Morgunblaðið - 03.02.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.02.2006, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Munich kl. 5:50 og 9 B.i. 16 ára Caché - Falinn kl. 5:30 - 8 og 10:30 B.i. 16 ára Pride & Predjudice kl 5:30 - 8 og 10:30 The Chronicles of Narnia kl. 5:30 Rumor Has It kl. 8:15 og 10:15 Harry Potter og Eldbikarinn kl. 6 B.i. 10 ára KING KONG kl. 9 B.i. 12 ára SAMBÍÓ AKUREYRI DERAILED kl. 8 - 10:10 THE CHRONICLES OF NARNIA kl. 5 FUN WITH DICK AND JANE kl. 6 - 8 - 10 SAMBÍÓ KEFLAVÍK Allur heimurinn fylgdist með árið 1972 þegar 11 ísraelskir íþróttamenn voru myrtir á ólympíuleikunum í munchen þetta er sagan af því sem gerðist næst „Munich er tímabært stórvirki sem á erindi við alla.“ ***** S.V. Mbl. mynd eftir steven spielberg DERAILED kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára OLIVER TWIST kl.. 5:40 MARCH OF THE PENGUINS kl. 6 MUNICH kl. 8 B.i. 16 ára eeeM.M.J. kvikmyndir.com eeeS.K. DV eeeeL.I.N. topp5.is Frá framleiðendum „Bridget Jones Diary“ eeeeH.J. Mbl. TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA Besta leikstjórn (Steven Spielberg), besta mynd, besta handrit, besta tónlist og besta klipping.5 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA M.a. fyrir tæknibrellur4 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA M.a. besta aðalhlutverk kvenna (Keira Knigthley), bestu listrænu leikstjórn og tónlist.4 FREISTINGAR GETA REYNST DÝRKEYPTAR Spennuþruma ársins er komin með hinni einu sönnu Jennifer Aniston og hinum vinasæla Clive O wen (“Closer”). VINSÆLASTA MYND FRANSKRAR HÁTÍÐAR OG BESTA MYND EVRÓPU SÝND ÁFRAM VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA. eeee „Ógleymanleg og óvenju frumleg upplifun!“ - S.V., Mbl ***** L.I.B. Topp5.is **** G.E. NFS/Fréttavaktin **** S.U.S. XFM 91,9 **** kvikmyndir.is **** Ó.Ö. DV Hvað segirðu gott? Ég segi bara allt gott. Hverjum spáirðu sigri á HM í fótbolta í sumar? (Spurning frá síðustu að- alskonu, Þórunni Lárusdóttur.) Ef við vinnum Spán, Danmörku og Norður-Íra í undankeppninni og kom- umst þar með í fyrsta skipti á HM spái ég því að við förum alla leið! Annar kostur er að finna leið til að klóna Eið Smára og búa til svona 4–5, þá ættum við ágætis séns! Ef ekki þá taka Brassarnir þetta! Kanntu þjóðsönginn? Söngröddina hef ég ekki og þótt ég kynni þjóðsönginn og væri að raula hann myndi fólk samt sem áður spyrja: „Hvað ertu að syngja?“ Hvenær fórstu síðast til útlanda og hvert? Fór til Bandaríkjanna síðasta sumar, frábær skemmtun! Bjóst nú við öllu slæmu, byssum og ránum, en svo er þetta hinn besti staður! Uppáhaldsmaturinn? Steiktur fiskur með lauk, kartöflum og kokkteilsósu. Bragðbesti skyndibitinn? Allt í einu, Breiðholti, engin spurning! Besti barinn? Ari í Ögri, ég fíla að slappa af og hlusta á lifandi tónlist! Hvaða bók lastu síðast? Hef nú ekki lesið bók í þó nokkurn tíma, held samt að það hafi verið einhver barnabók fyrir litla frænda minn! Hvaða leikrit sástu síðast? Ég fór á gríndávaldinn Sailesh, þar sem það er umdeilt hvort þetta er leikið eða ekki kalla ég þetta leikrit. Annars góð skemmtun! En kvikmynd? Fór á Fun with Dick and Jane, engin súpermynd! Hún fær 2,5 stjörnur af 5! Hvaða plötu ertu