að þynnir sem þeir notuðu sullaðist á þá og eldur hljóp í andlit, fætur og hendur Bjarka. Vinur hans slapp mun betur en Bjarki hefur hins vegar dvalið á sjúkrahúsi allar götur síðan 20. nóv- ember og farið í tvær húðflutnings- aðgerðir auk fleiri aðgerða. Hann hlaut 2. og 3. stigs bruna á 30% lík- amans og enn er óvíst hvað hann þarf að vera lengi á spítalanum. Heimili hans nú er því skurðdeild Barnaspítala Hringsins þar sem náið er fylgst með honum. Þegar hann vaknaði á gjörgæslu- deild Landspítalans mörgum dögum eftir sjálft slysið áttaði hann sig á hvað gerst hafði og mundi vel eftir atburðinum. „Ég og vinur minn höfðum fundið 25 lítra brúsa af þynni á bílastæðinu við Naustabryggju og ætluðum að kveikja smábál,“ segir hann. „Við vorum inni í stóru álröri og helltum niður smáþynni til að kveikja í. Þeg- ar bálið fór að minnka ætluðum við að hella meiri þynni á það en þá gekk eldurinn eftir bununni inn í brúsann og kviknaði í öllu saman. Það kom ekki sprenging en maður heyrði samt hvernig eldinn magn- aðist. Ég komst út úr rörinu og hljóp um 100 metra leið beint út í sjó og slökkti í sjálfum mér og um þetta leyti komu feðgarnir Davíð Jónsson og faðir hans Jón Valgeir á vettvang en þeir höfðu séð hvað hafði gerst út um stofugluggann og ég vil þakka þeim sérstaklega fyrir björgunina.“ Ákvað að hlaupa í sjóinn Bjarki telur að um 5–10 lítrar af þynni hafi verið í brúsanum sem kviknaði í. Þegar eldurinn hafði læst sig í Bjarka vissi hann ekki hvað hann ætti að gera og datt í hug að velta sér um til að slökkva í sér „en ég vissi að þá myndi ég annaðhvort meiða mig eða dreifa eldinum þann- ig að ég ákvað að hlaupa í sjóinn. Á leiðinni hafði ég augun lokuð og ég man að ég datt tvisvar.“ Bjarki var fluttur í skyndi á sjúkrahús eftir að feðgarnir höfðu hlúð að honum og hringt á sjúkrabíl. Við nánari skoðun kom í ljós að Bjarki hafði hlotið djúpan 2. og 3. stigs bruna. Bruninn var verstur á fótum og andliti og enn er hætta á sáramyndun á fótunum vegna þess hve húðin er þunn á því líkamssvæði. Þess vegna eru fæturnir hafði í lá- réttri stöðu til að forðast aukið blóð- flæði niður í þá. Á kvöldin eru um- búðirnar teknar af og Bjarki látinn sofa með svokallaðan bragga yfir fótunum, eins konar þak til að vernda fæturna gegn snertingu. „Ég var dálítið slæmur því alltaf þegar eitt sár greri þá kom annað,“ segir hann. „En núna nýlega var meðferð- inni breytt og ég var látinn vera um- búðalaus í nokkra daga og þá þorn- uðu sárin og greru. Þetta hefur verið erfið meðferð, og verst er þeg- ar ég fer í bað því þá eru umbúð- irnar teknar af og sárin skoluð. Fyrst var þetta gert á tveggja daga fresti en núna 1–2 í viku. Það hefur verið tekin húð af maganum á mér, bakinu og hársverðinum til að græða brunasvæðin.“ Ekki verið að kveinka sér Og það er ekki verið að kveinka sér þegar kappinn er spurður hvort meðferðin hafi verið sársaukafull. Svar Bjarka er: „Ef maður er já- kvæður þá nær maður árangri.“ Á þessari stundu er ekki vitað hversu lengi hann þarf að vera á spítala, en höfuðmáli skiptir að ná meiri bata. Bjarki er í 9. bekk í Hamraskóla og eins og skiljanlegt er missti hann mikið úr skóla í kjölfar slyssins. Undanfarnar vikur hefur hann hins vegar tekið til við námið og stundar skólann á spítalanum en þar eru bæði kennarar og fartölvur. „Ég er í skólanum á fyrstu hæð spítalans frá morgni til klukkan þrjú á daginn og er með fína kennara,“ segir hann og bætir við að það sé sallafínt að geta haft aðgang að fartölvu. „Síðan kíkja til mín tveir til þrír skóla- félagar á hverjum degi.