Morgunblaðið - 03.02.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.02.2006, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Meiri afsláttur Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Sími 462 3505. Opið virka daga 10-18, laugardaga kl. 10-16. ÚTSALA PÓSTSENDUM www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Multidophilus-12 12 tegundur lifandi mjólkursýrugerla.                                 !""   #       $%%&$% '    (   )  ( (      "" $% * (          +  "$%% -    (  .   / 0     ( ,   1%%%%   .  ( ,   1 %%%% -     .     , 0   ( (  / 2 # "/  /  3  . / 4   55/ 6  , / .)    .# (    . 7 $%%5      .#  (     $%%5/   0    0           #           ( -      ) ,     ( 1              8          (     #    7  5%% .# (   $%%5   (        .     0        ..   +  )        (    #   0  .       0    . 7 $%%5/ 3     . 7 „ÞAÐ er heilmikil vinna við hverja brúðu,“ segir Regina Þorsteinsson, sem um aðra helgi býður upp á nám- skeið í Biblíubrúðugerð og fer það fram í Glerárkirkju, stendur yfir dag- ana 11. og 12. febrúar. Regina er hjúkrunarfræðingur á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri, en hefur leyfi frá félagsskapnum ABF í Þýskalandi til að halda námskeið sem þetta. Hún er þýsk að uppruna, en hefur búið hér á landi ásamt fjöl- skyldu sinni frá árinu 2000, eig- inmanninum Pétri B. Þorsteinssyni, djákna í Glerárkirkju, og þremur börnum þeirra. Regina segir Biblíubrúður nýja og spennandi leið til að segja sögur úr Biblíunni, þær auki myndræna túlk- un sagnanna. Fimm stærðir eru af brúðum, allt frá kornabörnum til full- orðinna, en þær stærstu eru 28 sentí- metra háar og standa á blýfótum. Beinagrindin er sveigjanlegur þráður sem svo er „holdi klæddur“ ef svo má að orði komast og að lokum er svo saumaður fatnaður á brúðurnar í samræmi við klæðnað sem tíðkaðist á tímum Biblíunnar. Regina sótti nám- skeið í brúðugerðinni í Suður- Þýskalandi á sínum tíma, en hún hafði umsjón með sunnudagaskóla í heimabæ sínum og fannst spennandi að segja börnunum sögur úr Bibl- íunni með aðstoð brúðanna. „Þær örva hugsun þeirra, dýpka skilning þeirra á sögunum og með aðstoð þeirra er hægt að segja sögurnar á þann hátt að þau skilji betur ýmislegt sem fyrir kemur í daglegu lífi nú- tímans,“ segir Regina. „Börnin hafa mjög gaman af þessum brúðum, þær eru svo sveigjanlegar og gott að handleika þær, hver og ein er sér- stök, með sinn eigin persónuleika,“ segir Regina en bætir við að eldra fólki þykir ekki síður varið í að heyra Biblíusögurnar í þessum búningi, það lifi sig ekki síður inn í sögurnar en þeir sem yngri eru. Hefðin er löng Hefðin á baki við Biblíubrúðurnar er löng, þegar á miðöldum tíðkaðist að búa til litlar styttur í klaustrum sem stillt var upp í kirkjum yfir jól, þar sem líta mátti Maríu, Jósef, vitr- inga og hirða við jötu Jesúbarnsins. Með tilkomu betri föndurefna færðist siðurinn inn á heimilin og hinar sveigjanlegu brúður tóku við af stytt- unum í upphafi 19. aldar. Þær hafa m.a. þann eiginleika að unnt er að setja brúðurnar í nýjar stellingar fyr- ir hvert atriði sögunnar. „Áheyr- endur, hvort heldur eru börn eða full- orðnir, upplifa sögurnar þannig á lifandi og persónulegan hátt, oft opn- ast ný sýn á Biblíutextann, því hægt er að gefa viðbrögð sögupersónanna svo vel til kynna með því að skipta um stellingar þeirra.