Morgunblaðið - 03.02.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.02.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2006 47 DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Aflagrandi 40 | Bingó alla föstudaga kl. 14. Söngstund við píanóið eftir kaffihléið kl. 15. Fótsnyrting og hár- greiðsla alla daga frá 9-16. Árskógar 4 | Bað kl. 8-16. Handavinna kl. 9-12. Smíði/útskurður kl. 9-16.30. Barðstrendingafélagið og Borgfirð- ingafélagið | Félagsvist í Konnakoti á morgun, laugardag, kl. 14. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, fótaaðgerð, frjálst að spila í sal. Dalbraut 18 - 20 | Alltaf eitthvað um að vera. Tungubrjótar upplestur/ framsögn á mánud., félagsvist á þriðjud., leikfimi á mánud., söngur á fimmtud., postulín á föstud. o.s. frv. Núna stendur til boða myndlist- arnámskeið á þriðjud. kl. 9-12. Þorra- blótið hefst kl. 17 á föstudag. Uppl. í síma 588 9533. FEBÁ, Álftanesi | Haukshús, kl. 13-16, föstudag. Námskeið I í postulínsmálun, leiðbeinandi Sigurbjörg Sigurjóns- dóttir. Næsta námskeið byrjar föstu- dag 10. febrúar. Kaffiveitingar að hætti FEBÁ. Auður og Lindi annast akstur, sími 565 0952. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist verður spiluð í félagsheimilinu Gjábakka kl. 20.30 í kvöld. Félag eldri borgara, Reykjavík | Sælu- dagar á Hótel Örk vikuna 26.-31. mars n.k. Skráning er hafin á skrifstofu fé- lagsins. Námskeið í framsögn og upp- lestri hefst 7. febrúar, leiðbeinandi Bjarni Ingvarsson. Skráning og uppl. í síma 588 2111. Félagsheimilið Gjábakki | Kl. 9.30 boccia, kl. 10 spænska - framh., kl. 11 spænska - byrjendur, kl. 13.15 brids, kl. 20.30 félagsvist. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Vefn- aður kl. 9, leikfimi kl. 10.45. Gleðigjaf- arnir syngja kl. 14-15 27. jan og 10. og 24. febr. Bingó kl. 14 20. jan., 3. og 17. febr. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Opið í Garðabergi kl. 12.30-16.30. Búta- saumur kl. 13.30 í Kirkjuhvoli. Slök- unarjóga og teygjur kl. 12 í Kirkjuhvoli. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar, m.a. bókband og fjölbreytt föndurgerð. Kl. 10.30 létt ganga um nágrennið. Frá hádegi spila- salur opinn. Mánud. 6. mars er þorra- hlaðborð í hádeginu í Kaffi Berg. Uppl. á staðnum og í s. 575 7720. Strætó S4 og 12 stansa við Gerðuberg. www.gerduberg.is Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og út- skurður. Kl. 14.15 kemur Aðalheiður Þorsteinsdóttir og leikur á píanóið undir fjöldasöng fram að kaffi. Rjóma- pönnukökur með kaffinu. Glæsibær | Þorrablót SÁÁ verður haldið í Glæsibæ laugardaginn 4. febr- úar. Lúdó sextett leikur fyrir dansi, fjölbreytt skemmtiatriði, veislustjóri séra Gunnar Sigurjónsson. Húsið opn- að kl. 19. Borðhald hefst kl. 20. Fé- lagsstarf SÁÁ. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dag- blöðin. Almenn handavinna, útskurður, baðþjónusta, fótaaðgerð (annan hvern föstudag), hárgreiðsla. Kl. 12 hádeg- ismatur. Kl. 14.45 bókabíll. Kl. 15 kaffi. Kl. 14 bingó. