Morgunblaðið - 03.02.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.02.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2006 35 MINNINGAR og sótti hún sérstaklega til Miðjarð- arhafsins þangað sem hún sigldi ófáar ferðir með Hannesi á skipum hér á árum áður. Margar sögur sagði hún okkur frá framandi lönd- um, sögur sem voru ævintýri hjá okkur börnunum. Heimili hennar og faðmur var alltaf opinn fyrir okkur systrabörn- in á uppeldisárunum á Flateyri, í Kópavoginum og núna síðast í Sandgerði. Við áttum margar góðar stundir hjá þeim Hannesi og fyrir þær viljum við þakka. Þetta eru góðar minningar. Erna og Hannes voru einstaklega samrýnd og öllum ljóst hversu vel þeim leið hvoru í návist annars. Þessi þægilega nærvera smitaði út frá sér og laðaði fólk að þeim. Þau eignuðust eina dóttur, Guðnýju Rósu, sem var okkar leikfélagi í uppvextinum. Kom hún sem sólar- geisli inní líf þeirra. Eftir að Erna Líf dóttir Guðnýjar Rósu fæddist varð hún miðpunktur tilverunnar. Síðustu árin átti Erna í baráttu við illvígan sjúkdóm. Baráttu sem hún háði af aðdáunarverðu æðru- leysi. Jákvæðni hennar, bjartsýni og kjarkur til að lifa lífinu lifandi allt til enda, þrátt fyrir veikindin, er okkur hinum til eftirbreytni. Við viljum þakka þér, elsku Erna, fyrir kærleik þinn og hlýju – minn- ing um góða frænku lifir. Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra máli ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.) Góður guð veiti Hannesi, Guð- nýju Rósu og Ernu Líf styrk til að takast á við þennan mikla missi. Dóra, Einar Már og Baldur Hermannsbörn Elsku Erna, það er sárt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur. Bjartsýnni og duglegri manneskju hef ég ekki hitt. Þú sagðir alltaf að nú færi þetta að lagast og smitaðir mann af bjartsýninni enda brá okk- ur við að heyra að þú værir komin inn á spítala. Sjúkdómurinn var bú- inn að taka sinn toll af þér en alltaf varstu kát og skemmtileg. Ég man þegar þú komst frá Spáni í haust, þú ljómaðir alveg þegar þú sagðir okkur ferðasöguna og ég man að ég hugsaði hvað þú værir ótrúleg kona að hafa farið svona veik. Það var alltaf gaman að koma til ykkar og alveg yndislegt að sjá hvað ykkur leið vel og voruð ánægð í nýja húsinu sem þið fluttuð inn bara fyrir ári. Söknuðurinn er mikill en hugg- unin er að nú líði þér vel. Elsku Hannes, Guðný Rósa og Erna Líf guð gefi ykkur styrk í þessari miklu sorg. Við þökkum samfylgd á lífsins leið þar lýsandi stjörnur skína og birtan himneska björt og heið hún boðar náðina sína en Alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. (Vigdís Einarsdóttir.) Nína. Erna F. Einarsdóttir starfaði á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins frá árinu 1988 til ársloka 2004. Starf Ernu fólst einkum í símavörslu og móttöku þar sem samviskusemi og einstök ljúmennska komu sér vel í öllum samskiptum. Hún var gleði- gjafi á samkomum starfsmanna þar sem hún og Hannes, eiginmaður hennar, nutu sín. Erna var mikil fjölskyldumann- eskja og augun ljómuðu þegar hún talaði um barnabarn sitt og nöfnu. Gaman var að fylgjast með því hvað fjölskyldan var dugleg að ferðast um landið og húsbíllinn nýttist þar vel. Einnig var Erna mjög listræn og hafði mikla ánægju af að mála og sauma. Árið 2004 seldu þau hjónin húsnæði sitt í Kópavogi og bjuggu sér fallegt heimili í Sandgerði, þar sem þau nutu tilverunnar. Erna veiktist alvarlega árið 1988 og við tók erfið meðferð sem veitti góðan bata. En meinið tók sig upp árið 2001. Það fór ekki framhjá neinum að sjúkdómurinn tók sinn toll, en hún tókst á við hann af miklu æðruleysi. Hetjulegri baráttu er nú lokið. Við vottum Hannesi, Guðnýju Rósu og Ernu Líf, sem og ættingjum og vinum dýpstu samúð. Minningin um góða og vandaða konu lifir. Samstarfsfólk á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Elsku Erna mín. Mér finnst þetta hálfóraunveru- legt að sitja hér og skrifa þér kveðjuorð. Þegar þið fluttuð í Holtagerðið kynntist ég Guðnýju og urðum við strax góðar vinkonur og erum enn. Um leið fékk ég þann heiður að kynnast ykkur Hannesi, þið tókuð mér strax eins og dóttur. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar og varð ykkar heimili mjög fljótt mitt annað heimili. Mér fannst þið alveg stórmerkileg fjölskylda, þið höfðuð næstum búið á skipi og komið til óteljandi landa, þetta fannst mér mjög merkilegt. Þegar ég var 12 ára buðuð þið mér með í siglingu, vá hvað ég var spennt, ég trúði þessu ekki. Þessi ferð er mér enn ógleymanleg, þið kynntuð mig alltaf sem hina dóttur ykkar í þessari ferð. Við Guðný gátum brallað ansi mikið saman, sumt var ekki alveg eins sniðugt í ykkar augum og okk- ur fannst, en það var ekki gert mik- ið mál úr þessu öllu. Þegar ég eignaðist Daníel fylgd- ust þið vel með honum, hann gisti hjá ykkur í einhver skipti og man ég einn sumardag þegar við Guðný komum að ná í Daníel og Ernu Líf. Þá kom Daníel hlaupandi inn og sagði við þig: „Hey amma, hann afi er byrjaður að grilla …“ og hljóp svo út alveg eins og hann ætti heima þarna. Þetta sýnir kannski hversu velkomnir allir voru til ykk- ar, á hálfum sóalrhring var sonur minn farinn að kalla ykkur afa og ömmu sem ykkur fannst nú ekki leiðinlegt. Ég sé þig fyrir mér sólbrúna eins og þú varst alltaf, svart, fallegt hár, glæsilega klædd og flissandi eins og skólastelpa því þannig varstu svo oft. Það er ansi margt sem rifjast upp á svona stundum og þær stundir sem ég átti með þér, elsku Erna, eru ansi margar og alltof langt mál að telja upp hér. Ég mun geyma þær mjög vel, þær eru mér ótrúlega dýrmætar. Þú ert búin að vera svo ótrúleg hetja sl. ár, þú settir þér markmið um það sem þig langaði að gera og náðir þeim. Þetta kennir okkur að það er ansi margt hægt að gera, bara á viljanum, sama hvar við er- um stödd á lífsbrautinni. Elsku Erna, ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér og ég gleðst yfir því að þú þurfir ekki að þjást meira. Þú hefur skilið eftir stórt skarð í ykkar litlu yndislegu fjölskyldu, ég veit líka að tíminn á eftir að hjálpa þeim að lifa með þessari sorg. Við hérna megin mun- um hjálpa þeim eins og við getum að komast í gegnum þetta. Elsku Hannes, Guðný, Erna Líf og aðrir aðstandendur, við Daníel biðjum guð að leiða ykkur í gegnum þetta og blessa ykkur öll. Kveðja Anna Helga. Elsku Erna mín, nú er þínum veikindum lokið. Ég veit þér líður vel núna. Þú varst yndisleg kona og þeim eiginleikum búin að öllum leið vel í návist þinni. Erna mín, ég minnist þess oft er þú og móðir mín, Geira, voru ráðs- konur hjá Vegagerðinni eitt sumar. Ég held að þið mamma hafi verið mjög líkar, þú varst með Guðnýju Rósu dóttur þína með þér, það var yndislegur tími, þannig kynntist ég ykkur mæðgum vel. Ég man þegar Guðný Rósa var að leika sér á Fluguvatni eins og hún kallaði það. Þegar þið Hannes fóruð í sigl- ingar pössuðum við mamma Guð- nýju Rósu á meðan en hún fór síðar með ykkur á sjóinn. Þegar ég eignaðist yngri dóttur mína skírði ég hana Ernu Jensínu, eftir þér og ömmu minni. Þú skip- aðir fljótt sérstakan sess í lífi mínu. Mér fannst þú svo myndarleg, ljúf og góð kona, sem var gædd miklum mannkostum, það streymdi frá þér hlýja og góðvild. Þegar ég talaði við þig síðustu ár- in var það mest í gegnum síma. Ég fann alltaf hlýju og umhyggju sem einkenndi þig mjög. Ég kveð þig, Erna mín, með miklum söknuði, megi góður guð styrkja Hannes, Guðnýju Rósu, Ernu Líf, móður og systkini þín í sorginni. Katrín Guðmundsdóttir (Katý). Erna Einarsdóttir kvaddi þetta jarðlíf þann 24. janúar sl. Þegar ég byrjaði með leikfimi fyrir Samhjálp kvenna var Erna með þeim fyrstu sem komu til mín. Ég hafði sótt námskeið í Þýskalandi þar sem lögð var áhersla á líkamlega og andlega uppbyggingu fyrir konur sem höfðu farið í aðgerð vegna brjóstakrabba- meins. Þegar heim kom vildi ég koma slíkri endurhæfingu á fót og fékk Samhjálp kvenna til liðs við mig. Við byrjuðum og höfum haldið starfseminni gangandi til þessa dags. Erna setti frá upphafi svip sinn á hópinn. Létt og bjartsýnt hugarfar hennar hafði góð áhrif á okkur. Skin og skúrir skiptust á í veik- indum hennar. Síðastliðið ár var