Morgunblaðið - 03.02.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.02.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2006 45 DAGBÓK 80 ÁRA afmæli. Í dag, 3. febrúar,er áttræð Ingibjörg Jón- asdóttir frá Suðureyri við Súg- andafjörð. Inga dvelur ásamt eig- inmanni sínum, Guðmundi A. Elíassyni, á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þau munu halda upp á daginn ásamt sínum nánustu á heimili dóttur sinnar og tengdasonar í Þrastarási 45 í Hafn- arfirði. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. Bg5 Bb4 5. e5 h6 6. Bd2 Bxc3 7. bxc3 Re4 8. Dg4 g6 9. Bd3 Rxd2 10. Kxd2 c5 11. Hb1 Rc6 12. Rf3 c4 13. Be2 De7 14. Df4 b6 15. h4 Bd7 16. Df6 Dxf6 17. exf6 O-O-O 18. Re5 Be8 19. Ke3 Kc7 20. f4 h5 21. g4 hxg4 22. Bxg4 Hh6 23. Hbg1 Rxe5 24. dxe5 Ba4 25. Hh2 Hdh8 26. Hgh1 Kd8 27. h5 gxh5 28. Hxh5 Hxh5 29. Hxh5 Hg8 30. Bd1 Hg3+ 31. Kf2 Hxc3 32. Hh8+ Kd7 33. Hf8 Bxc2 34. Hxf7+ Kc6 Staðan kom upp í B-flokki Corus skákhátíðarinnar sem lauk fyrir skömmu í Wijk aan Zee í Hollandi. Ungverski stórmeistarinn Zoltan Al- masi (2646) hafði hvítt og fann stystu vinningsleiðina í stöðunni gegn hol- lenska kollega sínum Daniel Stellwa- gen (2573). 35. He7! Bxd1 36. f7 Hf3+ 37. Ke1 Hxf4 38. Hxe6+ og svartur gafst upp þar sem eftir 38. ... Kd7 39. Hf6 Hxf6 40. exf6 rennur f-peð hvíts óhjákvæmilega upp í borð. Lokastaða B-flokksins varð þessi: 1.-2. Alexander Motylev (2638) og Magnus Carlsen (2625) 9 vinninga af 13 mögulegum. 3. Zoltan Almasi (2646) 8½ v. 4. Baadur Jobava (2614) 8 v. 5. David Navara (2660) 7½ v. 6.-8. Ivan Cheparinov (2625), Erwin L’Ami (2550) og Arkadij Naiditsch (2657) 7 v. 9. Alexander Bel- javsky (2626) 6½ v. 10.-11. Giovanni vescovi (2633) og Humpy Koneru (2537) 6 v. 12. Jan Smeets (2550) 4 v. 13. Daniel Stellwagen (2573) 3 v. 14. Kateryna Lahno (2500) 2½ . SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Ídag milli kl. 10 og 17 verða haldnir frama-dagar í Súlnasal Hótel Sögu. Það erusamtök ungs fólks, AIESEC, á Íslandisem standa fyrir þessari samkomu. En hvað skyldi fara þarna fram? „Þarna eru 30 fyrirtæki, bæði íslensk og er- lend að kynna starfsemi sína fyrir háskólanem- endum,“ segir Þorgerður Pálsdóttir fjár- málastjóri Framadaga. En hvers konar fyrirtæki er þarna um að ræða? „Mjög fjölbreytileg fyrirtæki eru þarna að kynna sitt starf. Sem dæmi má nefna tæknifyr- irtæki, banka, flugfélög, olíufyrirtæki og fleiri. Framadagar hafa verið haldnir í tólf ár og eru þeir einstakur vettvangur fyrir fyrirtæki og nemendur í háskólum landsins, þarna geta fyr- irtækin kynnt starfsemi sína og sett sig í sam- band við starfsmenn framtíðarinnar. Fyrirtækj- unum sem taka þátt gefst einnig tækifæri til að standa fyrir svonefndri smáþjálfun, en það eru fyrirlestrar og fræðsla fyrir nemendur. Smá- þjálfanir fyrirtækjanna á síðasta ári nutu mikilla vinsælda, þá var m.a. Magnús Scheving með vinsælan fyrirlestur og einnig sóttu mjög margir fyrirlestur Landsbankans. Smáþjálfanirnar í ár fara fram í hliðarsölum