Morgunblaðið - 03.02.2006, Síða 20
20 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Meiri afsláttur
Hafnarstræti 97, 600 Akureyri.
Sími 462 3505.
Opið virka daga 10-18,
laugardaga kl. 10-16.
ÚTSALA
PÓSTSENDUM
www.simnet.is/heilsuhorn
Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889,
fæst m.a. í
Lífsins Lind í Hagkaupum,
Maður Lifandi Borgartúni 24,
Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum,
Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka,
Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði
Multidophilus-12
12 tegundur
lifandi mjólkursýrugerla.
!"" #
$%%&$% '
( ) ( (
""
$% * (
+
"$%%
-
( .
/ 0
( , 1%%%%
. ( ,
1 %%%%
- . , 0 (
(
/ 2
# "/ / 3 . / 4
55/ 6
,/ .)
.#(
.
7 $%%5
.#
(
$%%5/ 0
0
#
( -
)
,
( 1
8
( #
7
5%% .#( $%%5
(
.
0
..
+
)
(
# 0
.
0
.
7 $%%5/
3 .7
„ÞAÐ er heilmikil vinna við hverja
brúðu,“ segir Regina Þorsteinsson,
sem um aðra helgi býður upp á nám-
skeið í Biblíubrúðugerð og fer það
fram í Glerárkirkju, stendur yfir dag-
ana 11. og 12. febrúar. Regina er
hjúkrunarfræðingur á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri, en hefur
leyfi frá félagsskapnum ABF í
Þýskalandi til að halda námskeið sem
þetta. Hún er þýsk að uppruna, en
hefur búið hér á landi ásamt fjöl-
skyldu sinni frá árinu 2000, eig-
inmanninum Pétri B. Þorsteinssyni,
djákna í Glerárkirkju, og þremur
börnum þeirra.
Regina segir Biblíubrúður nýja og
spennandi leið til að segja sögur úr
Biblíunni, þær auki myndræna túlk-
un sagnanna. Fimm stærðir eru af
brúðum, allt frá kornabörnum til full-
orðinna, en þær stærstu eru 28 sentí-
metra háar og standa á blýfótum.
Beinagrindin er sveigjanlegur þráður
sem svo er „holdi klæddur“ ef svo má
að orði komast og að lokum er svo
saumaður fatnaður á brúðurnar í
samræmi við klæðnað sem tíðkaðist á
tímum Biblíunnar. Regina sótti nám-
skeið í brúðugerðinni í Suður-
Þýskalandi á sínum tíma, en hún
hafði umsjón með sunnudagaskóla í
heimabæ sínum og fannst spennandi
að segja börnunum sögur úr Bibl-
íunni með aðstoð brúðanna. „Þær
örva hugsun þeirra, dýpka skilning
þeirra á sögunum og með aðstoð
þeirra er hægt að segja sögurnar á
þann hátt að þau skilji betur ýmislegt
sem fyrir kemur í daglegu lífi nú-
tímans,“ segir Regina. „Börnin hafa
mjög gaman af þessum brúðum, þær
eru svo sveigjanlegar og gott að
handleika þær, hver og ein er sér-
stök, með sinn eigin persónuleika,“
segir Regina en bætir við að eldra
fólki þykir ekki síður varið í að heyra
Biblíusögurnar í þessum búningi, það
lifi sig ekki síður inn í sögurnar en
þeir sem yngri eru.
Hefðin er löng
Hefðin á baki við Biblíubrúðurnar
er löng, þegar á miðöldum tíðkaðist
að búa til litlar styttur í klaustrum
sem stillt var upp í kirkjum yfir jól,
þar sem líta mátti Maríu, Jósef, vitr-
inga og hirða við jötu Jesúbarnsins.
Með tilkomu betri föndurefna færðist
siðurinn inn á heimilin og hinar
sveigjanlegu brúður tóku við af stytt-
unum í upphafi 19. aldar. Þær hafa
m.a. þann eiginleika að unnt er að
setja brúðurnar í nýjar stellingar fyr-
ir hvert atriði sögunnar. „Áheyr-
endur, hvort heldur eru börn eða full-
orðnir, upplifa sögurnar þannig á
lifandi og persónulegan hátt, oft opn-
ast ný sýn á Biblíutextann, því hægt
er að gefa viðbrögð sögupersónanna
svo vel til kynna með því að skipta
um stellingar þeirra.“
Regina hefur sankað að sér alls
kyns efni, aukahlutum, nokkurs kon-
ar leikmunum, dýrum og miklu af
efni til að sauma úr og þar nýtist allt;
gamlar skyrtur, nærbolir, lök og
hvaðeina. „Ég sit á kvöldin við að
klippa þetta niður,“ segir hún. Þátt-
takendur á námskeiðinu fá allt efnið,
en hver og einn þeirra mun búa til
tvær brúður meðan á því stendur.