“ Á sjúkra- stofunni sinni er hann með sjónvarp sem hann horfir á þegar lítið er að gera. Í uppáhaldi eru Strákarnir í samnefndum sjónvarpsþætti, upp- lýsir Bjarki. Þetta eru mikil umskipti fyrir fjórtán ára strák sem aldrei hefur þurft að leggjast inn á spítala fyrr, en hann segir reyndar spítalavistina vera betri en hann hafði ímyndað sér. „Það er Playstation-tölva hérna og ekki má gleyma því að allir sem vinna hérna eru frábærir. Hjúkr- unarfræðingarnir á deildinni eru rosalega góðir, konurnar í býti- búrinu, læknarnir og allir hinir. Ég vil þakka öllum fyrir frábært starf.“ Bjarki vill einnig koma þökkum til starfsfólks bráðadeildar Landspítala – háskólasjúkrahúss. Helstu áhuga- mál Bjarka snúa að alls konar dægradvöl úti við auk tölvunnar og hnefaleika, en þá íþrótt hugðist hann byrja að æfa í vetur en slysið hefur seinkað þeim áformum. Boxið er því geymt en ekki gleymt og nú er það batinn sem hefur forgang. „Húðin á að geta orðið frekar eðli- leg þótt maður fái ör og ég ætti að geta farið í lýtaaðgerðir á fullorðins- aldri til að laga örin. En ég er búinn að jafna mig ágætlega andlega og þetta hefst með jákvæðni og þol- inmæði,“ segir Bjarki og ítrekar þakkir sínar til allra sem hafa komið að umönnun hans. Bjarki Jóhannsson á batavegi eftir alvarlegt brunaslys við Naustabryggju í Grafarvogi í nóvember „Þetta hefst með jákvæðni og þolinmæði“ Morgunblaðið/ÞÖK Bjarki Jóhannsson ásamt móður sinni, Elínu Oddnýju Kjartansdóttur, og Jens Kristjánssyni yfirlækni. Morgunblaðið/Júlíus Lögreglan var strax kölluð til og hóf rannsókn á slysinu. Hér safnar lög- reglumaður saman fötum sem fundust á vettvangi við Naustabryggju. Morgunblaðið/Júlíus Bjarki telur að 5–10 lítrar af þynni hafi verið eftir í þessum 25 lítra brúsa sem þeir félagar fundu. Það er mikið lagt á 14 ára ungling að liggja vikum og mánuðum saman á spítala eftir mikið bruna- slys. En Bjarka Jóhannssyni er ekki fisjað saman eins og Örlygur Steinn Sigurjónsson komst að þegar hann heimsótti Bjarka í gær. JENS Kristjánsson, yfirlæknir á lýtalækningadeild Landspítalans, hefur haft yfirumsjón með meðferð Bjarka og segir mjög viðkvæm lík- amssvæði hafa brennst og vitn- eskja um að kviknað hafi í mjög eldfimum vökva hafi gefið vísbend- ingar um það strax í upphafi að brunasárin væru djúp. „Það er alltaf reynt að láta brunasvæði gróa af sjálfsdáðum ef mögulegt er og síðan þarf aðgerðir til að græða það sem ekki grær,“ segir Jens. „Það var grædd húð á þau sár sem ekki greru og þetta var gert með því að flytja þunna húð af óbrenndum svæðum sem grær föst við sárin og myndar þekju á þeim. En það sem grær af sjálfsdáðum innan 14 daga skilur yfirleitt ekki eftir sig ör og það er heppilegast ef hægt er að fara þá leið. Meðferðin á Bjarka gekk eðlilega fyrir sig og horfurnar eru góðar. Hann kemur til með að fá ör en hann fær ákveðnar umbúðir til að draga úr öramynduninni.“ „Batahorf- urnar góðar“ orsi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.