Morgunblaðið - 03.02.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 33. TBL. 94. ÁRG. FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Velduþaðbesta
Gítarinn
kær vinur
Áttræður skemmtikraftur
á Hrafnistu | Daglegt líf í febrúar
Bílar og Íþróttir í dag
Bílar | Breyttur og rúmbetri RAV4 Ford Fiesta með hressilega
takta Alfa Romeo 159 kominn til landsins Íþróttir | Enduðum
í 7. sæti á EM í Sviss Íslandsmet Björns Margeirssonar
„ÉG tel að það að við skulum fá hér fundi með
stuttum fyrirvara með þessum ráðherrum, sé til
marks um að Bandaríkjamönnum er ekkert síður
en okkur full alvara með því að reyna að ljúka
þessu máli, koma því í varanlegan búning og eyða
þeirri óvissu sem hefur verið um þessi mál,“ sagði
Geir H. Haarde utanríkisráðherra, í gærkvöldi, að
afloknum fundum hans um framtíð varnarsam-
starfsins með Condoleezzu Rice, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, og Nicholas Burns aðstoð-
arutanríkisráðherra í Washington.
Geir segir að efnislegar viðræður um varnar-
málin séu nú hafnar af fullum þunga og með þess-
um ráðherrafundum sé verið að setja viðræður um
varnarsamstarfið í gang á nýjan leik.
Mjög skýr afstaða
„Afstaðan er mjög skýr í öllum aðalatriðum af
okkar hálfu. Við erum núna með tillögur um það
með hvaða hætti við getum komið til móts við
þeirra sjónarmið varðandi kostnað, þar sem við
myndum taka að okkur stærri hluta af starfsem-
inni á Keflavíkurflugvelli en verið hefur og er þá
verið að tala um bæði rekstur flugvallarins sjálfs
og eins leitar- og björgunarsveitina,“ segir Geir.
Íslensk stjórnvöld leggja jafnframt áherslu á að
hér verði áfram sýnilegar varnir. „Við viljum ekki
taka áhættuna af því að hér séu ekki trúverðugar
varnir,“ segir Geir. Samninganefndir ríkjanna
hófu síðdegis framhaldsviðræður um varnarmálin
og er gert ráð fyrir að þær haldi áfram í dag.
Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar,
er í för með íslensku sendinefndinni.
– Leikur enginn vafi á því að Bandaríkjamenn
vilji standa við skuldbindingar varnarsamnings-
ins?
„Þeir fullyrða það við okkur og við höfum aldrei
dregið það í efa, að þeir ætli sér að standa við
samninginn frá 1951. Þeir hafa hins vegar aðrar
hugmyndir en við um hvernig hægt sé að gera
það,“ segir Geir.
Varnarviðræðurnar hafnar á ný eftir fund Geirs H. Haarde og Condoleezzu Rice
AP
FUNDIR sem Geir H. Haarde átti með Condo-
leezzu Rice og tveimur aðstoðarráðherrum í
Washington í gær voru ákveðnir með skömmum
fyrirvara á fundi sem Geir átti með Nicholas
Burns aðstoðarutanríkisráðherra í London sl.
þriðjudag. Geir segir að Rice sé vel inni í viðræð-
unum um framtíð varnarsamstarfsins og hafi gef-
ið sér góðan tíma til að fara yfir málið.
Áður en viðræður Geirs og Rice fóru fram í gær
átti hann fund með Nicholas Burns, þar sem farið
var ítarlega yfir allar hliðar málsins. Undir kvöld
hélt Geir síðan í varnarmálaráðuneytið Pentagon
til viðræðna við Eric S. Edelman, aðstoðarvarn-
armálaráðherra. Að því búnu hélt Geir heim til Ís-
lands og mun hann í dag gera ríkisstjórn og utan-
ríkismálanefnd grein fyrir stöðu viðræðnanna.
Ráðherrafundir ákveðnir með stuttum fyrirvara
Íslendingar tilbúnir að taka að sér stærri hluta starfsemi á Keflavíkurflugvelli
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Báðum er full alvara að
reyna að ljúka málinu
Geir H. Haarde og Condoleezza Rice takast í hendur við upphaf fundar þeirra í Washington í gær.
„ÉG og vinur minn höfðum fundið
25 lítra brúsa af þynni á bílastæð-
inu við Naustabryggju og ætluðum
að kveikja smábál,“ segir Bjarki Jó-
hannsson, 14 ára, um örlagaríkan
dag, 20. nóvember sl., þegar hann
brenndist alvarlega í eldsvoða sem
varð eftir ógætilega meðferð elds.