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Leikfimi kl. 11.30. Glerskurður kl. 13.30. Brids kl. 13. Boccia kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Frjáls aðgangur að opinni vinnustofu kl. 9-12, postu- línsmálning. Böðun fyrir hádegi. Fóta- aðgerðir 588 2320. Hársnyrting 517 3005. Þorrablót, húsið opnað kl. 18, góður matur, söngur og dans. Hæðargarður 31 | Alltaf eitthvað um að vera. Fjölbreytt handverk í Lista- smiðju alla daga. Brids á föstudögum, „Skapandi skrif“ á mánudögum, fram- sögn á þríðjudögum, tölvunámskeið á laugardögum o.s.frv. Kíktu við í kaffi og kynntu þér dagskrána eða hringu í síma 568 3132 og fáðu hana senda heim í pósti eða á netinu. Norðurbrún 1, | Smiði kl. 9, myndlist kl. 9-12, ganga kl.10, opin hárgreiðslu- stofa kl. 9, sími 588 1288, leikfimi kl. 14. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9. Leirmótun kl 9. Hárgreiðsla kl. 9. Morgunstund kl. 9.30, fótaaðgerð- arstofa kl. 9.30, leikfimi kl. 10. Bingó kl. 13.30, allir velkomnir. Kirkjustarf Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist, hugvekja, fyrirbænir. Léttur málsverður í Safnaðarheimili eftir stundina. Kirkjuprakkarar 7-9 ára kl. 16. TTT 10-12 ára kl. 17. Æskulýðsfélag KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. For- eldramorgunn kl. 10-12. Kaffi og spjall. Hallgrímskirkja | Starf með eldri borgurum alla þriðjudaga og föstu- daga kl. 11-14. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Kirkjuskólinn í Mýrdal | Munið sam- veru næsta laugardag 4. febr. kl. 11.15- 12 í Víkurskóla. Brúðuleikhús, söngur og sögur, gleði og gaman. Verið dugleg að mæta. Hittumst hress og kát. Selfosskirkja | Morguntíð sungin kl. 10. Beðið fyrir sjúkum og bágstöddum. Einnig tekið við bænarefnum. Kaffi- sopi að lokinni athöfninni. UM helgina verður Vagn Foldbo í heim- sókn í Færeyska sjómannaheimilinu. Í til- efni þess verður kvöldvaka á laugardaginn kl. 20.30 og samkoma á sunnudag kl. 20.30. Kaffi á eftir. Allir eru velkomnir. Heimsókn frá Færeyjum Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Belladonna. Norður ♠8 ♥Á10 A/Enginn ♦ÁKG74 ♣KG1042 Vestur Austur ♠K1097654 ♠D32 ♥G842 ♥965 ♦-- ♦D32 ♣83 ♣ÁD65 Suður ♠ÁG ♥KD73 ♦109865 ♣97 Spilið að ofan er frá úrslitaleik Ítala og Bandaríkjamanna á HM 1979. Fimm tíglar voru spilaðir á báðum borðum eftir sömu sagnir - hindrun vesturs í spaða og láglitasögn norðurs: Vestur Norður Austur Suður -- -- Pass Pass 3 spaðar 4 grönd * Pass 5 tíglar Pass Pass Pass Útspilið var líka hið sama í báðum sölum - lítið hjarta. Bandaríski sagnhafinn stakk upp ás og það reyndist afdrifaríkt. Þegar tromplegan kom í ljós í öðrum slag, var ekki um annað að ræða en treysta á hagstæða lauflegu, en hún var ekki til staðar og austur fékk á ÁD. Hinum megin var Belladonna við stýrið. Hann lét hjartatíu úr borði í byrjun (enda ástæðulaust annað) og hún átti slaginn. Eftir tvo efstu í tígli, tók Belladonna hjartaás, fór heim á spaðaás og lagði niður hjartakóng. Nú gerði vestur þau fínlegu mistök að henda EKKI hjartagosa undir - spilið sem sagnhafi vissi að hann ætti. Þar með beið Belladonna með fjórða hjartað, trompaði spaða og sendi aust- ur inn á tíguldrottningu. Austur var í vonlausri stöðu og valdi að spila spaða í tvöfalda eyðu, en þá henti Belladonna laufi heima. Þessi leið stóð sagnhafa ekki til boða á hinu borðinu eftir hjartaásinn í fyrsta slag. Jafnvel þótt hann sendi austur inn á réttum tímapunkti, situr hann uppi með tapspil í hjarta í lokin. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is LAUGARDAGINN 4. febrúar kl. 16 opnar Sigríður Ólafsdóttir sýningu í sýningarrýminu Suðsuðvestur í Reykjanesbæ. Sýninguna nefnir Sigríður „Mál- aðar myndir af fólki“. Með þeim titli vísar hún til hefðbundins upp- runa myndanna í portrett- málverkum. Fyrirmyndirnar eru fólk úr nánasta umhverfi lista- mannsins; fjölskyldan, vinir og ann- að fólk sem Sigríður hefur sam- skipti við. Hún vinnur úr hverju viðfangsefni til þrautar og málar hverja fyrirmynd hvað eftir annað til að ná fram ákveðnu ferli þar sem nánd viðfangsefnisins víkur smám saman fyrir yfirborðinu, þeim formum og litum sem fyrirmyndin framkallaði. Við það opnast nýjar víddir og möguleikar í túlkun og framsetningu. Hver mynd leiðir til annarrar, hvert verk sprettur úr öðru. Með þessu móti losar lista- maðurinn sig frá fyrirmyndinni og upp kemur spurningin hvort verkið komist frá uppruna sínum, mann- eskjunni sjálfri. Suðsuðvestur er til húsa á Hafn- argötu 22 í Reykjanesbæ. Þar er opið á fimmtud. og föstud. frá 16 til 18 og um helgar frá 14 til 17. Hægt er að fá nánari upplýsingar á www.sudsudvestur.is. Sýnir í SSV Útsala Opið virka daga kl. 10-18 laugardaga kl. 10-16 Nýbýlavegi 12, Kópavogi sími 554 4433 sem markmiðið er að fanga ákveðna stemmningu fremur en ákveðna staði. Skotið er nýr sýningakostur hjá Ljós- myndasafni Reykjavíkur og er myndum varpað á vegg úr myndvarpa. Minjasafn Austurlands | Endurnýjun á sýn- ingum stendur yfir. Ný grunnsýning opnuð 1. maí nk. Veiðisafnið Stokkseyri | Starfsár Veiði- safnsins 2006 hefst með árlegri byssusýn- ingu sem haldin verður laugardaginn 4. og sunnudaginn 5. febrúar kl. 11–18. Allar nán- ari upplýsingar á www.hunting.is. Þjóðmenningarhúsið | Fræðist um efni á sýningunum Handritin, Þjóðminjasafnið – svona var það, Fyrirheitna landið og Moz- art-óperan á Íslandi. Njótið myndlistar og ljúfra veitinga í veitingastofunni. Leiðsögn í boði fyrir hópa. Þjóðminjasafn Íslands | Boðið upp á fræðslu og þjónustu fyrir safngesti. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Skemmtanir Cafe Catalina | Í kvöld spilar Evróvisjónhöf- undurinn Hörður G. Ólafsson. Classic Rock | Idol sýnt á stórum skjám. Hljómsveitin Kvarts spilar. Mannfagnaður Kaffi Hljómalind | Dagskrá næsta Spuna- kvölds: Amigo, Svimi og Úð. Í hléi verður opnað fyrir skráningu atriða á stuttum fundi. Spuni er öllum opinn og gjaldfrjáls. Nánari upplýsingar og skráning á póstlista er að finna á http://spuni.org Fyrirlestrar og fundir Kraftur | Kraftur, stuðningsfélag ungs fólks sem greinist með krabbamein og aðstand- enda, heldur félagsfund í húsi Krabba- meinsfélagsins í Skógarhlíð 8, 4. hæð, 7. febr. kl. 20. Jóhann Ingi Gunnarsson sál- fræðingur flytur fyrirlestur og bókin: „Með lífið að láni“ verður til sölu á kr. 2000. Sögufélag | Nafnfræðifélagið efnir til fræðslufundar 4. febrúar kl. 13.30, í húsi Sögufélags í Fischersundi. Tryggvi Gísla- son, fyrrv. skólameistari, talar um norsk ör- nefni á Íslandi og undarleg örnefni í Eyja- firði, örnefni sem borist hafa með norskum landnámsmönnum til Íslands. Útivist og íþróttir Félag Snæfellinga og Hnappdæla í Reykja- vík | Félag Snæfellinga og Hnappdæla í Reykjavík efnir til klukkutíma gönguferðar fyrsta laugardag hvers mánaðar. Næsta ganga verður farin frá Fella- og Hólakirkju 4. febrúar nk. kl 10.30. Allir velkomnir. ... og mundu eftir ostinum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.