að hlusta á? Í spilaranum núna er hljómsveitin Hundur í óskilum, grátlega góðir! Uppáhaldsútvarpsstöðin? Það fer alveg eftir því í hvaða „fíling“ ég er! Maður er nú alæta á tónlist fyrir utan auðvitað þungarokkið og djass, er ekki alveg að fíla það! Ætli maður sé ekki einn af þessum flökkurum, flakka á milli þangað til ég finn gott lag! Besti sjónvarpsþátturinn? Lost eru frábærir þættir, þeir eru að vísu farnir að lengja þættina of mikið! Prison Break eru líka hrikalega spennandi! Svo má ekki gleyma Boston Leg- al … Denny Crane! Gætirðu hugsað þér að taka þátt í raunveruleikaþætti í sjónvarpi? Já, ég hugsa að ég myndi taka þátt í Survivor ef tækifæri gæfist, ekkert að því að keppa um að vinna 60 milljónir! G-strengur eða venjulegar nærbuxur? Klárlega G-strengur. Helstu kostir þínir? Held það sé best að láta þá sem mig þekkja dæma um kostina! En gallar? Ég er með eindæmum þrjóskur á tímum og keppnisskapið getur stundum farið með mig! Besta líkamsræktin? World Class er eina líkamsræktarstöðin sem kemur til greina! Hvaða ilmvatn notarðu? Kannski ekki ilmvatn en rakspíra, Boss & Armani eru sterkir þar! Ertu með bloggsíðu? Pass. Pantar þú þér vörur á netinu? Er frekar týpan sem stekkur út í búð og kaupir vöruna þótt hún sé dýrari heldur en að bíða eftir henni í nokkrar vikur. Annars er auðvitað gott mál að panta af netinu ef það er á Íslandi! Flugvöllinn burt? Já, fáránlegt að hann skuli ekki löngu vera farinn. Hvers viltu spyrja næsta aðalsmann? Er Michael Jackson svartur eða hvítur? Íslenskur aðall | Jón Gunnlaugur Viggósson Hvað ertu að syngja? Aðalsmaður vikunnar tók við krúnunni af herra Íslandi þegar forveri hans var sviptur titlinum. Hann er jafnframt sonur Viggós Sigurðssonar, landsliðsþjálfara í handbolta. Morgunblaðið/Kristinn „Steiktur fiskur með lauk, kartöflum og kokkteilsósu.“ Fimm hljómsveitir hafa bæst viðlistann yfir þær sveitir sem munu spila á Hróarskeldu 2006. Þar ber hæst Placebo en aðrar sveitir eru Disco Ensemble, JR Ewing, Opeth og VETO, segir í tilkynningu. Placebo, með Brian Molko fremstan í flokki, spilaði á Hróars- kelduhátíðinni árin 1999 og 2001 en hefur einnig spilað á Íslandi – það var árið 2004. Sveitin hyggst senda frá sér sína fimmtu plötu í mars sem mun bera heitið Meds. Fyrri plötur sveit- arinnar eru Placebo, Without You I’m Nothing, Black Market Music og Sleeping With Ghosts. Disco Ensemble er hljómsveit frá Finnlandi sem spilar orkumikið emórokk og má í þessu sambandi t.d. nefna lagið „We Might Fall Ap- art“. Norska sveitin JR Ewing leikur framúrstefnulegt síðharðkjarna- rokk. Heiti síðustu plötu, Mael- strom, þykir lýsandi en orðið getur t.d. þýtt „hringiða“ eða eitthvað í þá áttina. Opeth frá Svíþjóð steypir saman dauðarokki og svartmetal annars vegar og sinfónísku rokki hins veg- ar. Plata sveitarinnar frá því í fyrra, Ghost Reverie, hlaut lof gagnrýn- enda en meðal áhrifavalda má nefna svo ólíkar sveitir sem Morbid Angel og Pink Floyd. Hin danska sveit VETO spilar til- finningaþrungið og melankólískt indírokk. Hún heillar vanalega áheyrendur á tónleikum, ekki síst vegna þess að söngur Troels Abra- hamsens minnir um margt á Jeff Buckley. Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.