Hótel Sögu, þar sem sjö fyrirtæki fá tækifæri til að kynna starfsemi sína enn frekar fyrir þeim nemendum sem eru að leið út á atvinnumarkaðinn. Áhersla er sem fyrr sagði lögð á fjölbreytni fyrirtækjanna svo Framadagarnir í ár nýtist nemendum úr sem flestum deildum háskólanna. Framadagarnir eru eins og áður kom fram skipulagðir af AIESEC en í framadaganefnd eru fimm manns með ólíkan bakgrunn og ólík sjónarmið en með það sameiginlega markmið; að gera Framadaga 2006 glæsilega, eins og þeir hafa raunar verið undanfarin ár..“ En hvað er AIESEC? „Það eru fjölþjóðleg ungmennasamtök sem eru með ýmiskonar starfsemi víða um heim til að efla ungt fólk til þátttöku í atvinnulífinu. Í samtökunum sem stofnsett voru árið 1948 eru nú um 18 þúsund félagar frá 800 háskólum í 89 löndum víðs vegar um heiminn. Starfsskipti eru meðal þess sem samtökin beita sér fyrir og geta íslenskir háskólastúdentar fengið tækifæri til að fara á vegum AIESCE til starfa í hinum ýmsu löndum og sinna hinum fjölbreytilegustu störf- um. Þess má geta að AIESCE heldur frama- daga í öllum löndum þar sem starfsemi samtak- anna er fyrir hendi. Heimasíða Framadaga er www.framadagar.is og þar má finna nánari upp- lýsingar um fyrirtækin sem kynna starfsemi sína. Fyrirtæki kynna háskólanemum starfsemi Framadagar í Súlnasal  Þorgerður Pálsdóttir er fædd í Reykjavík og er í meistaranámi í hag- fræði við Háskóla Ís- lands, hún lauk stúd- entsprófi 1998 frá MH og útskrfaðist með B.Sc gráðu í vélaverk- fræði frá H:Í. árið 2004. Hún hefur starf- að AIESCE í vetur en hún var 2 ár í námi í Danmörku og kynntist samtökunum þar. Hún er í sambúð með Þór- halli Helga Sævarssyni. Ólíkt höfumst við að Í DAG, þegar þetta er ritað, fara fram forsetakosningar í Finnlandi. Það er önnur umferð, því að meiri- hluti náðist ekki í þeirri fyrri, sem haldin var nýlega. Hér er lýðræði virt, og hvergi undan því vikist að meirihluti náist, þó að nokkur fyr- irhöfn fylgi og væntanlega kostn- aður. Sé lýðræði einhvers virði, hljóta einhverjar fórnir að fylgja því. Þetta látum við Íslendingar lönd og leið. Fari svo að enginn frambjóð- andi fái meirihluta greiddra atkvæða er sú regla látin gilda, að minnsta kosti við forsetakosningar, að sá eða sú sé talinn réttkjörin sem hlýtur flest atkvæði, jafnvel allt niður í 30% af heildaratkvæðamagni. Við Íslendingar erum þarna sér á báti og unum því vel að því er virðist. Við eigum ekki að apa allt eftir öðr- um, er stundum sagt, heldur fara okkar eigin leiðir eins og kötturinn. En eigum við ekki við næsta forseta- kjör að fara eins að og t. d. Finnar, að ef enginn einn frambjóðandi fær 50% eða meira af greiddum atkvæð- um, sé kosið á ný, til að ná fram til- skildum meirihluta? Af því mundum við vaxa í áliti um- heimsins. Þá yrðum við álitin sönn lýðræðisþjóð. Auðunn Bragi Sveinsson. Gagnrýni á Ljósvakann Í MORGUNBLAÐINU mánudag- inn 30. janúar skrifar Ingveldur Geirsdóttir í Ljósvakann að lögin í söngvakeppninni á RUV séu léleg og fannst ekki mikið til koma. Ég