Eitt skilyrða þess að sækja nám-
skeiðið er að ekki má selja brúð-
urnar, þær eru einungis til eigin nota
eða til notkunar í söfnuðum.
Regina Þorsteinsson deilir kunnáttu við gerð Biblíubrúða með öðrum
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Heilmikil vinna Regina B. Þorsteinsson segir að börn hafi mjög gaman af að handleika brúðurnar, sem eru mjög
sveigjanlegar, en þau upplifa sögurnar úr Biblíunni á nýjan og lifandi hátt þegar þær eru sagðar með aðstoð þeirra.
Ný og spennandi
leið til að segja
Biblíusögurnar
Þarna hefur Regina útbúið systurnar Mörtu og Maríu að hlýða á Jesú.
Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur
maggath@mbl.is
Huldukonur | Hrafnhildur
Schram listfræðingur fjallar um
„Huldukonur í íslenskri myndlist“
í fyrirlestri sem haldinn verður í
Ketilhúsinu föstudaginn 3. febrúar
kl. 14.50.
Í haust kom út bók eftir hana
með þessu nafni. Í fyrirlestri sín-
um mun Hrafnhildur fjalla um tíu
íslenskar konur sem héldu til
myndlistanáms erlendis á síðustu
áratugum 19. aldar og eftir alda-
mót. Hann er hluti af fyr-
irlestraröð á vegum listnáms-
brautar Verkmenntaskólans á
Akureyri.
Fantasía | Helga Bryndís Magn-
úsdóttir píanóleikari flytur Fant-
asíu ópus 17 eftir Robert Schu-
mann á öðrum hádegistónleikum
Tónlistarfélags Akureyrar á þessu
ári undir yfirskriftinni „Litlar
freistingar“. Tónleikarnir eru
haldnir í samvinnu við Einar
Geirsson, landsliðskokk, á Karól-
ínu restaurant, sem framreiðir
létta rétti í stíl við tónlistina. Þeir
verða haldnir í Ketilhúsinu kl.
12.15 í dag, föstudaginn 3. febr-
úar.
Hádegistónleikar | Eyþór Ingi
Jónsson organisti heldur hádegis-
tónleika í Akureyrarkirkju á laug-
ardag, 4. febrúar kl. 12.
Á efnisskrá tónleikanna verður
verkið Es ist das Heilunskomm-
enher eftir Matthias Weckmann. Að
auki heldur Eyþór Ingi fyrirlestur
um verkið og táknmál þess kl. 11 í
safnaðarheimili Akureyrarkirkju.
Aðgangur að tónleikunum er ókeyp-
is.
AKUREYRI
MINNST verður 100 ára samfellds
starfs verkalýðsfélaga á Akureyri og
Eyjafirði með dagskrá á morgun,
laugardag, en á mánudag, 6. febrúar,
verður ein öld liðin frá stofnun
Verkamannafélags Akureyrar.
Minnisvarðinn Samstaða, eftir Jó-
hann Ingimarsson, Nóa verður af-
hjúpaður við tjörnina hjá Strandgötu
kl. 11 á morgun. Hann er gjöf KEA
til hins vinnandi manns, en forseti
Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson,
heiðrar verkalýðsfélögin með nær-
veru sinni og afhjúpar verkið. Ávörp
flytja Björn Snæbjörnsson, formað-
ur Einingar Iðju, Kristján Þór Júl-
íusson bæjarstjóri, Halldór Jóhanns-
son, framkvæmdastjóri KEA, og
Ólafur Ragnar Grímsson forseti.
Þráinn Karlsson les að endingu ljóð-
ið Söng verkamannsins eftir Krist-
ján frá Djúpalæk.
Sýning verður svo opnuð í Alþýðu-
húsinu við Skipagötu kl. 13 þar sem
sýndar verða myndir og munir sem
tengjast þessari aldagömlu sögu og
boðið verður upp á kaffi. Sýning
verður opin um helgina, frá kl. 13 til
16 báða dagana, og á sama tíma verð-
ur Iðnaðarsafnið við Krókeyri opið.
Sýningin verður opin alla næstu viku
á almennum skrifstofutíma.
Samfellt starf verka-
lýðsfélaga í 100 ár