„Við vorum inni í stóru álröri og
helltum niður smáþynni til að
kveikja í. Þegar bálið fór að minnka
ætluðum við að hella meiri þynni á
það en þá gekk eldurinn eftir bun-
unni inn í brúsann og það kviknaði í
öllu saman. Það kom ekki spreng-
ing en maður heyrði samt hvernig
eldurinn magnaðist. Ég komst út úr
rörinu og hljóp um 100 metra beint
út í sjó og slökkti í sjálfum mér.“
Bjarki hefur verið á sjúkrahúsi
frá því slysið varð og hefur gengist
undir húðflutningsaðgerðir enda
hlaut hann 2. og 3. stigs bruna á
30% líkamans. Bruninn var verstur
á fótum og andliti en Bjarki er á
batavegi þótt enn sé hætta á sára-
myndun. Hann þarf að hafa fæt-
urna í láréttri stöðu til að forðast
aukið blóðflæði niður í þá sem eyk-
ur hættu á sáramyndun. Á kvöldin
eru umbúðirnar teknar af og Bjarki
sefur með svokallaðan bragga yfir
fótunum, eins konar þak til að
vernda fæturna gegn snertingu.
„Ég var dálítið slæmur því alltaf
þegar eitt sár greri þá kom annað,“
segir hann. „En núna nýlega var
meðferðinni breytt og ég var látinn
vera umbúðalaus í nokkra daga og
þá þornuðu sárin og greru.“ Húð
hefur verið tekin af maga, baki og
úr hársverðinum til að græða
brunasvæðin. | 6
„Ætluðum að kveikja smábál“
Morgunblaðið/ÞÖK
Bruninn var verstur á fótum og
andliti en Bjarki er á batavegi.
Á batavegi eftir að hafa brennst alvarlega í nóvember
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
BRESKA ríkissjónvarpið, BBC,
birti í gær fréttamyndir þar sem
brugðið var stuttlega upp síðum
fréttablaða með umdeildum skop-
teikningum af Múhameð spámanni
sem hafa vakið geysilega reiði
margra múslíma. Samkvæmt
reglum íslams má alls ekki gera
myndir af Múhameð. Franska blaðið
Le Monde birti eina teikninguna á
forsíðu í gær.
Skoðanir eru skiptar í Evrópu um
það hvernig bregðast skuli við mál-
inu en klerkar og ráðamenn í sumum
múslímalöndum krefjast þess að höf-
undum teikninganna verði refsað og
sett lög sem banni fólki að hæðast að
íslam. Einn ritstjóra franska blaðs-
ins France-Soir var rekinn fyrir að
birta nokkrar myndanna. Nicolas
Sarkozy innanríkisráðherra sagði í
sjónvarpsviðtali að brottreksturinn
væri mikið áfall. Sagðist hann frem-
ur kjósa „öfgar í myndbirtingum en
öfgar í ritskoðun“.
Skiptar skoðanir í ESB
Ursula Plassnik, utanríkisráð-
herra Austurríkis, núverandi for-
ysturíkis Evrópusambandsins, sagði
í gær að leiðtogum sambandsins
bæri skylda til að „fordæma með
ótvíræðum hætti“ móðganir við öll
trúarbrögð. Erkki Tuomioja, utan-
ríkisráðherra Finnlands, lagði hins
vegar áherslu á að öll aðildarríkin
fordæmdu morðhótanir gegn Dön-
um og öðrum Vesturlandabúum sem
ofstækismenn hafa haft í frammi en
þannig vilja þeir svara teikningun-
um, sem fyrst birtust í danska
blaðinu Jyllands-Posten. „Tjáning-
arfrelsið er ekki eitthvað sem menn
höndla með,“ sagði ráðherrann.
Móðganir
við trúar-
brögð séu
fordæmdar
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Óttast | 16
Vín. AP. | Sérfræðingar í Vín í Austurríki hafa rannsakað um 40 dauða
söngfugla sem óttast var að hefðu drepist úr fuglaflensu. Það reyndist
vera rangt, fuglarnir höfðu komist í gerjuð ber, flogið dauðadrukknir á
rúður og hálsbrotnað. Lifrin í fuglunum reyndist vera svo illa farin að
hún leit út fyrir að vera úr „ólæknandi alkóhólista“ að sögn Sonju
Wehsley, talsmanns embættis yfirdýralæknis í Vín.
Dauðadrukknir fuglar