tel frá mínum dyrum að þessi annars ágæta kona hafi ekkert vit á tónlist. Í fyrsta lagi var Geir Óla með óaðlaðandi framkomu á sviðinu og með endalausar yfirlýsingar um að hann myndi rúlla upp keppninni úti á Grikklandi fyrir okkur og í öðru lagi var hann ekki alveg á laginu að mínu mati. Önnur lög voru mjög góð eins og lagið Andvaka sem Guðrún Árný flutti og lagið sem Regína Ósk flutti í fyrsta þætti. Mörg þessara laga eru mjög góð og það sem koma skal næstkomandi laugardag vitum við ekkert um, þar sem enginn hefur heyrt þau enn. Svo Ingveldur mín, þú velur ekki lögin, sem betur fer, því annars sýn- ist mér að þú myndir senda G.Ó. án þess að heyra hin lögin fyrst. Gagn- rýni á ekki við á þessari stundu, af þinni hálfu allavega. Kolbrún Erla Grétarsdóttir. Kettlingar fást gefins FRÍSKIR og gæfir níu vikna kett- lingar fást gefins á góð heimili. Bæði læða og fress, kassavön. Mamman er skógarköttur. Upplýsingar í síma: 896 1488. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 40ÁRA afmæli. Í tilefni 40 ára af-mælis Sigurjónu B. Hauks- dóttur bjóða fjölskylda hennar og vinir til gleðskapar laugardaginn 4. febrúar kl. 20 í sal múrarameistara, Síðumúla 25, 3. hæð. Vonumst til að sjá sem flesta. Á hádegistón- leikum Tónlistar- félags Akureyrar í dag kl. 12.15 í Ketilhúsinu, leik- ur Helga Bryndís Magnúsdóttir pí- anóleikari eitt ástríðufyllsta verk Róberts Schumanns, Fantasíu ópus 17. Ástríða í Katlinum Helga Bryndís Magnúsdóttir eignamidlun@eignamidlun.is www.eignamidlun.is Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Traustur kaupandi óskar eftir 250-300 fm einbýlishúsi á einhverju framantaldra svæða. Staðgreiðsla í boði. Nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson. EINBÝLISHÚS Í VESTURBORGINNI, SKERJAFIRÐI EÐA FOSSVOGI ÓSKAST VÍÐÁTTUR er heiti sýningar Eyj- ólfs Einarssonar myndlistarmanns, sem opnuð verður í Gallerí Tur- pentine í dag kl. 17. Sýningin verð- ur opin til 25. febrúar. Víðáttur Eitt af verkum Eyjólfs. NÚ stendur yfir sýning á verkum Valgerðar Hauks- dóttur myndlistarmanns á 1. hæð Grófarhúss í Tryggva- götu 15. Sýningin er sú sjö- unda í röð sýninga á verkum listamanna sem eiga lista- verk í Artóteki – listhlöðu í Borgarbókasafni. Sýningin stendur til 19. febrúar. Opið er mánudaga kl. 10–21, þriðjudaga til fimmtudaga kl. 10–19, föstu- daga kl. 11–19 og um helgar kl. 13–17. Valgerður í Grófarhúsi Tvíhyggja, eftir Valgerði Hauksdóttur. Í TILEFNI af 250 ára afmæli Moz- arts, 27. janúar sl. gengst Tónlist- arskólinn í Reykjavík fyrir Mozart tónleikum í tónleikaröð sinni í Nor- ræna húsinu á morgun, laugardag, kl. 14. Nemendur skólans leika og syngja verk eftir meistarann, meðal annars. Píanótríó í G-dúr 564, aríu úr Il re pastore fyrir sópran, fiðlu og pí- anó, Fantasíu í d-moll, KV 397 fyrir píanó, Þrjú næturljóð fyrir þrjá söngvara og þrjú klarínettu- hljóðfæri og Kegelstadt tríóið Kv 498. Aðgangur er ókeypis Mozart í Norræna húsinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.