erfitt þótt hún léti sem minnst á því bera. Nokkrar konur úr hópnum fóru í vikuferð sl. haust til Spánar. Við vorum þar með „æfingabúðir“, stunduðum vatnsleikfimi og göngu- ferðir og gerðum þar fyrir utan eitt og annað okkur til afþreyingar . Við vorum að frá morgni til kvölds hvern dag. Erna var með okkur í þessu öllu og bar sig vel. Við dáð- umst að dugnaði hennar og glað- lyndi í dagsins önn. Þessi vika er dýrmæt í minningunni. Við nutum hverrar stundar svo sannarlega. Megi minning Ernu frá þessum dögum lifa lengi. Samúð votta ég Hannesi, Guðnýju Rósu og nánustu ættingjum. Ég lýk þessum fátæk- legu orðum með fallegu ljóði sem minnir á Ernu: Ég veit ekki hvort þú hefur, huga þinn við það fest. Að fegursta gjöf sem þú gefur er gjöfin sem varla sést. Ástúð í andartaki, augað sem glaðlega hlær, hlýja í handartaki, hjarta sem örar slær, Allt sem þú hugsar í hljóði, heiminum breytir til. Gef þú úr sálarsjóði, sakleysi, fegurð og yl. (Úlfur Ragnarsson.) Lovísa Einarsdóttir. Mig langar til að minnast vinkonu minnar, Ernu F. Einarsdóttur, með nokkrum orðum. Kynni okkar Ernu hófust í leik- fimihóp á vegum Samhjálpar kvenna en það er stuðningshópur innan Krabbameinsfélags Íslands. Leikfimihópurinn hefur starfað samfellt í 17 ár undir styrkri leið- sögn Lovísu Einarsdóttur íþrótta- kennara. Við Erna komum snemma inn í hópinn. Hópurinn hefur hist tvisvar í viku yfir vetrarmánuðina. Um hver áramót og í lok hvers vetrar höfum við gert okkur glaðan dag og tók Erna virkan þátt í því með okkur þegar heilsan leyfði. Síðastliðið haust hófst leikfimi- starfið með því að hópurinn fór til Benidorm og naut Erna ferðarinnar þrátt fyrir erfið veikindi og var mjög hress þessa viku og hafði orð á því að hún ætlaði sér að fara með þegar hópurinn færi næst til Beni- dorm. Mikill sjónarsviptir er að Ernu úr samfélagi okkar. Hún var trygg- lynd, vinaföst og glaðlynd og nutum við samvista við hana. Blessuð sé minning hennar. Ég sendi fjölskyldu hennar mínar innilegustu samúðarkveðjur. María Kristmundsdóttir. Ástkær faðir, tengdafaðir, afi, bróðir og vinur, ÖRN HILMAR RAGNARSSON, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut föstu- daginn 27. janúar. Útför verður frá Hafnarkirkju á Höfn í Hornafirði laugardaginn 4. febrúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabba- meinsfélagið. Margrét Ragna Arnardóttir, Hrafn Sigvaldason, Stefán Örn, Sigmundur Freyr, Birgir Hrafn, Valdimar Þór, Víktoría Huld, Davíð Ragnarsson, vinir og vandamenn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LOVÍSA INGVARSDÓTTIR frá Hellishólum í Fljótshlíð, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 4. febrúar kl. 11 00. Ólafur Óskarsson, Elínborg Óskarsdóttir, Ingunn Óskarsdóttir, Sigurður Óskarsson, Jón Þórir Óskarsson, Magnús Óskarsson, Anton Óskarsson, Eyþór Óskarsson, Guðmundur Óskarsson, Stefán Ingi Óskarsson og fjölskyldur. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, KRISTJÁN STEFÁNSSON húsgagnasmiður, Víðilundi 24, Akureyri, lést laugardaginn 28. janúar. Útför hans verður gerð frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 6. febrúar kl. 13.30. Guðrún Kristjánsdóttir, Antonio Orpínell, Kristján Kristjánsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Hanna Stefánsdóttir, afa- og langafabörn. Elskulegur sonur okkar, bróðir og barnabarn, SVAVAR GUÐBJÖRN SVAVARSSON, Vatnsstíg 21, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 2. febrúar. Jónína G. Garðarsdóttir, Svavar Svavarsson, Helga J. Svavarsdóttir, Hallgrímur S. Sveinsson, Garðar Á. Svavarsson, Aldís A. Sigurjónsdóttir, Þórunn H. Svavarsdóttir Poulsen, Kjartan J. Bjarnason, Björg Jónsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug vegna andláts móður okkar, tengdamóður og ömmu, VALGERÐAR EINARSDÓTTUR, áður Núpi, Vestur-Eyjafjöllum. Eygló Ragnarsdóttir, Lárus Björnsson, Sigrún Jensen, Klaus Jensen, Einar Ragnarsson, Guðmundur Ragnarsson, Margrét Einarsdóttir, Ragnar Valur Ragnarsson, Ingibjörg Hrönn Guðmundsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.