Morgunblaðið - 03.02.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.02.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2006 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Verðhrun Minnst 60% afsláttur Tilboðsslár Lagersala 1.-11. febrúar 40-70% afslátturHverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16 ZANO topparnir frá komnir Flottir litir Höfum opnað nýja snyrtistofu á Tryggvagötu 28, 101 Reykjavík Snyrtistofan tengist nýja Radisson SAS 1919 hótelinu, (gamla Eimskipafélagshúsinu) Snyrtistofan Jóna býður Birnu Maríu og Lindu velkomnar til starfa á Snyrtistofuna Jónu Linda Björk Júlíusdóttir fótaaðgerða- og snyrtifræðingur. Linda hefur margra ára reynslu af snyrtingu og fótaaðgerðum. Birna María Einarsdóttir snyrtifræðingur Snyrtistofan Jóna er núna á tveimur stöðum Birna María og Linda bjóða gamla og nýja viðskiptavini velkomna á nýju snyrtistofuna í Tryggvagötu 28 FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár SPENNANDI VIÐSKIPTATÆKIFÆRI FYRIR FJÁRFESTA OG BYGGINGAVERKTAKA Hef sérhæft mig í ráðgjöf og sölu byggingaréttar til fjárfesta og byggingaraðila. Fjölmörg spennandi viðskiptatækifæri og áhugaverð verkefni af ýmsum stærðum í boði. PANTAÐU TÍMA SEM ÞÉR HENTAR Á skrifstofu Gimli kynni ég þér kosti án skuldbindinga af þinni hálfu Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Hákon Svavarsson, lögg. fasteignasali, sími 898 9396. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur heimilaði í gær verjendum sakborn- inganna í Baugsmálinu að leggja fram greinargerð endurskoðunar- stofunnar PricewaterhouseCoopers hf. ásamt fylgigögnum, en settur rík- issaksóknari, Sigurður Tómas Magnússon, hafði mótmælt fram- lagningu gagnanna. Í úrskurði héraðsdóms um þetta atriði er vísað í bókun saksóknara frá 27. janúar um mótmælin. Að mati saksóknarans hafði Pricewater- houseCoopers verið falið skv. verk- beiðni að kveða á um hvort ákærðu Jón Ásgeir og Tryggvi Jónsson hafi gerst sekir um þá háttsemi sem þeim er gefið að sök skv. ákæruliðum 33– 36. Líta yrði á greinargerðina sem sérfræðiskýrslu um lagalega túlkun á þeim ákvæðum sem til álita koma að þessu leyti. Verjendurnir sögðu á hinn bóginn að sérfræðiskýrslur frá Deloitte end- urskoðun hf., sem ákæruvaldið hefði lagt fram sem ákærugrundvöll, hefðu verið villandi og rangar og hefði því verið leitað álits óháðra sér- fræðinga á sama sérfræðisviði. Skýrslurnar hefðu ótvírætt gildi við mat á því hverjar staðreyndir máls- ins væru og væri það brot gegn rétt- indum sakborninga og jafnræði málsaðila ef ekki væri heimilt að leggja þær fram. Í úrskurði segir að sönnunarmat sé dómara frjálst í íslensku réttar- fari og dómendur þessa máls gætu óbundnir og ótruflaðir metið öll þau málsatriði sem sérfræðingar málsað- ilanna fjölluðu um í greinargerðum sínum og skýrslum. Önnur megin- regla íslensks réttarfars væri regla um jafnræði málsaðila og væri það andstætt þeirri reglu að synja ákærðu um það að gögnin yrðu lögð fram. Bar því að heimila framlagn- inguna. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Héraðsdómur fellst á beiðni verjenda Heimilt að leggja fram greinargerð RÁÐGJAFAR Seltjarnarnesbæjar munu á næstunni leggja fram til- lögu að deiliskipulagi fyrir Hrólfs- skálamel í skipulagsnefnd bæj- arins þar sem tekið er tillit til sjónarmiða í nágrenni bygging- arreitsins. Þetta segir Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarn- arnesbæjar. Formenn húsfélaga allra húsa við Austurströnd höfðu sent inn athugasemdir við fyr- irhugað skipulag á svæðinu. „Í kjölfar niðurstöðu kosninga um deiliskipulag Hrólfsskálamels og Suðurstrandar í sumar hafa ráðgjafar bæjarins unnið að frek- ari útfærslu deildiskipulags á Hrólfsskálamel. Mér er kunnugt um að þeir munu á næstu vikum leggja fyrir skipulagsnefnd deili- skipulag af svæðinu þar sem tekið hefur verið mið af sjónarmiðum íbúa í næsta nágrenni bygging- arreitsins annars vegar um að byggingamassinn á svæðinu verði færður til þannig að ekki verði um að ræða sex hæða byggingar á svæðinu, en áður var ráðgerð sex hæða bygging á horni Suður- strandar og Nesvegar. Hins vegar munu menn leggja til nýjar lausnir að umferðarmálum á svæðinu til þess að vinna gegn því að öll um- ferð til og frá byggðinni fari um Nesveg. Þannig má gera ráð fyrir opnun tengingar út á Suðurströnd sem létti á umferð upp Nesveg.“ Að sögn Jónmundar er vonast til þess að tillagan með umrædd- um breytingum geti farið í auglýs- ingu um deiliskipulag á allra næstu vikum að lokinni umfjöllun skipulagsnefndar og að fram- kvæmdir á svæðinu geti hafist síð- ar á árinu. Tillaga að deiliskipulagi á Hrólfsskálamel á Seltjarnarnesi Morgunblaðið/Ómar Húsið sem hýsir Bónus verður rifið og þar á horninu stóð til að reisa 6 hæða byggingu. Nú hefur verið hætt við þau áform, eftir að íbúar í húsunum við Austurströnd, sem eru gegnt Bónus við Nesveg, mótmæltu svo hárri byggingu. Hætt við sex hæða byggingu ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði á fræðaþingi land- búnaðarins sem hófst í gær að það væri mikilvægt að greina rétt hina alþjóðlegu þróun sem ætti sér stað í landbúnaðinum, sjá tækifærin sem hún skapaði, taka með bjartsýni og sóknarhug á verkefnum sem hún færði í stað þess að fara í varn- arstöðu. Ólafur Ragnar sagði að umræðan um nýsköpun landbúnaðar og fram- tíðarstefnu væri á margan hátt tengd vegferð þjóðarinnar, um- ræðum um þróunina á öðrum svið- um. „Stefnumótun þarf að taka mið af fjölþættri arfleifð og líka alþjóðleg- um áhrifaþáttum, straumunum sem móta veröldina. Við erum ekki leng- ur eyland fjarri kviku breytinganna heldur hluti meginlands. Það sem setur svip á aðra mun fyrr eða síð- ar, frekar fyrr vegna vaxandi tengsla, gera sig gildandi hér hjá okkur. Kröfur og smekkur, viðhorf og lífsstíll sem móta með öðru dag- legt líf og valkosti í markaðsmálum munu berast hratt til okkar. Það er mikilvægt að greina rétt hina alþjóðlegu þróun, sjá tækifær- in sem hún skapar, taka með bjart- sýni og sóknarhug á verkefnum sem hún færir – fara ekki í varnarstöðu því þessi þróun getur skapað ís- lenskum landbúnaði fjölmörg ný tækifæri; jafnvel er hægt að taka djúpt í árinni og spá því að ef við höldum rétt á spilum eigi íslenskur landbúnaður í vændum bjarta sókn- artíð, vaxtarskeið sem fært getur bændum og þjóðinni allri fjölþætta ávinninga.“ Ólafur Ragnar sagðist vera sann- færður um að skyrið myndi á næst- unni „slá í gegn“. Hann talaði enn- fremur með afar jákvæðum hætti um það markaðsstarf sem unnið hefði verið í Whole Foods-búðunum í Bandaríkjunum. Mikilvægt að greina rétt hina alþjóðlegu þróun Morgunblaðið/Ómar Forseti Íslands var einn framsögumanna á fræðaþingi landbúnaðarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.