“ Regina hefur sankað að sér alls kyns efni, aukahlutum, nokkurs kon- ar leikmunum, dýrum og miklu af efni til að sauma úr og þar nýtist allt; gamlar skyrtur, nærbolir, lök og hvaðeina. „Ég sit á kvöldin við að klippa þetta niður,“ segir hún. Þátt- takendur á námskeiðinu fá allt efnið, en hver og einn þeirra mun búa til tvær brúður meðan á því stendur. Eitt skilyrða þess að sækja nám- skeiðið er að ekki má selja brúð- urnar, þær eru einungis til eigin nota eða til notkunar í söfnuðum. Regina Þorsteinsson deilir kunnáttu við gerð Biblíubrúða með öðrum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Heilmikil vinna Regina B. Þorsteinsson segir að börn hafi mjög gaman af að handleika brúðurnar, sem eru mjög sveigjanlegar, en þau upplifa sögurnar úr Biblíunni á nýjan og lifandi hátt þegar þær eru sagðar með aðstoð þeirra. Ný og spennandi leið til að segja Biblíusögurnar Þarna hefur Regina útbúið systurnar Mörtu og Maríu að hlýða á Jesú. Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is Huldukonur | Hrafnhildur Schram listfræðingur fjallar um „Huldukonur í íslenskri myndlist“ í fyrirlestri sem haldinn verður í Ketilhúsinu föstudaginn 3. febrúar kl. 14.50. Í haust kom út bók eftir hana með þessu nafni. Í fyrirlestri sín- um mun Hrafnhildur fjalla um tíu íslenskar konur sem héldu til myndlistanáms erlendis á síðustu áratugum 19. aldar og eftir alda- mót. Hann er hluti af fyr- irlestraröð á vegum listnáms- brautar Verkmenntaskólans á Akureyri.    Fantasía | Helga Bryndís Magn- úsdóttir píanóleikari flytur Fant- asíu ópus 17 eftir Robert Schu- mann á öðrum hádegistónleikum Tónlistarfélags Akureyrar á þessu ári undir yfirskriftinni „Litlar freistingar“. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Einar Geirsson, landsliðskokk, á Karól- ínu restaurant, sem framreiðir létta rétti í stíl við tónlistina. Þeir verða haldnir í Ketilhúsinu kl. 12.15 í dag, föstudaginn 3. febr- úar.    Hádegistónleikar | Eyþór Ingi Jónsson organisti heldur hádegis- tónleika í Akureyrarkirkju á laug- ardag, 4. febrúar kl. 12. Á efnisskrá tónleikanna verður verkið Es ist das Heilunskomm- enher eftir Matthias Weckmann. Að auki heldur Eyþór Ingi fyrirlestur um verkið og táknmál þess kl. 11 í safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Aðgangur að tónleikunum er ókeyp- is. AKUREYRI MINNST verður 100 ára samfellds starfs verkalýðsfélaga á Akureyri og Eyjafirði með dagskrá á morgun, laugardag, en á mánudag, 6. febrúar, verður ein öld liðin frá stofnun Verkamannafélags Akureyrar. Minnisvarðinn Samstaða, eftir Jó- hann Ingimarsson, Nóa verður af- hjúpaður við tjörnina hjá Strandgötu kl. 11 á morgun. Hann er gjöf KEA til hins vinnandi manns, en forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, heiðrar verkalýðsfélögin með nær- veru sinni og afhjúpar verkið. Ávörp flytja Björn Snæbjörnsson, formað- ur Einingar Iðju, Kristján Þór Júl- íusson bæjarstjóri, Halldór Jóhanns- son, framkvæmdastjóri KEA, og Ólafur Ragnar Grímsson forseti. Þráinn Karlsson les að endingu ljóð- ið Söng verkamannsins eftir Krist- ján frá Djúpalæk. Sýning verður svo opnuð í Alþýðu- húsinu við Skipagötu kl. 13 þar sem sýndar verða myndir og munir sem tengjast þessari aldagömlu sögu og boðið verður upp á kaffi. Sýning verður opin um helgina, frá kl. 13 til 16 báða dagana, og á sama tíma verð- ur Iðnaðarsafnið við Krókeyri opið. Sýningin verður opin alla næstu viku á almennum skrifstofutíma. Samfellt starf verka- lýðsfélaga í 100 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.